Fleiri fréttir

Rúm tvö ár horfin úr Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í SPRON féll um átta prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands í dag og fór í rétt tæpar sex krónur á hlut. Á eftir fylgdi Exista, sem féll um tæp 5,3 prósent.

Fall í Asíu en rólegt í Evrópu

Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu eru beggja vegna núllsins í dag þrátt fyrir mikið gengisfall í Asíu í morgun.

Nikkei niður fyrir 13000 stigin

Fjármálamarkaðir um alla Asíu héldu áfram að falla mikið í morgun annan dagsinn í röð. Nikkei-vísitalan í Japan fór niður fyrir 13.000 stig en það hefur ekki gerst í 26 mánuði. Í kauphöllinni í Bombay á Indlandi voru viðskipti stöðvuð í klukkutíma eftir að vísitalan þar féll um tæp 10%. Það eru rauðar tölur í öllum kauphöllum álfunnar í morgun þar á meðal kauphöllinni í Shanghai í Kína þar sem vísitalan féll um 7%. Á öðrum mörkuðum er fallið á bilinu 5 til 7%.

Fall við upphaf viðskiptadags í Japan

Hlutabréf tóku dýfu við upphaf viðskiptadagsins í kauphöllinni í Tókýó í Japan í morgun, um eittleytið að íslenskum tíma í nótt, en fjárfestar í Asíu óttast mjög áhrif af hugsanlegum samdrætti í Bandaríkjunum. Nikkei-hlutabréfavísitalan féll um rúm 4,5 prósent við upphaf dags en jafnaði sig nokkuð eftir því sem á leið.

SPRON lækkaði um tæp 10,6%

Það var eldrauður dagur í Kauphöllinni í dag og úrvalsvísitalan lækkaði um 4%. Sparisjóður Reykjavíkur og Nágrennis lækkaði mest, eða um 10,57. Atlantic Petroleum lækkaði um 7,86%. FL Group hf lækkaði um 6,15% og Exista lækkaði um 5,77%. Foroya Banki lækkaði minnst, eða um 5,74%. Ekkert fyrirtæki hækkaði í dag.

Hluthafafundur felldi tillögu Novator um breytingar á stjórn

Á hluthafafundi hjá fjarskiptafélaginu Elisa í Helsinki í dag bar Novator upp tillögu um breytingar á stjórn félagsins þannig að Orri Hauksson og Tómas Ottó Hansson tækju sæti í stjórn félagsins. Tillaga Novators um tvö stjórnarsæti var felld með 53% atkvæða, en 47% studdu tillöguna.

Kröfu Novators hafnað

Krafa Novators, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar, um að fá tvo menn í stjórn finnska fjarskiptafélagsins Elisa, náði ekki fram að ganga, á fjölmennum hluthafafundi sem haldinn var í dag.

Landsvirkjun segir arðsemi Kárahnjúkavirkjunar meiri en áður var talið

Ný endurskoðun arðsemismats vegna Kárahnjúkavirkjunar leiðir í ljós að arðsemin er meiri en fyrri athuganir hafa sýnt. Meginskýringin er sú að tekjur reiknast hærri en gert var ráð fyrir og vegur þar þyngst hærra álverð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun, sem hefur uppfært arðsemismat vegna Kárahnjúkavirkjunar, sem stuðst var við þegar ákvörðun var tekin í árslok 2002.

Viðskiptaráðuneytið styrkir rannsóknir á áhrifum erlendra mynta

Viðskiptaráðuneytið hefur ákveðið að styrkja Rannsóknastofnun í Fjármálum við Háskólann í Reykjavík, Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík, Evrópufræðasetur Háskólans á Bifröst og Rannsóknarsetur verslunarinnar við Háskólann á Bifröst til rannsókna á áhrifum aukinnar notkunar erlendra mynta á vörumarkað, fjármálamarkað og samfélag á Íslandi almennt.

Evrópa fellur

Skellur hefur verið á hlutabréfamörkuðum víða um heim í dag, þar á meðal í Kauphöllinni. Gengi bréfa í SPRON og FL Group hefur fallið um á milli sjö til átta prósent. Stórar eignir FL Group og Existu erlendis hafa fallið um allt að átta prósent.

Gengi FL Group undir 10

Gengi FL Group fór nú um hádegið undir 10 í fyrsta sinn síðan 22. október 2004 og stóð í 9,90. Gengið hafði lækkað um rétt 7,74% frá því að markaðir opnuðu í morgun.

