Viðskipti innlent

Vikan byrjar í mínus í kauphöllinni

Úrvalsvísitalan hefur fallið um 1,95% í fyrstu viðskiptum dagsins í kauphöllinni. Stendur vísitalan nú í 5.423 stigum.

Ekkert félag hefur hækkað en mest hefur lækkunin orðið hjá Atlantic petroleum eða 7,3%, Exista hefur lækkað um 3,7% og Kaupþing hefur lækkað um 3,3%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×