Viðskipti innlent

Glitnir með góða lausafjárstöðu

Glitnir er í góðri stöðu með yfir 6 milljarða evra í lausafé eða um 550 milljarða króna og endurfjármögnunarþörf móðurfélags um 2,5 milljarða evra og 1 milljarð evra hjá dótturfélagi Glitnis í Noregi.

Þetta segir í tilkynningu til kauphallarinnar. Ákvörðun Seðlabankans fyrr í vikunni um að rýmka reglur um veð í viðskiptum við bankann, mun hafa enn frekari jákvæð áhrif á lausafjárstöðu Glitnis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×