Eimskip veitir Akkerisstyrkinn

Eimskip hefur veitt fjórum nemendum Fjöltækniskólans Akkerisstyrkinn fyrir árið 2008. Eimskip greiðir nokkrum útvöldum nemendum skólans, á vélstjórnar- og skipstjórnarsviðum, svokallaðan Akkerisstyrk, á ári hverju.

Verulega dregur úr umsvifum á fasteignamarkaði

Verulega hefur dregið úr umsvifum á fasteignamarkaði undanfarnar vikur. Erfitt aðgengi að lánsfjármagni og tregða bankanna til að lána til húsnæðiskaupa auk hárra vaxta eru að öllum líkindum þar helstu áhrifaþættir.

Novator skautar á hluthafafund Elisu

Í dag ræðst hvort Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, fái tvo menn í stjórn finnska fjarskiptafyrirtækisins Elisa. Hluthafafundur sem boðað var til að kröfu Novators verður haldinn í skautahöllinni í Helsinki í dag. Reiknað hefur verið með því að hundruð mæti til fundarins, en hluthafar í Elisa eru yfir 230 þúsund.

Hlutur FL Group í Commerzbank er 1,15%

FL Group hefur minnkað hlut sinn í þýska bankanum Commerzbank. Í ljósi lækkunar hlutabréfa í Commerzbank undanfarna daga hefur FL Group ákveðið að upplýsa um núverandi eignarhlut sinn í bankanum sem er um 1,15% (18. janúar 2008).

Kínverskir fjárfestar í Nyhedsavisen

Það eru kínverskir fjárfestar sem standa á bakvið Morten Lund í kaupum hans á fríblaðinu Nyhedsavisen. Þetta hefur Jyllands Posten eftir fleiri en einum heimildarmanni á vefsíðu sinni í morgun. Ekki er vitað um hvort einn eða fleiri kínverskir fjárfestar séu með Morten í kaupunum.

Fall á erlendum hlutabréfamörkuðum

Gengisfall hefur verið á evrópskum hlutabréfamörkuðum frá upphafi viðskiptadagsins í dag. Ótti fjárfesta um yfirvofandi samdráttarskeið og efnahagskreppu fékk byr undir báða vængi í morgun þegar Nikkei-vísitalan féll um tæp fjögur prósent.

Nova kærir Símann til Samkeppnisráðs

Nova ehf. hefur lagt fram kæru til Samkeppniseftirlitsins á hendur Símanum hf. fyrir ólögmæta misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Teymi leiddi hækkun dagsins

Gengi hlutabréfa í Teymi hækkaði mest skráðra félaga í Kauphöll Íslands í dag, eða um 2,03 prósent. Það er jafnframt eina félagið sem hefur hækkað á árinu. Á eftir fylgdu Flaga, sem hefur fallið í vikunni, Exista og Eimskipafélagið en gengi þeirra hækkaði um rúmt prósent.

Deildarstjóri Matís varði doktorsverkefni í iðnaðarverkfræði

Sveinn Margeirsson, deildarstjóri hjá Matís, varði doktorsverkefni sitt í iðnaðarverkfræði við verkfræðideild Háskóla Íslands í dag. Verkefnið, sem nefnist Vinnsluspá þorskafla, fjallar um hvernig hægt er að hámarka afrakstur fiskveiða.

Teymi hækkaði mest í dag

Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 0,2% í dag. Mest voru viðskiptin með bréf í Kaupþingi. Það var hins vegar Teymi hf sem hækkaði mest eða um 2,03%. Flaga hækkaði um 1,85% og Exista hækkaði um 1,36%. Century Alumninum Company, móðurfélag Norðuráls, lækkaði hins vegar mest, eða um 8,47%. Atlantic Petroleum lækkaði um 4,05% og Foroyja Banki lækkaði um 1,33%.

Dögg Pálsdóttir segir of snemmt að fagna

„Ég er mjög ánægð en bíð með að fagna þar til hæstiréttur hefur staðfest þessa niðurstöðu,“ segir Dögg Pálsdóttir varaþingmaður og hæstaréttarlögmaður um niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur.

Dögg vann í héraðsdómi

Dómur hefur verið kveðinn upp í máli Saga Capital gegn Insolidum, fyrirtæki í eigu Daggar Pálsdóttur lögfræðings og varaþingmanns. Kröfu gerðarbeiðanda var hafnað. Saga Capital gerði kröfu um að fyrirtækið fengi öll umráð yfir Insolidum en dómari féllst ekki á þá kröfu og var málskostnaður felldur niður.

