Viðskipti erlent

Spilaði með fimmtíu milljarða evra

Franski verðbréfamiðlarinn Jerome Kerviel fjárfesti fyrir fimmtíu milljarða evra án leyfis áður en upp komst um verk mannsins. Kerviel er nú í haldi lögreglu en í dag gaf bankinn SocGen út yfirlýsingu þar sem greint er frá málavöxtum frá þeirra bæjardyrum séð.

Þá kemur fram að bankinn hafi komist að háttarlagi mannsins um síðustu helgi og að þrjá daga hafi tekið að vinda ofan af svikamyllunni. Þegar það var búið kom í ljós að Kerviel hafði tapað tæpum fimm milljörðum evra á æfingum sínum.

Margir sérfræðingar hafa lýst efasemdum sínum um það að einn maður hefði getað komist upp með svo stórfelld svik en upphæðin sem hann hafði fjárfest með án leyfis er hærri en sem nemur heildar þjóðarframleiðslu Marokkó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×