Fleiri fréttir

Verður fyrsti dagur ársins venjulegur bankadagur?

Bankastjórn Seðlabankans hefur ákveðið að bankinn verði framvegis opinn fyrsta virka dag ársins en það hefur hann ekki verið hingað til. Þessi breyting leiðir til þess að bankar og sparisjóðir geta líka haft opið þennan dag.

SPRON upp um 9,8 prósent

Íslenska úrvalsvísitalan hefur hækkað um 3,51 prósent í dag. Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum hefur hækkað mest, eða um 10,67 prósent.

Óbreyttar lánshæfiseinkunnir Norvik banka

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hefur uppfært mat sitt á lánshæfi Norvik banka í Lettlandi sem er í meirihlutaeigu Jóns Helga Guðmundssonar og fjölskyldu.

Bæði innlán og útlán jukust í desember

Samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands um bankakerfið í desember námu útlán innlánsstofnana til innlendra aðila um 3.824,6 milljörðum kr. í lok desembermánaðar og innlán til innlendra aðila um 1.217 milljörðum kr.

Franski fjársvikarinn hjá SocGen segist ekki á flótta

Jérome Kerviel verðbréfasalinn hjá franska bankanum SocGen, sem sveik út nær 500 milljarða kr., segir að hann sé ekki á flótta. Jafnframt fylgir sögunni að hann sé reiðubúinn að ræða við lögregluna sé þess óskað.

SPRON tók stökkið í morgun

Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum spratt af stað í fyrstu viðskiptunum í Kauphöll Íslands í dag og rauk upp um rúm ellefu prósent. Á eftir fylgdu SPRON og Exista, en gengi beggja félaga hækkaði um fimm og sex prósent. Fjármálafyrirtækin, Bakkavör, Eimskipafélagið og Teymi fylgdu á eftir.

Góð jól hjá Alfesca

Jólin voru góð hjá Alfesca en sala á helstu vörum fyrirtækisins jókst um ellefu prósent á síðasta fjórðungi nýliðins árs, sem er annar ársfjórðungur í bókum félagsins.

Franski bankinn kærir verðbréfaskúrkinn

Franski bankinn Societe Generale hefur höfðað mál á hendur Jerome Kerviel, miðlaranum sem sagt var upp störfum hjá bankanum fyrir óheimila spákaupmennsku sem olli því að jafnvirði 480 milljarða íslenskra króna gufuðu upp úr bókum bankans.

Carlsberg og Heineken kaupa stærstu bruggverksmiðju Bretlands

Bruggverksmiðjurnar Carlsberg og Heineken hafa komist að samkomulagi um kaupin á stærstu bruggverksmiðju Bretlands, Scottish and Newcastle. Kauptilboðið hljóðar upp á 800 pens á hlut eða samtals um 900 milljarða króna. Mikil barátta hefur staðið um kaupin á Scottish and Newcastle en stjórn þeirra bruggverksmiðju hefur fallist á tilboð Carlsberg og Heineken og segist sátt við verðið sem er í boði.

Afkoma Microsoft yfir væntingum

Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft skilaði hagnaði upp á 4,7 milljarða dala, jafnvirði 311 milljarða íslenskra króna, á síðasta ársfjórðungi samanborið við 2,6 milljarða í hitteðfyrra. Windows Vista, nýja stýrikerfið sem fyrirtækið setti á markað seint á síðasta ári á stærstan þátt í bættri afkomu fyrirtækisins.

Markaðir í Asíu taka vel við sér

Markaðir í Asíu hafa tekið vel við sér í morgun í kjölfar þess að Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að örva efnahagslíf landsins aðalega með skattalækkunum upp nær þúsund milljarða króna.

Holtagarðaróbótinn skírður Robbi

Í fjölmennri formlegri opnun Apótekarans í Holtagörðum fékk fyrsti róbótinn sem starfandi er í íslensku apóteki nafnið “Róbert Davíð”.

