Viðskipti erlent

Örlög Northern Rock ráðast á mánudaginn

Hræddir sparifjáreigendur gerðu áhlaup á Nortern Rock á síðasta ári.
Hræddir sparifjáreigendur gerðu áhlaup á Nortern Rock á síðasta ári.

Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, mun gefa út yfirlýsingu í breska þinginu á mánudaginn um aðgerðir stjórnvalda vegna bankans Northern Rock.

Bankinn hefur frá því síðasta haust átt í miklum fjármálaerfiðleikum og rambar á barmi gjaldþrots. Skiptar skoðanir hafa verið uppi hvort breska ríkið eigi að hlaupa undir bagga eða hvort kalla eigi eftir einkafjárfestum til að bjarga bankanum.

Bankinn var við það að fara á hausinn vegna fasteignahrunsins í Bandaríkjunum, en breska ríkisstjórnin ábyrgðist innistæður viðskiptavina hans, til þess að létta af hon um áhlaupi hræddra sparifjáreigenda.

Gordon Brown, forsætisráðherrra Bretlands, sagðist á blaðamannafundi í morgun geta staðfest að viðræður hefðu verið í gangi milli breskra stjórnvalda og fjárfesta en vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×