Salan á hlut sænska ríkisins í Nordea frestast

Kreppan á fjármálamörkuðum heimsins gerir það að verkum að salan á tæplega 20% hlut sænska ríkisins í stórbankanum Nordea frestast. Og raunar eru líkur á að við núverandi stöðu muni sænska hægristjórnin falla á tíma með söluna.

Zimbabvebúar fá tugmilljónadalaseðilinn

Seðlabanki Afríkuríkisins Zimbabve hefur undanfarið brugðist við ógnarhárri verðbólgu með prentun og útgáfu nýrra peningaseðla. Seðlarnir hlaupa á milljónum Zimbabve-dala og var tíu milljónadalaseðillinn settur í umferð í dag.

Actavis kaupir lyfjaverksmiðju á Ítalíu

Actavis hefur samið við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á lyfjaverksmiðju sem sérhæfð er í framleiðslu krabbameinslyfja. Í tilkynningu frá félaginu segir að verksmiðjan sé staðsett í bænum Nerviano, um 30 km frá Mílanó á Ítalíu, verksmiðjusvæðið er um 300,000 fermetrar og fastir starfsmenn um 340 talsins. Að auki hefur Actavis samið til nokkurra ára um framleiðslu á krabbameinslyfjum fyrir Pfizer.

Teymi og Bakkavör ein á uppleið

Gengi bréfa í Teymi og Bakkavör var það eina sem hækkaði í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands. Félögin eru jafnframt þau einu sem greiningardeild Glitnis mælti með að fjárfestar keyptu í vikunni.

Danski auðjöfurinn Morten Lund elskar íslendinga

Danski auðjöfurinn Morten Lund er undrabarn í viðskiptum. Þrátt fyrir ungan aldur er hann einn ríkasti maður Danmerkur. Þessi 34 ára gamli viðskiptamaður hagnaðist gríðarlega þegar hann stofnaði hinn svokallaða Skype síma á netinu.

Lækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum

Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á hlutabréfamörkuðum í Evrópu þrátt fyrir hækkun á asískum mörkuðum. Útlitið var hins vegar ekki bjart framanaf í Japan en Nikkei-vísitalan féll um tæp þrjú prósent við upphaf viðskiptadagsins og virtust asískir markaðir almennt á niðurleið.

FL Group tók flugið

Gengi hlutabréfa í FL Group hækkaði mest skráðra félaga í Kauphöll Íslands í dag, eða um 3,33 prósent. Gengið í enda viðskiptadagsins í 10,85 krónum á hlut og hefur það fallið um rúm 25 prósent frá áramótum.

Gengi FL Group hefur hækkað um 4,57% í dag

Úrvalsvísitalan í Kauphöll Íslands hefur hækkað um 1,4% frá opnun markaða í morgun og hefur gengi FL Group hækkað mest, eða um 4,57%. Gengi bréfa í Bakkavör Group hefur hækkað um 1,92%.

Tap Merrill Lynch meira en spáð var

Bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch skilaði tapi upp á 9,83 milljarða dala, jafnvirði 642 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi síðasta árs samanborið við 2,35 milljarða dala hagnað árið á undan. Langmestu munar um 15 milljarða dala afskriftir á skuldabréfavöndlum og verðbréfum sem tengjast bandarískum undirmálslánum.

Nýr forstjóri yfir Carnegie

Mikael Ericson hefur verið ráðinn forstjóri sænska fjárfestingarbankans Carnegie og mun hann taka við starfinu eigi síðar en í júlí í sumar. Bankinn lenti í miklum vandræðum í fyrrahaust þegar rannsókn efnahagsbrotayfirvalda leiddi til þess að fyrrum yfirmaður hans var dæmdur í hálfs árs fangelsi vegna innherjasvika. Maðurinn mun hafa gefið vini sínum trúnaðarupplýsingar um að góðar fréttir væru á leiðinni frá einu félagi í sænsku kauphöllinni og hagnaðist sá um tæplega 5 milljónir króna á þeim.

Glitnir með góða lausafjárstöðu

Glitnir er í góðri stöðu með yfir 6 milljarða evra í lausafé eða um 550 milljarða króna og endurfjármögnunarþörf móðurfélags um 2,5 milljarða evra og 1 milljarð evra hjá dótturfélagi Glitnis í Noregi.

Góð jól hjá HMV

Breska bóka- og tónlistarverslunin HMV átti góð jól, að sögn stjórnenda hennar en salan jókst um 9,4 prósent á milli ára í desember. Þetta er nokkuð annað hljóð en hjá öðrum verslunum í Bretlandi en í heildina talið dróst velta saman á milli ára.

Sjá næstu 50 fréttir