Viðskipti innlent

Hlutur FL Group í Commerzbank er 1,15%

FL Group hefur minnkað hlut sinn í þýska bankanum Commerzbank. Í ljósi lækkunar hlutabréfa í Commerzbank undanfarna daga hefur FL Group ákveðið að upplýsa um núverandi eignarhlut sinn í bankanum sem er um 1,15% (18. janúar 2008).

Þann 15. janúar síðastliðinn tilkynnti FL Group um sölu á hlut í bankanum og nam eignarhluturinn þá um 2,1% og var hann 2,9% um áramót.

 

 

Sala hlutar FL Group í bankanum er hluti af reglulegu mati félagsins á eignum sem ekki falla undir kjarnafjárfestingar en eignarhlutur í Commerzbank fellur undir Capital markets svið félagsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×