Fleiri fréttir Skeljungur ekki seldur fyrr en eftir mánuð Skeljungur verður ekki seldur fyrr en eftir mánuð í fyrsta lagi. Nú stendur yfir áreiðanleikakönnun á félaginu og er ekki búist við að henni ljúki fyrr en eftir þrjár vikur. Þá fyrst munu eigendur félagsins setjast niður með mögulegum kaupendum. 31.10.2007 22:35 Hækkun á Wall Street Verð á hlutabréfum á Wall Street hækkaði í dag í kjölfar þess að seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýrivexti sína. Dow Jones vísitalan hafði hækkað um 130 stig við lokun markaða í kvöld. 31.10.2007 21:46 Stýrivextir lækka í Bandaríkjunum Bankastjórn bandaríska seðlabankans ákvað í dag að lækka stýrivexti um 25 punkta og fara vextirnir því úr 4,75 prósentum í 4,5 prósent. Flestir höfðu reiknað með þessari niðurstöðu en útilokuðu þó ekki 50 punkta vaxtalækkun vegna aðstæðna í bandarísku efnahagslífi. 31.10.2007 18:28 Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,11 prósent Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,11 prósent í kauphöllinni í dag. Mest hækkuðu bréf í FL Group um 1,01 prósent. 31.10.2007 16:39 Gengi Google aldrei hærra Gengi hlutabréfa í netleitarrisanum Google fór yfir 700 dali á hlut í dag en þetta mun vera í fyrsta sinn síðan fyrirtækið var skráð á hlutabréfamarkað um mitt ár 2004 sem gengið hefur farið svo hátt. 31.10.2007 14:45 Íslendingar koma að byggingu risaturna í Kaupmannahöfn Fasteignaþróunarfélagið Sjælsö Gruppen greindi í morgun frá áformum sínum um smíði tveggja risaturna í Kaupmannahöfn. Tveir íslenskir aðilar eiga aðild að verkefninu þar á meðal Samson Properties, eignarhaldsfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar. 31.10.2007 14:36 Mannabreytingar hjá Securitas Miklar skipulagsbreytingar standa nú yfir hjá Securitas og hafa þrír nýir framkvæmdastjórar tekið við störfum hjá fyrirtækinu að undanförnu. 31.10.2007 14:19 Hagvöxtur í Bandaríkjunum umfram spár Hagvöxtur í Bandaríkjunum mældist 3,9 prósent á þriðja ársfjórðungi samanborið við 3,8 prósent á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt útreikningum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er nokkuð meiri hagvöxtur en reiknað hafði verið með á fjórðungnum sem einkennst hefur á þrengingum á bandarískum fasteignamarkaði og lausafjárkrísu á fjármálamörkuðum. 31.10.2007 13:21 Norvík kaupir sögunarmyllu í Suður - Svíþjóð Norvík hf., móður félag Byko, hefur keypt allt hlutafé í Jarl Timber, sem rekur sögunarmyllu í Suður - Svíþjóð. Norvík mun yfirtaka reksturinn 1. nóvember 2007. 31.10.2007 12:34 Tap Teymis tæpir 1,2 milljarðar króna Teymi tapaði 1.187 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi. Hagnaðurinn á níu fyrstu níu mánuðum ársins nam hins vegar 1.575 milljónum króna. 31.10.2007 12:04 Húsnæðislán bankanna dragast saman Töluvert hefur dregið úr húsnæðislánum viðskiptabankanna á síðustu mánuðum og rekur greiningardeild Glitnis það til hækkun vaxta á húsnæðislánum um mánaðamótin júlí og ágúst. 