Viðskipti innlent

Eimskip veitir Akkerisstyrkinn

Eimskip hefur veitt fjórum nemendum Fjöltækniskólans Akkerisstyrkinn fyrir árið 2008. Eimskip greiðir nokkrum útvöldum nemendum skólans, á vélstjórnar- og skipstjórnarsviðum, svokallaðan Akkerisstyrk, á ári hverju.

Styrkurinn er hugsaður til að mæta kostnaði nemenda við skólagjöld, bókakaup og annan kostnað. Auk styrksins mun þessum nemendum bjóðast störf hjá Eimskip bæði á sumrin svo og að námi loknu. Það eru sviðsstjórar skólans sem tilnefndu nemendur til styrksins og er meðal annars litið til námsárangurs nemenda og færni.

 

Þeir sem fengu styrkinn að þessu sinni eru: Níels Breiðfjörð og Páll Svavar Helgason af vélstjórnarsviði og Gísli Bjarnason og Brynjar Smári Unnarsson af skipstjórnarsviði






Fleiri fréttir

Sjá meira


×