Viðskipti innlent

Hagnaður ÍV 520 milljónir

Sævar Helgason, framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa, er afar sáttur við niðurstöðu síðasta árs.
Sævar Helgason, framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa, er afar sáttur við niðurstöðu síðasta árs.

Íslensk verðbréf högnuðust um 520 milljónir á síðasta ári eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Þetta er besti rekstrarárangur fyrirtæksins í tuttugu ára sögu þess og var arðsemi eigin fjár rúmlega 136%.

"Rekstrarárangur félagsins á árinu 2007 er sá besti frá stofnun þess, sem telur tuttugu ár. Við getum ekki annað en verið afar sátt við þessa niðurstöðu, ekki síst þegar horft er til erfiðra markaðsaðstæðna undir lok ársins. Styrkur félagsins felst í þeirri sérstöðu sem það hefur skapað sér og þeirri stefnu að vera sérhæft eignastýringafyrirtæki. Þá hefur félagið yfir afbragðs góðu starfsfólki að ráða, sem kann sitt fag. Allt hefur þetta skilað þeim frábæra árangri sem við náðum í rekstri fyrirtækisins á síðasta ári," segir Sævar Helgason, framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×