Viðskipti innlent

Viðskiptaráðuneytið styrkir rannsóknir á áhrifum erlendra mynta

Rannsaka á áhrif erlendra mynda á vörumarkað, fjármálamarkað og samfélag á Íslandi almennt.
Rannsaka á áhrif erlendra mynda á vörumarkað, fjármálamarkað og samfélag á Íslandi almennt.

Viðskiptaráðuneytið hefur ákveðið að styrkja Rannsóknastofnun í Fjármálum við Háskólann í Reykjavík, Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík, Evrópufræðasetur Háskólans á Bifröst og Rannsóknarsetur verslunarinnar við Háskólann á Bifröst til rannsókna á áhrifum aukinnar notkunar erlendra mynta á vörumarkað, fjármálamarkað og samfélag á Íslandi almennt.

Ennfremur er fyrirhugað að skoða áhrif mismunandi tenginga við evru á ofangreinda þætti. Meginspurningarnar eru tvær: 1) hvort á Íslandi sé að verða til fjölmyntasamfélag og hvaða áhrif það hefur á markaði og samfélag og 2) hvaða afleiðingar ólíkar tengingar við evru hafa á íslenskan fjármálamarkað og fjármálastöðugleika.

Fyrirhugað er að niðurstöður liggi fyrir í ágúst 2008 í formi skýrslna og/eða rannsóknaritgerða og verði kynntar opinberlega í kjölfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×