31.10.2007 11:43 Mestar líkur á óbreyttum stýrivöxtum Greiningardeild Glitnis telur líkur á því að Seðlabankinn ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 13,3 prósentum á vaxtaákvörðunarfundi bankans á morgun og muni hugsanlega ekki hefja lækkanaferli fyrr en á öðrum fjórðungi á næsta ári. 31.10.2007 11:36 Óbreyttir stýrivextir í Japan Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum. Bankinn segir ennfremur í endurskoðaði hagspá sinni fyrir árið að hagvöxtu verði um 1,8 prósent í stað 2,1 eins og fyrri spá hljóðaði upp á. Hann telur að á næsta ári muni blása byrlega og muni hagvöxtur nema 2,1 prósenti. 31.10.2007 11:20 Úrvalsvísitalan lækkar Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,18 prósent við opnun markaða í kauphöllinni í morgun. Mesta hafa hlutabréf í Atlantic Petroleum lækkað eða um 2,39 prósent. 31.10.2007 10:28 Færeyingar efstir og neðstir Gengi færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum hefur lækkað um 2,39 prósent eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag en þetta er mesta lækkun dagsins. Gengi félagsins hefur rokið upp um l80 prósent síðan það féll í óróleika á fjármálamörkuðum í ágúst og stendur nú nálægt sínu hæsta gildi, sem náðist í gær. Á sama tíma hefur gengi Föroya banka hækkað mest í dag. 31.10.2007 10:14 Andrew Bernhardt framkvæmdastjóri Lánasviðs Straums Andrew Bernhardt tekur við starfi framkvæmdastjóra Lánasviðs Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka hf. Andrew tekur jafnframt sæti í framkvæmdastjórn bankans. 31.10.2007 10:07 Enn lækkar dollarinn Gengi bandaríkjadals fór enn á ný í lægstu lægðir gagnvart breska pundinu í dag en 2,0727 dalir fást nú fyrir hvert pund. Bilið hefur aukist hratt síðustu daga og hefur ekki verið meira síðan um mitt sumar 1981. 31.10.2007 09:24 Hagnaður Deutsche Bank jókst um 31 prósent Hagnaður Deutsche Bank nam 1,62 milljörðum evra, jafnvirði tæplega 141 milljarðs króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 1,24 milljarða á sama tíma í fyrra. Þetta er 31 prósents hækkun á milli ára og nokkuð yfir væntingum. Inn í afkomutölurnar koma endurgreiddir skattar og hagnaður af sölu eigna sem vegur upp á móti fyrsta tapi af fjárfestingum bankans í heil fimm ár. 31.10.2007 09:15 Hlutabréf í Fujifilm fyrirtækinu hækkuðu Hlutabréf í Fujifilm fyrirtækinu hækkuðu við lokun markaðar í Japan í morgun. Markaðurinn var hinsvegar með rólegra móti. Stutt er í að seðlabankinn í Japan taki ákvörðun um stýrivaxtahækkun og ljóst að fjárfestar halda að sér höndum þangað til. Verðlækkun á olíumarkaði kom sér illa fyrir olíufyrirtæki eins og Inpex Holdings og stærstu hluthafa þess fyrirtækis. 31.10.2007 08:23 Hafa keypt fyrirtæki upp á 544 milljarða Viðskiptabankarnir þrír hafa eytt sem svarar 544 milljörðum króna í helstu fyrirtækjakaup og samruna í útlöndum. Kaupþing á 78 prósent upphæðarinnar. 31.10.2007 07:00 Danskur lífeyrissjóður kaupir hlut í Össuri Hlutafjárútboði Össurar þar sem safnað var 60 milljónum dala lauk á nokkrum klukkustundum í gær. 31.10.2007 05:45 Ólíkar leiðir bankanna í alþjóðavæðingu Kaupþing nýtur forskots og áræðis í samanburði á vexti viðskiptabankanna þriggja utan landsteinanna. Óli Kristján Ármannsson kynnti sér útrás bankanna. Í ljós kemur að Landsbankinn hefur fetað svipaða slóð og Kaupþing en tekið smærri skref enn sem komið er og er skemmra á veg kominn. Leið Glitnis hefur hins vegar verið önnur og nýtur hann nokkurrar sérstöðu með aðferð syllumarkaðssetningar. 31.10.2007 04:00 Gósentíð fyrir íslenska listamenn Velmegun og aukinn listáhugi landans hefur þrýst verði íslenskra verka upp á skömmum tíma. Bragi Guðlaugsson listaverkasafnari hefur notið góðs af því, rétt eins og listamennirnir sjálfir. 31.10.2007 00:01 Keppnisíþrótt bankamanna Landsbankinn Kepler í Frakklandi hefur greinilega á að skipa úrvalsfólki. Greiningardeild bankans lenti í öðru sæti í vali á bestu greiningaraðilum Frakklands milli áranna 2006 og 2007. Verðlaunin voru fyrir árangur í vali á hlutabréfum og spá um hagnað 31.10.2007 00:01 Rektor í fjárfestingar Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, hefur nú stofnað fjárfestingafélag með 61 milljónar króna höfuðstól. Ætlar rektor greinilega að fjárfesta í fleiru en menntun ungra nemenda með starfi sínu í HR. 31.10.2007 00:01 Lausn fyrir leiðindapúka Í nútímasamfélagi má finna lausn á öllum sköpuðum hlutum. Meira að segja því að vera drepleiðinlegur frá náttúrunnar hendi. Stjórnendur og aðrir þeir sem eiga við þetta hvimleiða vandamál að stríða geta skráð sig á námskeið hjá Stjórnunarfélagi Íslands sem hin drepfyndna Edda Björgvinsdóttir stendur fyrir. 31.10.2007 00:01 Fjárfestar bíða ákvörðunar bandaríska seðlabankans Gengi helstu hlutabréfavísitalna lækkaði er nær dró lokun viðskipta á bandarískum fjármálamörkuðum í dag. Nokkrir þættir skýra lækkunina en fjáfestar þykja bjartsýnir á að bankastjórn seðlabanka Bandaríkjanna tilkynni um 25 punkta lækkun stýrivaxta á morgun að loknum tveggja daga vaxtaákvörðunarfundi, sem hófst í dag. 30.10.2007 20:34 Hagar hagnast um rúmar 700 milljónir Hagnaður Haga, sem rekur meðal annars verslanir Bónuss, Hagkaupa og 10-11, á tímabilinu 1. mars til 31. ágúst nam 715 milljónum samkvæmt uppgjöri sem birt er á vef Kauphallar Íslands. 30.10.2007 16:30 Lækkanir í Kauphöllinni í dag Segja má að dagurinn hafi verið rauður í Kauphöll Íslands í dag því flest fyrirtækin lækkuðu á markaði. 30.10.2007 16:19 Kaupþing spáir aukinni verðbólgu og óbreyttum vöxtum Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,2 prósent á milli mánaða í nóvember. Gangi það eftir hækkar verðbólga úr 4,5 prósentum nú í 4,7 prósent. Kaupþing spáir því að seðlabankinn muni halda stýrivöxtum óbreyttum í 13,3 prósentum á fimmtudag. 30.10.2007 15:57 Pundið nálægt hæstu hæðum gagnvart bandaríkjadal Gengi breska sterlingpundsins fór í hæstu hæðir gagnvart bandaríkjadal á mörkuðum í dag en 2,066 dalir fengust fyrir hvert pund. Dollarinn hefur ekki verið ódýrari síðan um mitt sumar árið 1981. 30.10.2007 15:29 Skype farsími býður upp á frí símtöl Farsímaframleiðandinn 3 hefur sett nýjan farsíma á markað sem leyfir notendum að hringja frítt á internetinu í gegnum internetsímafyrirtækið Skype. Notendur munu einnig geta notað textaþjónustu Skype. 30.10.2007 15:19 Fyrsta pöntun á 100 dollara tölvum Urugvæ er fyrsta landið til að gera opinbera pöntun á hinum svokölluðu 100 dollara tölvum. Ríkisstjórnin keypti 100 þúsund tölvur fyrir skólabörn á aldrinum sex til 12 ára. Til stendur að kaupa 300 þúsund tölvur í viðbót handa hverju skólabarni í landinu fyrir árið 2009. 30.10.2007 12:19 Glitnir hagnast um 25 milljarða Hagnaður Glitnis á fyrstu níu mánuðum ársins nam 25, 2 milljörðum króna samkvæmt uppgjöri sem birt var í dag. Það er um þremur milljörðum króna minna en á sama tíma í fyrra. Fram kemur í uppgjörinu að hagnaður bankans á þriðja ársfjórðungi hafi numið rúmum 8,6 milljörðum króna sem er svipað og greiningardeildir hinna bankanna höfðu spáð. 30.10.2007 11:53 Úrvalsvísitalan lækkar lítillega í byrjun dags Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega, eða um 0,5 prósent, þegar markaðir voru opnaðir í morgun og stendur hún í 8.163 stigum. 30.10.2007 10:43 Skipti kaupir danskt fjarskiptafyrirtæki Skipti, sem meðal annars rekurinn Símann og Skjáinn, hefur keypt danska fjarskiptafyrirtækið Ventelo A/S. Það var hluti af Ventelo Group sem auk þess er með starfsemi í Noregi og Svíþjóð. 30.10.2007 10:03 Tekur Baugur yfir Saks ásamt fleirum? Hugsanlegt er að Baugur bjóði í bandarísku lúxusvöruverslunarkeðjuna Saks ásamt fyrirtækinu Landmark Group sem er í eigu aðila í Dubai. 30.10.2007 09:31 Össur hagnaðist um 840 milljónir á þriðja ársfjórðungi Hagnaður Össurar fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) var 14,1 milljón dala eða um 840 milljónir íslenskra króna á þriðja ársfjórðungi 2007 og jókst um 16% frá þriðja ársfjórðungi árið 2006. 30.10.2007 09:28 Nikkei niður um 0,3% Japanska Nikkei vísitalan féll um 0,3 prósent í morgun. Takeda lyfjafyrirtækið féll í verði þegar heilbrigðisyfirvöld mæltu með því að þeir hættu tilraunaframleiðslu á ákveðnu lyfi sem hafði gefið vel af sér. 30.10.2007 08:42 Segir viðbrögð markaðarins of sterk Gengi bréfa Icelandair lækkaði um rúm 5 prósent í gær í kjölfar þess að stjórn félagsins gaf frá sér yfirlýsingu um að afkoma félagsins yrði undir áætlunum á þriðja fjórðungi. 30.10.2007 00:01 Boða breytingar FL Group birti yfirtökutilboð sitt í Tryggingamiðstöðina í Kauphöllinni í gær. Fá hluthafar í TM 47 krónur fyrir hvern hlut sinn í félaginu taki þeir yfirtökutilboðinu. 30.10.2007 00:01 Fjárfestar bíða stýrivaxtadags Gengi helstu hlutabréfavísitalna hækkaði við lokun hlutabréfamarkaða í Bandaríkjunum í dag. Fjármálaskýrendur höfðu gert ráð fyrir mikilli hækkun enda vaxtaákvörðunardagur vestanhafs á miðvikudag. Nokkurrar spennu gætir á meðal fjárfesta. 29.10.2007 21:38 Gengi SAS-hlutabréfa lækkar vegna Dash-véla Gengi hlutabréfa SAS-flugfélagsins hefur lækkað um nærri 5% á mörkuðum í morgun og er það rakið til nauðlendingar Dash 8 vélarinnar í Kaupmannahöfn á laugardag. 29.10.2007 13:30 Von á fjölmörgum afkomutölum í vikunni Kauphallarfélög sem birta afkomutölur sínar í vikunni eru Glitnir, Össur, Teymi, Landsbankinn, TM, 365 og FL Group. Greiningardeildir bankanna eru nokkuð samstíga í spáum sínum um afkomu þessara félaga. 29.10.2007 13:04 Hráolíuverð hækkar enn Verð á hráolíu fór upp fyrir 93 Bandaríkjadali tunnan í New York í morgun og hefur þá hækkað um 16 prósent það sem af er þessum mánuði. Á þetta er bent í Morgunkorni Glitnis. 29.10.2007 11:41 Sjá næstu 50 fréttir
Skeljungur ekki seldur fyrr en eftir mánuð Skeljungur verður ekki seldur fyrr en eftir mánuð í fyrsta lagi. Nú stendur yfir áreiðanleikakönnun á félaginu og er ekki búist við að henni ljúki fyrr en eftir þrjár vikur. Þá fyrst munu eigendur félagsins setjast niður með mögulegum kaupendum. 31.10.2007 22:35
Hækkun á Wall Street Verð á hlutabréfum á Wall Street hækkaði í dag í kjölfar þess að seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýrivexti sína. Dow Jones vísitalan hafði hækkað um 130 stig við lokun markaða í kvöld. 31.10.2007 21:46
Stýrivextir lækka í Bandaríkjunum Bankastjórn bandaríska seðlabankans ákvað í dag að lækka stýrivexti um 25 punkta og fara vextirnir því úr 4,75 prósentum í 4,5 prósent. Flestir höfðu reiknað með þessari niðurstöðu en útilokuðu þó ekki 50 punkta vaxtalækkun vegna aðstæðna í bandarísku efnahagslífi. 31.10.2007 18:28
Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,11 prósent Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,11 prósent í kauphöllinni í dag. Mest hækkuðu bréf í FL Group um 1,01 prósent. 31.10.2007 16:39
Gengi Google aldrei hærra Gengi hlutabréfa í netleitarrisanum Google fór yfir 700 dali á hlut í dag en þetta mun vera í fyrsta sinn síðan fyrirtækið var skráð á hlutabréfamarkað um mitt ár 2004 sem gengið hefur farið svo hátt. 31.10.2007 14:45
Íslendingar koma að byggingu risaturna í Kaupmannahöfn Fasteignaþróunarfélagið Sjælsö Gruppen greindi í morgun frá áformum sínum um smíði tveggja risaturna í Kaupmannahöfn. Tveir íslenskir aðilar eiga aðild að verkefninu þar á meðal Samson Properties, eignarhaldsfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar. 31.10.2007 14:36
Mannabreytingar hjá Securitas Miklar skipulagsbreytingar standa nú yfir hjá Securitas og hafa þrír nýir framkvæmdastjórar tekið við störfum hjá fyrirtækinu að undanförnu. 31.10.2007 14:19
Hagvöxtur í Bandaríkjunum umfram spár Hagvöxtur í Bandaríkjunum mældist 3,9 prósent á þriðja ársfjórðungi samanborið við 3,8 prósent á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt útreikningum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er nokkuð meiri hagvöxtur en reiknað hafði verið með á fjórðungnum sem einkennst hefur á þrengingum á bandarískum fasteignamarkaði og lausafjárkrísu á fjármálamörkuðum. 31.10.2007 13:21
Norvík kaupir sögunarmyllu í Suður - Svíþjóð Norvík hf., móður félag Byko, hefur keypt allt hlutafé í Jarl Timber, sem rekur sögunarmyllu í Suður - Svíþjóð. Norvík mun yfirtaka reksturinn 1. nóvember 2007. 31.10.2007 12:34
Tap Teymis tæpir 1,2 milljarðar króna Teymi tapaði 1.187 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi. Hagnaðurinn á níu fyrstu níu mánuðum ársins nam hins vegar 1.575 milljónum króna. 31.10.2007 12:04
Húsnæðislán bankanna dragast saman Töluvert hefur dregið úr húsnæðislánum viðskiptabankanna á síðustu mánuðum og rekur greiningardeild Glitnis það til hækkun vaxta á húsnæðislánum um mánaðamótin júlí og ágúst. 31.10.2007 11:43
Mestar líkur á óbreyttum stýrivöxtum Greiningardeild Glitnis telur líkur á því að Seðlabankinn ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 13,3 prósentum á vaxtaákvörðunarfundi bankans á morgun og muni hugsanlega ekki hefja lækkanaferli fyrr en á öðrum fjórðungi á næsta ári. 31.10.2007 11:36
Óbreyttir stýrivextir í Japan Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum. Bankinn segir ennfremur í endurskoðaði hagspá sinni fyrir árið að hagvöxtu verði um 1,8 prósent í stað 2,1 eins og fyrri spá hljóðaði upp á. Hann telur að á næsta ári muni blása byrlega og muni hagvöxtur nema 2,1 prósenti. 31.10.2007 11:20
Úrvalsvísitalan lækkar Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,18 prósent við opnun markaða í kauphöllinni í morgun. Mesta hafa hlutabréf í Atlantic Petroleum lækkað eða um 2,39 prósent. 31.10.2007 10:28
Færeyingar efstir og neðstir Gengi færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum hefur lækkað um 2,39 prósent eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag en þetta er mesta lækkun dagsins. Gengi félagsins hefur rokið upp um l80 prósent síðan það féll í óróleika á fjármálamörkuðum í ágúst og stendur nú nálægt sínu hæsta gildi, sem náðist í gær. Á sama tíma hefur gengi Föroya banka hækkað mest í dag. 31.10.2007 10:14
Andrew Bernhardt framkvæmdastjóri Lánasviðs Straums Andrew Bernhardt tekur við starfi framkvæmdastjóra Lánasviðs Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka hf. Andrew tekur jafnframt sæti í framkvæmdastjórn bankans. 31.10.2007 10:07
Enn lækkar dollarinn Gengi bandaríkjadals fór enn á ný í lægstu lægðir gagnvart breska pundinu í dag en 2,0727 dalir fást nú fyrir hvert pund. Bilið hefur aukist hratt síðustu daga og hefur ekki verið meira síðan um mitt sumar 1981. 31.10.2007 09:24
Hagnaður Deutsche Bank jókst um 31 prósent Hagnaður Deutsche Bank nam 1,62 milljörðum evra, jafnvirði tæplega 141 milljarðs króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 1,24 milljarða á sama tíma í fyrra. Þetta er 31 prósents hækkun á milli ára og nokkuð yfir væntingum. Inn í afkomutölurnar koma endurgreiddir skattar og hagnaður af sölu eigna sem vegur upp á móti fyrsta tapi af fjárfestingum bankans í heil fimm ár. 31.10.2007 09:15
Hlutabréf í Fujifilm fyrirtækinu hækkuðu Hlutabréf í Fujifilm fyrirtækinu hækkuðu við lokun markaðar í Japan í morgun. Markaðurinn var hinsvegar með rólegra móti. Stutt er í að seðlabankinn í Japan taki ákvörðun um stýrivaxtahækkun og ljóst að fjárfestar halda að sér höndum þangað til. Verðlækkun á olíumarkaði kom sér illa fyrir olíufyrirtæki eins og Inpex Holdings og stærstu hluthafa þess fyrirtækis. 31.10.2007 08:23
Hafa keypt fyrirtæki upp á 544 milljarða Viðskiptabankarnir þrír hafa eytt sem svarar 544 milljörðum króna í helstu fyrirtækjakaup og samruna í útlöndum. Kaupþing á 78 prósent upphæðarinnar. 31.10.2007 07:00
Danskur lífeyrissjóður kaupir hlut í Össuri Hlutafjárútboði Össurar þar sem safnað var 60 milljónum dala lauk á nokkrum klukkustundum í gær. 31.10.2007 05:45
Ólíkar leiðir bankanna í alþjóðavæðingu Kaupþing nýtur forskots og áræðis í samanburði á vexti viðskiptabankanna þriggja utan landsteinanna. Óli Kristján Ármannsson kynnti sér útrás bankanna. Í ljós kemur að Landsbankinn hefur fetað svipaða slóð og Kaupþing en tekið smærri skref enn sem komið er og er skemmra á veg kominn. Leið Glitnis hefur hins vegar verið önnur og nýtur hann nokkurrar sérstöðu með aðferð syllumarkaðssetningar. 31.10.2007 04:00
