Viðskipti innlent

Verulega dregur úr umsvifum á fasteignamarkaði

Verulega hefur dregið úr umsvifum á fasteignamarkaði undanfarnar vikur. Erfitt aðgengi að lánsfjármagni og tregða bankanna til að lána til húsnæðiskaupa auk hárra vaxta eru að öllum líkindum þar helstu áhrifaþættir.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningr Glitnis. Þar segir að áhrifa nýafstaðinna hátíða gætir þó vafalítið enn, en almennt dregur verulega úr viðskiptum á fasteignamarkaði frá miðjum desember og fram í miðjan janúar.

Dagana 11. - 17. janúar var 63 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu en 105 samningum hefur að meðaltali verið þinglýst í viku hverri frá desemberbyrjun. Það er um 14% færri samningar en var þinglýst á sama tímabili í viku hverri fyrir ári.

Mikið hefur hægt á veltu á fasteignamarkaði, mældri sem fjölda þinglýstra kaupsamninga, frá því þegar best lét á síðasta ári. Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu, mælt sem tólf vikna meðaltal, hefur fækkað hratt frá því í júlí þegar þeir voru 230 en eru nú tæplega 100 samningum færri á viku eða 136.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×