Viðskipti innlent

Hluthafafundur felldi tillögu Novator um breytingar á stjórn

Á hluthafafundi hjá fjarskiptafélaginu Elisa í Helsinki í dag bar Novator upp tillögu um breytingar á stjórn félagsins þannig að Orri Hauksson og Tómas Ottó Hansson tækju sæti í stjórn félagsins. Tillaga Novators um tvö stjórnarsæti var felld með 53% atkvæða, en 47% studdu tillöguna.

Niðurstaðan kom Björgólfi Thor Björgófssyni, eiganda Novator ekki á óvart. " Hins vegar erum við undrandi á að finnskir fjárfestar vilji standa í vegi fyrir því að langstærsti hluthafi í félaginu, með 47% atkvæða á bak við sig, eigi sæti í stjórn þess," segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×