Danski auðjöfurinn Morten Lund elskar íslendinga Breki Logason skrifar 18. janúar 2008 10:06 Morten Lund talar vel um Baugsmenn á blogginu sínu. Danski auðjöfurinn Morten Lund er undrabarn í viðskiptum. Þrátt fyrir ungan aldur er hann einn ríkasti maður Danmerkur. Þessi 34 ára gamli viðskiptamaður hagnaðist gríðarlega þegar hann stofnaði hinn svokallaða Skype síma á netinu. Morten á íslenska konu. Hann giftist Hlín Schow Mogensdóttur árið 1998 og nú hefur hann stofnað til annarskonar sambands við íslendinga. Það samband er byggt á viðskiptalegum grunni. Í vikunni keypti hann nefnilega 51% í íslenska fríblaðinu Nyhedsavisen í heimalandi sínu. Það er greinilegt að Morten er ánægður með þessa nýju fjárfestingu sína og talar vel um þá sem fengu hann með sér í fríblaðareksturinn. Þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar danskra handboltamanna síðustu daga þá virðist Morten Lund vera undantekningin frá löndum sínum. Á bloggsíðu sinni sem ber heitið, "Þetta snýst allt um heppni", er hann að tala um þessa nýjustu fjárfestingu sína. „Ferðin mín til Íslands um síðustu helgi var mjög góð. Ég dáist svo af þessum Baugsmönnum, þeir áttu ekkert fyrir 17 árum en eiga nú 10.000 smásöluverslanir um allan heim - og það er áhætta!!!. Þeir eru með stórt undir sér (fyrirgefðu Þórdís) og þeir tala ekki tóma tjöru - ólíkt mörgum peningamönnum af gamla skólanum sem ég hitti reglulega. Undanfarið hef ég rætt við 10-15 þannig fjárfesta sem höfðu sýnt áhuga að koma með í þetta - en þeir voru allir - "uhh en þetta er áhætta…." - Já það er satt!!." Greinilegt er að Morten hefur mikla trú á Baugsmönnum og virðist gríðarlega spenntur yfir fjárfestingunni en hann segir forsenduna fyrir gróða vera áhættu. „Heppni og tímasetning skiptir síðan öllu máli." Markmið Mortens með kaupunum eru greinilega skýr og ekkert launungarmál. „Við erum í þessu til þess að græða peninga - bara svo þið vitið það" Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Danski auðjöfurinn Morten Lund er undrabarn í viðskiptum. Þrátt fyrir ungan aldur er hann einn ríkasti maður Danmerkur. Þessi 34 ára gamli viðskiptamaður hagnaðist gríðarlega þegar hann stofnaði hinn svokallaða Skype síma á netinu. Morten á íslenska konu. Hann giftist Hlín Schow Mogensdóttur árið 1998 og nú hefur hann stofnað til annarskonar sambands við íslendinga. Það samband er byggt á viðskiptalegum grunni. Í vikunni keypti hann nefnilega 51% í íslenska fríblaðinu Nyhedsavisen í heimalandi sínu. Það er greinilegt að Morten er ánægður með þessa nýju fjárfestingu sína og talar vel um þá sem fengu hann með sér í fríblaðareksturinn. Þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar danskra handboltamanna síðustu daga þá virðist Morten Lund vera undantekningin frá löndum sínum. Á bloggsíðu sinni sem ber heitið, "Þetta snýst allt um heppni", er hann að tala um þessa nýjustu fjárfestingu sína. „Ferðin mín til Íslands um síðustu helgi var mjög góð. Ég dáist svo af þessum Baugsmönnum, þeir áttu ekkert fyrir 17 árum en eiga nú 10.000 smásöluverslanir um allan heim - og það er áhætta!!!. Þeir eru með stórt undir sér (fyrirgefðu Þórdís) og þeir tala ekki tóma tjöru - ólíkt mörgum peningamönnum af gamla skólanum sem ég hitti reglulega. Undanfarið hef ég rætt við 10-15 þannig fjárfesta sem höfðu sýnt áhuga að koma með í þetta - en þeir voru allir - "uhh en þetta er áhætta…." - Já það er satt!!." Greinilegt er að Morten hefur mikla trú á Baugsmönnum og virðist gríðarlega spenntur yfir fjárfestingunni en hann segir forsenduna fyrir gróða vera áhættu. „Heppni og tímasetning skiptir síðan öllu máli." Markmið Mortens með kaupunum eru greinilega skýr og ekkert launungarmál. „Við erum í þessu til þess að græða peninga - bara svo þið vitið það"
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira