Viðskipti innlent

Yfirtakan á Close Brothers sögð vera í höfn

Yfirtaka Landsbankans og Cenkos Securities á bankanum Close Brothers er sögð vera svo gott sem í höfn. Þetta kemur fram í grein í breska blaðinu Daily Telegraph í dag.

Samkvæmt blaðinu hafa aðilar komið sér saman um verðið á hinum 130 ára gamla Close Brothers og liggur það á bilinu 10 til 10.25 pund á hlut. Jafnvel er talið að tilkynnt verði um yfirtökuna þegar í þessari viku.

Það flækir þó stöðuna aðeins að bandaríska fjárfestingarfélagið Blackstone ku enn hafa áhuga á að kaupa Close Brothers. Hinsvegar eru viðræður Landsbankans og Cenkos við eigendur Close Brothers mun lengra á veg komnar en viðræður Blackstone.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×