Gósentíð fyrir íslenska listamenn Velmegun og aukinn listáhugi landans hefur þrýst verði íslenskra verka upp á skömmum tíma. Bragi Guðlaugsson listaverkasafnari hefur notið góðs af því, rétt eins og listamennirnir sjálfir. 31.10.2007 00:01
Keppnisíþrótt bankamanna Landsbankinn Kepler í Frakklandi hefur greinilega á að skipa úrvalsfólki. Greiningardeild bankans lenti í öðru sæti í vali á bestu greiningaraðilum Frakklands milli áranna 2006 og 2007. Verðlaunin voru fyrir árangur í vali á hlutabréfum og spá um hagnað 31.10.2007 00:01
Rektor í fjárfestingar Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, hefur nú stofnað fjárfestingafélag með 61 milljónar króna höfuðstól. Ætlar rektor greinilega að fjárfesta í fleiru en menntun ungra nemenda með starfi sínu í HR. 31.10.2007 00:01
Lausn fyrir leiðindapúka Í nútímasamfélagi má finna lausn á öllum sköpuðum hlutum. Meira að segja því að vera drepleiðinlegur frá náttúrunnar hendi. Stjórnendur og aðrir þeir sem eiga við þetta hvimleiða vandamál að stríða geta skráð sig á námskeið hjá Stjórnunarfélagi Íslands sem hin drepfyndna Edda Björgvinsdóttir stendur fyrir. 31.10.2007 00:01
Fjárfestar bíða ákvörðunar bandaríska seðlabankans Gengi helstu hlutabréfavísitalna lækkaði er nær dró lokun viðskipta á bandarískum fjármálamörkuðum í dag. Nokkrir þættir skýra lækkunina en fjáfestar þykja bjartsýnir á að bankastjórn seðlabanka Bandaríkjanna tilkynni um 25 punkta lækkun stýrivaxta á morgun að loknum tveggja daga vaxtaákvörðunarfundi, sem hófst í dag. 30.10.2007 20:34
Hagar hagnast um rúmar 700 milljónir Hagnaður Haga, sem rekur meðal annars verslanir Bónuss, Hagkaupa og 10-11, á tímabilinu 1. mars til 31. ágúst nam 715 milljónum samkvæmt uppgjöri sem birt er á vef Kauphallar Íslands. 30.10.2007 16:30
Lækkanir í Kauphöllinni í dag Segja má að dagurinn hafi verið rauður í Kauphöll Íslands í dag því flest fyrirtækin lækkuðu á markaði. 30.10.2007 16:19
Kaupþing spáir aukinni verðbólgu og óbreyttum vöxtum Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,2 prósent á milli mánaða í nóvember. Gangi það eftir hækkar verðbólga úr 4,5 prósentum nú í 4,7 prósent. Kaupþing spáir því að seðlabankinn muni halda stýrivöxtum óbreyttum í 13,3 prósentum á fimmtudag. 30.10.2007 15:57
Pundið nálægt hæstu hæðum gagnvart bandaríkjadal Gengi breska sterlingpundsins fór í hæstu hæðir gagnvart bandaríkjadal á mörkuðum í dag en 2,066 dalir fengust fyrir hvert pund. Dollarinn hefur ekki verið ódýrari síðan um mitt sumar árið 1981. 30.10.2007 15:29
Skype farsími býður upp á frí símtöl Farsímaframleiðandinn 3 hefur sett nýjan farsíma á markað sem leyfir notendum að hringja frítt á internetinu í gegnum internetsímafyrirtækið Skype. Notendur munu einnig geta notað textaþjónustu Skype. 30.10.2007 15:19
Fyrsta pöntun á 100 dollara tölvum Urugvæ er fyrsta landið til að gera opinbera pöntun á hinum svokölluðu 100 dollara tölvum. Ríkisstjórnin keypti 100 þúsund tölvur fyrir skólabörn á aldrinum sex til 12 ára. Til stendur að kaupa 300 þúsund tölvur í viðbót handa hverju skólabarni í landinu fyrir árið 2009. 30.10.2007 12:19