Atlantic Airways tekur flugið í Kauphöllinni

Gengi bréfa í færeyska flugfélaginu Atlantic Airways tók flugið í Kauphöll Íslands í dag og hækkaði gengi þeirra um 11,8 prósent. Þetta er langmest hækkun dagsins skráðra félaga eftir afhroð í vikunni. Gengi einungis tveggja félaga lækkaði á sama tíma. Í Icelandic Group og 365.

Nokia keyrir fram úr öðrum

Nokia, stærsti farsímaframleiðandi í heimi, hagnaðist um tæpa 1,8 milljarða evra, jafnvirði 172 milljarða íslenskra króna, á síðasta ársfjórðungi nýliðins árs. Þetta er 44 prósenta aukning á milli ára.

Tap Ford minnkar milli ára

Bandaríski bílaframleiðandinn Ford tapaði 2,7 milljörðum dala, jafnvirði 178,6 milljörðum íslenskra króna, á síðasta ári. Þrátt fyrir tapið er þetta talsverður bati frá þarsíðasta ári þegar fyrirtækið tapaði 12,6 milljörðum dala.

Storebrand og Sampo taka stökkið

Norski fjármálarisinn Storebrand og finnska tryggingafélagið Sampo, sem Exista og Kaupþing eri stærstu hluthafar í, tóku sprettinn í norrænu kauphallarsamstæðunni þegar viðskipti hófust í dag.

Citigroup mælir með sölu á Kaupþingsbréfum

Samkvæmt frétt í sænska viðskiptablaðinu Dagens Industri mælir bandaríski stórbankinn Citigroup nú með sölu á hlutabréfum í Kaupþingi. Fyrir skömmu mældi bankinn með því að fjárfestar héldu bréfunum.

Skuldabréfatryggingar tífalt dýrari hér en í Svíþjóð

Skuldabréfatryggingar íslensku bankanna eru nú tífalt dýrari en hjá stærstu bönkunum í Svíþjóð. Þetta kemur fram í grein í viðskiptablaðinu Dagens Industri um erfiðleika íslenskra fjármálafyrirtækja þessa stundina.

Sprettur í Kauphöllinni

Exista og SPRON tóku sprettinn ásamt öllum bönkum og fjármálafyrirtækjum í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands í dag en gengi þeirra rauk upp um fimm prósent. Gengi jafnaði sig fljótlega um eitt prósent að meðaltali en ekkert félag hefur lækkað enn sem komið er.

Hlutabréf taka sprettinn í Evrópu

Gengi hlutabréfa í Kaupþingi hefur hækkað um tæp 4,5 prósent í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð í dag en sprettur hefur verið á hlutabréfamörkuðum í Asíu og Evrópu í dag eftir mikla lækkun í gær.

Straumur ræður þrjá á skrifstofu sína í Stokkhólmi

Straumur hefur ráðið til starfa á skrifstofu bankans í Stokkhólmi þá Mats Ericsson forstöðumann sölusviðs markaðsviðskipta í Svíþjóð, Peter Bengtsson sölustjóra í markaðsviðskiptum og Peter Näslund yfirmann greiningar.

Exista fellur um tíu prósent

Gengi bréfa í Existu hefur fallið um rúm tíu prósent í Kauphöll Íslands í dag. Á eftir fylgir SPRON líkt og fyrri daginn, sem hefur fallið um rúm 8,7 prósent en gengi beggja félaga hefur aldrei verið lægra.

Buffett kaupir hlut í Sviss Re

Hlutir í svissneska endurtryggingarfélaginu Sviss Re hafa hækkað verulega í morgun eftir að auðjöfurinn Warren Buffett keypti 3% hlut af því.

Illa unnin greining á Existu, segir stjórnarformaðurinn

„Þessar hugleiðingar greiningarmanns Enskilda eru illa unnar og fjarri öllum veruleika. Greiningarmaðurinn þekkir greinilega ekki vel til Exista og gerir sig þar að auki sekan um rangfærslur í útreikningum,“ segir Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Existu.

