Viðskipti erlent

Nikkei niður fyrir 13000 stigin

Nikkei féll í nótt.
Nikkei féll í nótt.
Fjármálamarkaðir um alla Asíu héldu áfram að falla mikið í morgun annan dagsinn í röð. Nikkei-vísitalan í Japan fór niður fyrir 13.000 stig en það hefur ekki gerst í 26 mánuði. Í kauphöllinni í Bombay á Indlandi voru viðskipti stöðvuð í klukkutíma eftir að vísitalan þar féll um tæp 10%. Það eru rauðar tölur í öllum kauphöllum álfunnar í morgun þar á meðal kauphöllinni í Shanghai í Kína þar sem vísitalan féll um 7%. Á öðrum mörkuðum er fallið á bilinu 5 til 7%.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×