Moody´s segir Aaa einkunnir ríkissjóðs á krossgötum 28. janúar 2008 10:07 Aaa lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands eru á krossgötum, samkvæmt nýrri skýrslu matsfyrirtækisins Moody's Investors Service. Í skýrslunni er ekki tilkynnt nein breyting lánshæfiseinkunnanna. Í tilkynningu frá Seðlabankanum um skýrsluna segir að samkvæmt áliti Moody's kemur Ísland vel út í samanburði við mörg önnur þróuð iðnríki sem einnig hafa lánshæfiseinkunnirnar Aaa þegar litið er til lágrar skuldastöðu hins opinbera á Íslandi, stjórnkerfis sem byggist á sáttaviðleitni og skilvirkra stofnana. Á móti kemur að íslenska ríkið er hugsanlega berskjaldaðra gagnvart trúverðugleikabresti en önnur ríki með Aaa-einkunnir vegna mikilla alþjóðlegra umsvifa stórra íslenskra viðskiptabanka. „Ísland nýtur hárra tekna á mann og háþróaðra stjórnar-, hag- og samfélagsstofnana, aldursskipting er hagstæð og lífeyrissjóðir fjármagnaðir að fullu", segir sérfræðingur Moody's, Joan Feldbaum-Vidra, sem er höfundur skýrslunnar. „Hlutfallslega eru skuldir hins opinbera minni en helmingur meðaltalsskulda hins opinberra í ríkjum evrusvæðisins." Þrátt fyrir þetta hefur hið mjög skuldsetta hagkerfi ekki farið varhluta af aðstæðum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum eins og sést á nýlegri hækkun vaxtaálaga. Áframhaldandi alþjóðlegur vöxtur bankakerfisins hefur leitt til þess að ófyrirséðar fjárhagslegar skuldbindingar ríkisins hafa vaxið upp fyrir það sem æskilegt getur talist. Í skýrslu Moody's eru ítarlega skýrðar forsendurnar fyrir Aaa-einkunnum Íslands og metin er geta stjórnvalda og banka til að standast erfiðar aðstæður. Sérfræðingur Moody's segir að auka mætti svigrúm stjórnvalda til að glíma við áhrif kreppu í framtíðinni með viðameiri reglusetningu um lausafé banka eða með öðrum kerfisbreytingum sem milduðu hlutverk stjórnvalda sem lánveitanda til þrautavara í erlendri mynt. „Samkvæmt greiningu Moody's er líklegt að íslensk stjórnvöld geti mætt lausafjárbresti, varið innstæðueigendur og forðast greiðsluþrengingar jafnvel við sérstaklega erfið skilyrði (e. even in a quite extreme scenario)," segir Feldbaum-Vidra. „Á undanförnum árum hefur Moody's fylgst grannt með vexti erlendra skuldbindinga bankakerfisins. Að því gæti komið að slíkur vöxtur myndi reyna á getu stjórnvalda til að takast á við kreppu, að minnsta kosti með hætti sem samræmdist gildandi Aaa-einkunnum." Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Aaa lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands eru á krossgötum, samkvæmt nýrri skýrslu matsfyrirtækisins Moody's Investors Service. Í skýrslunni er ekki tilkynnt nein breyting lánshæfiseinkunnanna. Í tilkynningu frá Seðlabankanum um skýrsluna segir að samkvæmt áliti Moody's kemur Ísland vel út í samanburði við mörg önnur þróuð iðnríki sem einnig hafa lánshæfiseinkunnirnar Aaa þegar litið er til lágrar skuldastöðu hins opinbera á Íslandi, stjórnkerfis sem byggist á sáttaviðleitni og skilvirkra stofnana. Á móti kemur að íslenska ríkið er hugsanlega berskjaldaðra gagnvart trúverðugleikabresti en önnur ríki með Aaa-einkunnir vegna mikilla alþjóðlegra umsvifa stórra íslenskra viðskiptabanka. „Ísland nýtur hárra tekna á mann og háþróaðra stjórnar-, hag- og samfélagsstofnana, aldursskipting er hagstæð og lífeyrissjóðir fjármagnaðir að fullu", segir sérfræðingur Moody's, Joan Feldbaum-Vidra, sem er höfundur skýrslunnar. „Hlutfallslega eru skuldir hins opinbera minni en helmingur meðaltalsskulda hins opinberra í ríkjum evrusvæðisins." Þrátt fyrir þetta hefur hið mjög skuldsetta hagkerfi ekki farið varhluta af aðstæðum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum eins og sést á nýlegri hækkun vaxtaálaga. Áframhaldandi alþjóðlegur vöxtur bankakerfisins hefur leitt til þess að ófyrirséðar fjárhagslegar skuldbindingar ríkisins hafa vaxið upp fyrir það sem æskilegt getur talist. Í skýrslu Moody's eru ítarlega skýrðar forsendurnar fyrir Aaa-einkunnum Íslands og metin er geta stjórnvalda og banka til að standast erfiðar aðstæður. Sérfræðingur Moody's segir að auka mætti svigrúm stjórnvalda til að glíma við áhrif kreppu í framtíðinni með viðameiri reglusetningu um lausafé banka eða með öðrum kerfisbreytingum sem milduðu hlutverk stjórnvalda sem lánveitanda til þrautavara í erlendri mynt. „Samkvæmt greiningu Moody's er líklegt að íslensk stjórnvöld geti mætt lausafjárbresti, varið innstæðueigendur og forðast greiðsluþrengingar jafnvel við sérstaklega erfið skilyrði (e. even in a quite extreme scenario)," segir Feldbaum-Vidra. „Á undanförnum árum hefur Moody's fylgst grannt með vexti erlendra skuldbindinga bankakerfisins. Að því gæti komið að slíkur vöxtur myndi reyna á getu stjórnvalda til að takast á við kreppu, að minnsta kosti með hætti sem samræmdist gildandi Aaa-einkunnum."
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira