Viðskipti erlent

Kínverskir fjárfestar í Nyhedsavisen

Morten Lund er 34 ára gamall og einn ríkasti maður Danmerkur. Hann hagnaðist gríðarlega þegar hann stofnaði Skype símann á netinu.
Morten Lund er 34 ára gamall og einn ríkasti maður Danmerkur. Hann hagnaðist gríðarlega þegar hann stofnaði Skype símann á netinu.

Það eru kínverskir fjárfestar sem standa á bakvið Morten Lund í kaupum hans á fríblaðinu Nyhedsavisen. Þetta hefur Jyllands Posten eftir fleiri en einum heimildarmanni á vefsíðu sinni í morgun.

Ekki er vitað um hvort einn eða fleiri kínverskir fjárfestar séu með Morten í kaupunum. Auk þeirra mun netfyrirtækið Freeway taka þátt í kaupunum en framtíðatstefnan er að byggja upp netsíðu Nyhedasvisen. Morten er vel kunnur í Kína og var meðal þeirra sem stofnuðu fjárfestignasjóðinn Chinese Property fyrir tveimur árum síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×