Viðskipti erlent

Var Nyhedsavisen selt á eina danska krónu?

Jyllandsposten, stærsta dagblað Danmerkur, telur að Morten Lund hafi keypt hið íslenskættaða Nyhedsavisen á aðeins eina krónu-danska.

Segir í blaðinu að fleiri fjárfestum hefði verið boðið að kaupa útgáfuna á eina krónu. Haft er eftir fleiri heimildarmönnum að í stað þessa útsöluverðs á útgáfunni átti að gera samning þar sem Baugur Group fengi óþekkt hlutfall af tekjum blaðsins þegar og ef rekstur þess skilaði hagnaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×