Viðskipti erlent

Helmingi af blaðamönnum Nyhedsavisen sagt upp

Helmingi af blaðamönnum fríblaðsins Nyhedsavisen var tilkynnt í morgun að þeim hefði verið sagt upp. Samkvæmt frétt í Berlingske er um 50 manns að ræða.

Sven Dam stjórnarformaður Nyhedsavisen segir að uppsagnir þessar séu ekki gerðar með glöðu geði en þær séu nauðsynlegar. Samhliða þessu var tilkynnt um að hætt verði að dreifa blaðinu í Oðinsvéum og á Fjóni. Áherslan verði á dreifinguna í Kaupmannahöfn og Árósum.

Einnig hefur verið ákveðið að netfyrirtækið Freeway muni taka yfir netúgáfu Nyhedsavisen sem rekin hefur verið undir nafninu avis.dk.

Morten Lund hinn nýi meirihlutaeigandi Nyhedsavisen segir í tilkynningu að nú muni hinir miklu möguleikar sem fólgnir eru í útgáfunni koma í ljós.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×