Glitnir hagnast um 25 milljarða Hagnaður Glitnis á fyrstu níu mánuðum ársins nam 25, 2 milljörðum króna samkvæmt uppgjöri sem birt var í dag. Það er um þremur milljörðum króna minna en á sama tíma í fyrra. Fram kemur í uppgjörinu að hagnaður bankans á þriðja ársfjórðungi hafi numið rúmum 8,6 milljörðum króna sem er svipað og greiningardeildir hinna bankanna höfðu spáð. 30.10.2007 11:53
Úrvalsvísitalan lækkar lítillega í byrjun dags Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega, eða um 0,5 prósent, þegar markaðir voru opnaðir í morgun og stendur hún í 8.163 stigum. 30.10.2007 10:43
Skipti kaupir danskt fjarskiptafyrirtæki Skipti, sem meðal annars rekurinn Símann og Skjáinn, hefur keypt danska fjarskiptafyrirtækið Ventelo A/S. Það var hluti af Ventelo Group sem auk þess er með starfsemi í Noregi og Svíþjóð. 30.10.2007 10:03
Tekur Baugur yfir Saks ásamt fleirum? Hugsanlegt er að Baugur bjóði í bandarísku lúxusvöruverslunarkeðjuna Saks ásamt fyrirtækinu Landmark Group sem er í eigu aðila í Dubai. 30.10.2007 09:31
Össur hagnaðist um 840 milljónir á þriðja ársfjórðungi Hagnaður Össurar fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) var 14,1 milljón dala eða um 840 milljónir íslenskra króna á þriðja ársfjórðungi 2007 og jókst um 16% frá þriðja ársfjórðungi árið 2006. 30.10.2007 09:28
Nikkei niður um 0,3% Japanska Nikkei vísitalan féll um 0,3 prósent í morgun. Takeda lyfjafyrirtækið féll í verði þegar heilbrigðisyfirvöld mæltu með því að þeir hættu tilraunaframleiðslu á ákveðnu lyfi sem hafði gefið vel af sér. 30.10.2007 08:42
Segir viðbrögð markaðarins of sterk Gengi bréfa Icelandair lækkaði um rúm 5 prósent í gær í kjölfar þess að stjórn félagsins gaf frá sér yfirlýsingu um að afkoma félagsins yrði undir áætlunum á þriðja fjórðungi. 30.10.2007 00:01
Boða breytingar FL Group birti yfirtökutilboð sitt í Tryggingamiðstöðina í Kauphöllinni í gær. Fá hluthafar í TM 47 krónur fyrir hvern hlut sinn í félaginu taki þeir yfirtökutilboðinu. 30.10.2007 00:01
Fjárfestar bíða stýrivaxtadags Gengi helstu hlutabréfavísitalna hækkaði við lokun hlutabréfamarkaða í Bandaríkjunum í dag. Fjármálaskýrendur höfðu gert ráð fyrir mikilli hækkun enda vaxtaákvörðunardagur vestanhafs á miðvikudag. Nokkurrar spennu gætir á meðal fjárfesta. 29.10.2007 21:38
Gengi SAS-hlutabréfa lækkar vegna Dash-véla Gengi hlutabréfa SAS-flugfélagsins hefur lækkað um nærri 5% á mörkuðum í morgun og er það rakið til nauðlendingar Dash 8 vélarinnar í Kaupmannahöfn á laugardag. 29.10.2007 13:30
Von á fjölmörgum afkomutölum í vikunni Kauphallarfélög sem birta afkomutölur sínar í vikunni eru Glitnir, Össur, Teymi, Landsbankinn, TM, 365 og FL Group. Greiningardeildir bankanna eru nokkuð samstíga í spáum sínum um afkomu þessara félaga. 29.10.2007 13:04
Hráolíuverð hækkar enn Verð á hráolíu fór upp fyrir 93 Bandaríkjadali tunnan í New York í morgun og hefur þá hækkað um 16 prósent það sem af er þessum mánuði. Á þetta er bent í Morgunkorni Glitnis. 29.10.2007 11:41
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur