Viðskipti innlent

Rúm tvö ár horfin úr Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í SPRON féll um átta prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands í dag og fór í rétt tæpar sex krónur á hlut. Á eftir fylgdi Exista, sem féll um tæp 5,3 prósent.

Á eftir fylgdi gengi bréfa í bönkum og fjármálafyrirtækjum. Þetta er svipuð þróun og í Asíu og Evrópu í dag.

Úrvalsvísitalan féll um 2,17 prósent og fór vísitalan í rétt rúm 5.200 stig en hún hefur ekki verið lægri síðan snemma í desembermánuði árið 2005.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×