Gengi Existu og SPRON aldrei lægra

Gengi bréfa í Existu féll um 5,3 prósent og SPRON um tæp 3,5 prósent skömmu eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag en gengi félaganna hefur aldrei verið lægra. Fallið kemur í kjölfar greiningar sænska bankans Enskilda um finnska tryggingafélagið Sampo. Þar segir að eiginfjárstaða Existu sé verri en af sé látið. Nemi hún jafnvirði um 35 milljörðum króna og geti svo farið að félagið verði að losa um eignir, jafnvel með afslætti.

AppliCon kaupir sænskt ráðgjafarfyrirtæki

AppliCon AB í Svíþjóð, sem er í eigu Nýherja hf., skrifaði í dag undir samning um kaup á öllum hlutabréfum í sænska fyrirtækinu Marquardt & Partners AB. Kaupin eru í samræmi við þá stefnu AppliCon að útvíkka þjónustu sína á sviði hugbúnaðarlausna fyrir fjármálafyrirtæki í Norður-Evrópu.

Seðlabankarnir eru kjölfestan

Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, segir fjármálamarkaði víða um heim ganga í þessar mundir í gegnum harkalega leiðréttingu. Hann segir hræringarnar undanfarið minna fólk á að efnahagsástand í einu landi geti haft áhrif í öðru.

Hækkanir á mörkuðum í Asíu

Hlutbréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu töluvert í morgun í kjölfar ákvörðunnar Seðlabanka Bandaríkjanna í gær að lækka stýrivexti verulega.

Óvarlegt að draga of víðtækar ályktanir

Hlutabréfamarkaðir lækkuðu skarpt um heim allan í byrjun vikunnar. Sérfræðingur Kaupþings varar við of mikilli svartsýni, teikn séu á lofti um að botni kunni að vera náð.

Hráfæði og bjúgu geta farið saman

Sólveig Eiríksdóttir, athafnakona og einn eigenda Himneskrar hollustu, hefur verið hér fremst í flokki við að kynna og koma á framfæri heilsufæði hvers konar.

Japanar taka sprettinn

Hlutabréf tóku sprettinn upp á við eftir að viðskipti hófust í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag en Nikkei-hlutabréfavísitalan hækkaði um tæp 3,9 prósent í byrjun dags.

Vélmenni raðar lyfjum og sækir

Vélmenni afgreiðir í apótekinu sem hefur verið opnað í nýju verslunarmiðstöðinni í Holtagörðum í Reykjavík. Vélmennið sér um að skipuleggja og raða lyfjum inn á lager og sækir lyf fyrir lyfjafræðing og skilar til afgreiðslumanns á örskammri stundu.

Applerisinn féll á Wall Street

Gengi hlutabréfa í bandaríska tölvuframleiðandanum Apple féll um fimmtán prósent eftir að fyrirtækið birti uppgjörstölur sínar fyrir síðasta ársfjórðung á bandarískum hlutabréfamarkaði í kvöld.

Enn lækkar SPRON

Íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 0,77% í dag. Century Aluminum Company, móðurfélag Norðuráls, lækkaði mest, eða um 2,74%. FL Group hf lækkaði um 0,79%. Foroya Banki lækkaði um 0,36%. Icelandair Group hf lækkaði um 0,19% og Kaupþing banki hf. um 0,14%.

Viðsnúningur á hlutabréfamörkuðum

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum hækkaði um tæp fimm prósent í Kauphöll íslands í dag skömmu eftir að bandaríski seðlabankinn lækkaði óvænt stýri- og daglánavexti sína um 75 punkta.

Afkoma Bank of America dregst saman

Hagnaður bandaríska bankans Bank of America nam 268 milljónum dala, jafnvirði rúmum 17,6 milljörðum íslenskra króna, á síðasta fjórðungi nýliðins árs. Til samanburðar nam hagnaðurinn 5,26 milljörðum dala á sama tíma í hitteðfyrra. Þetta er 95 prósenta samdráttur á milli ára.

Sjá næstu 50 fréttir