Viðskipti innlent

Nýherji hagnaðist um 420 milljónir á síðasta ári

Þórður Sverrisson hlýtur að vera ánægður með 420 milljóna króna hagnað Nýherja á síðasta ári.
Þórður Sverrisson hlýtur að vera ánægður með 420 milljóna króna hagnað Nýherja á síðasta ári.

Nýherji skilaði 420 milljóna króna hagnaði á síðasta ári en félagið kynnti ársskýrslu sína fyrir árið 2007 í dag. Mikil aukning var í tekjum félagsins bæði vegna innri og ytri vaxtar.

"Staða Nýherja hefur styrkst mjög á íslenska markaðnum hefur styrkst mjög á árinu. Góður innri vöxtur móðurfélagsins, sem nam 22% á síðasta ári, skilaði sér í bættri afkomu og studdi við frekari uppbyggingu á starfsemi félagsins erlendis. Árangurinn á íslenska markaðnum má meðal annars þakka nánu samstarfi við stærstu viðskiptavini félagsins og vandaða söluráðgjöf til þeirra," segir Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×