Viðskipti innlent

Gengi FL Group hefur hækkað um 4,57% í dag

Jón Sigurðsson forstjóri FL Group.
Jón Sigurðsson forstjóri FL Group.

Úrvalsvísitalan í Kauphöll Íslands hefur hækkað um 1,4% frá opnun markaða í morgun og hefur gengi FL Group hækkað mest, eða um 4,57%. Gengi bréfa í Bakkavör Group hefur hækkað um 1,92%. Gengi bréfa í Kaupþingi hefur hækkað um 1,9% og gengi bréfa í Century Alumnium Company, móðurfélagi Norðuráls, hefur hækkað um 1,76%. Þá hefur gengi bréfa í Landsbanka Íslands hækkað um 1,58%. Atlantic Petroleum hefur lækkað um 1,08% og Eimskipafélag Íslands hefur lækkað um 0,79%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×