Fleiri fréttir

Gull og olía hækka en dollar lækkar

Heimsmarkaðsverð á gulli hefur hækkað mikið að undanförnu og er nú við að slá fyrra verðmet frá upphafi níunda áratugarins. Olía hefur einnig hækkað og er nú í 92 dollurum tunnan en dollar lækkar áfram og hefur náð fyrri lægð gagnvart evrunni eða 1,439 dollar fyrir evru.

Spennandi uppgjör framundan

Í næstu viku eru nokkur spennandi uppgjör hjá félögum í kauphöllinni. Félög sem birta afkomutölur sínar þá eru Glitnir, Össur, Teymi, Landsbankinn, TM, 365 og FL Group. Greiningardeildir bankanna eru nokkuð samstíga í spáum sínum um afkomu þessara félaga.

Spron réttir úr kútnum

Hlutabréf í Spron hækkuðu um 6,29 prósent í verði í kauphöllinni í dag eftir lækkanir undanfarna daga. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,81 prósent.

Gengi SPRON á uppleið

Gengi bréfa í SPRON hefur skotist upp í Kauphölll Íslands í dag en þetta er jafnframt fyrsti viðskiptadagurinn sem gengið hefur hækkað síðan bankinn var skráður á markað.

Bandaríkjadalur aldrei lægri gagnvart evru

Bilið á milli bandaríkjadals og evru jókst í dag þegar dalur lækkaði í verði en gengismunur myntanna hefur aldrei verið meiri. Helsti orsakavaldurinn eru auknar væntingar að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti að loknum vaxtaákvörðunarfundi sínum í næstu viku.

Kemur til greina að greiða laun starfsmanna í evrum

Stjórn Kaupþings ætlar að taka upp evru og stefnir að því að það verði gert um áramót, ef tilskilin leyfi fást frá Seðlabankanum fyrir þann tíma. Til greina kemur að starfsmenn geti þá tekið laun sín að hluta eða öllu leyti í evrum.

Forstjóraskipti hjá Símanum

Sævar Freyr Þráinsson hefur verið ráðinn forstjóri Símans og tekur við starfinu af Brynjólfi Bjarnasyni frá og með næstu mánaðamótum. Brynjólfur færir sig hins vegar til móðurfélags Símans, Skipta, en hann hefur gegnt forstjórastarfi þar samhliða starfi sínu hjá Símanum.

Eimskip selur Air Atlanta

Eimskip hefur samið um sölu á meirihluta hlutafjár í flugfélaginu Air Atlanta til Hannesar Hilmarssonar, forstjóra Air Atlanta og Geirs Vals Ágústssonar, fjármálastjóra félagsins. Kaupverð er ekki gefið upp en heildarhlutafé félagsins nemur 44 milljónum evra, jafnvirði 3,9 milljörðum króna. Samhliða þessu hefur Atlanta verið skipt upp í tvö félög, flugfélagið Air Atlanta og flugvélaeignarhaldsfélagið Northern Lights Leasing NLL sem hefur eignast flugflota Air Atlanta sem á 13 breiðþotur.

Gengi SPRON hækkar í fyrsta sinn

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum rauk upp um tæp þrettán prósent í Kauphöll Íslands í morgun og fór í hæstu hæðir, 1775 krónur á hlut. Gengi SPRON hækkaði á sama tíma í fyrsta sinn í dag, um heil eitt prósent en það stendur í 14,31 krónum á hlut.

Afkoma Microsoft yfir væntingum

Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft tók inn 4,29 milljarða bandaríkjadala í hagnað, jafnvirði 261 milljarð íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi, sem er fyrsti rekstrarfjórðungur fyrirtækisins. Þetta er heilum 23 prósentum meira en á sama tíma í fyrra og skrifast á mikla sölu á Windows Vista, nýjasta stýrikerfi fyrirtækisins og tölvuleikinn Halo 3.

Olíutunnan yfir 90 dollara

Olíuverð fór yfir 90 dollara á tunnu vestanhafs í gær og hefur verðið aldrei farið jafn hátt í dollurum talið. Verð á Noðrursjávarolíu hækkaði líka um þrjá dollara á tunnuna og fór í röska 87 dollara í Evrópu.

Stjórn Kaupþings ætlar að taka upp evru

Stjórn Kaupþings ætlar að taka upp evru. Í tilkynningu frá bankanum í morgun segir að svonefndum starfrækslugjaldmiðli bankans verði breytt í evrur í samræmi við alþjóðlega reiknigsskilastaðla. Þá ætlar stjórn bankans að leggja til við hluthafa að hlutafé bankans verði líka breytt í evrur. Kaupþing er lang stærsta fyrirtæki á Íslandi og þar með í Kauphöllinni.

Dræmt hjá Stork

Hollenska iðnsamstæðan Stork skilaði heldur dræmara uppgjöri en reiknað var með á þriðja ársfjórðungi. Hagnaðurinn nam 17 milljónum evra, jafnvirði tæpra 1,5 milljarða króna, samanborið við 25 milljónir á sama tíma í fyrra.

Viðsnúningur hjá Símanum upp á 6 milljarða

Skipti hf., móðurfélag Símans skilar 3,3 milljarða kr. hagnaði fyrstu 9 mánuði ársins 2007 en það er viðsnúningur upp á 6,4 milljarða kr. frá sama tímabili 2006.

Afkoma Bakkavarar undir spám

Hagnaður Bakkavarar nam 11,3 milljónum punda, jafnvirði 1,4 milljarða króna, samanborið við 15,2 milljónir punda á sama tíma í fyrra. Þetta er nokkru undir spám greiningardeilda viðskiptabankanna sem reiknaðist til að hagnaðurinn myndi nema á bilinu 12 til 14 milljónir punda.

Sala á nýjum fasteignum dregst saman í BNA

Sala á nýjum fasteignum dróst saman um 23 prósent á milli ára í Bandaríkjunum í september, samkvæmt nýjum gögnum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Fjármálaskýrendur telja samdráttarskeið yfirvofandi vestanhafs bregðist seðlabanki Bandaríkjanna ekki við.

Gengi Hamiðjunnar á hraðri uppleið

Gengi hlutabréfa í Hampiðjunni rauk upp um 8,33 prósent í þremur viðskiptum í Kauphöllinni í dag, sem er langt umfram önnur félög sem skráð eru á markað hér á landi. Þá hækkaði gengi bréfa í Existu sömuleiðis um tæp 2,5 prósent en félagið skilaði betri afkomu á þriðja ársfjóðurngi en greiningardeildir bankanna höfðu reiknað með.

Í lok dags í beinni á Vísi

Viðskiptaþátturinn Í lok dags, hóf göngu sýna hér á Vísi í gær. Í þættinum fer Sindri Sindrason yfir viðskipti dagsins og ræðir við sérfræðinga. Þátturinn er í beinni útsendingu á Vísi alla virka daga kl. 16:30.

Exista með góðan hagnað

Exista skilaði góðum hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins, eða 870 milljónum evra, jafngildi 76 milljarða króna. Hagnaður á þriðja ársfjórðungi var 7,4 milljónir evra eða 646 milljónir króna en miklar sveiflur voru á fjármálamörkuðum á tímabilinu.

Yfir 100 dollaramilljarðamæringar í Kína

Samhliða örum vexti hagkerfis Kína undanfarin ár hefur að sama skapi fjölgað í hópi ofurauðjöfra landsins. Nú eru í Kína 106 einstaklingar sem hver um sig eiga meir en ein milljarð dollara eða 60 milljarða kr.

Microsoft kaupir hlut í Facebook

Mark Zuckerberg stofnaði Facebook fyrir tæpum fjórum árum síðan. Nú hefur Microsft greitt 14 milljarða íslenskra króna fyrir 1,6 prósenta hlut í síðunni. Facebook er afar vinsælt samfélag, eða tengslanet, á internetinu.

Líkur á milli lækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum

Líkur hafa aukist til muna að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti um allt að 50 punkta að loknum næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans á miðvikudag í næstu viku. Breska blaðið Times segir slök uppgjör fjármálafyrirtækja vestanhafs og áframhaldandi samdráttur á fasteignamarkaði þar í landi vísbendingu um næstu ákvörðun bankans.

Gengi SPRON talið of hátt þrátt fyrir 25% lækkun

Gengi SPRON er enn talið of hátt þrátt fyrir að það hafi lækkað um nær fjórðung eða 24,44% frá upphafi viðskipta í kauphöllinni fyrr í vikunni. Hæst fór gengið í 18,9 í fyrstu viðskiptum en stendur nú á hádegi í 14,5.

Þriðjungi minni hagnaður hjá Ericsson

Hagnaður sænska tæknifyrirtækisins Ericsson dróst saman um 36 prósent á þriðja ársfjórðungi eins og kom fram í afkomuviðvörun, sem fyrirtækið sendi frá sér í síðustu viku.

Bank of America segir 3.000 starfsmönnum upp

Annar stærsti banki Bandaríkjanna, Bank of America, hefur ákveðið að segja upp 3.000 af starfsmönnum sínum. Er þetta mesti niðurskurður á Wall Street hingað til í kjölfar hrunsins á fasteignamarkaðinum vestan hafs vegna svokallaðra undirmálslána.

Bréf í Straumi lækka í Kauphöllinni

Gengi bréfa í Straumi hefur lækkað um 2,59 prósent eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í morgun. Uppgjörið var nokkru undir væntingum enda dróst hagnaðurinn talsvert saman á milli ára.

Eik banki hagnast um rúma þrjá milljarða

Færeyski bankinn Eik Group skilaði nærri 3,1 milljarðs króna hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins samkvæmt uppgjöri sem birt er á vef Kauphallar Íslands.

Yfir 100 sækja um tölvuleikjastyrki

Í ár var styrkjum að andvirði alls 5 milljóna danskra króna úthlutað til nýrra norrænna tölvuleikjaverkefna. Seinni úthlutun á árinu nýlokið og enn barst mikill fjöldi umsókna frá norrænum leikjaframleiðendum. Í þetta skipti bárust 54 umsóknir frá 49 fyrirtækjum. Alls hefur 101 norrænt leikjaverkefni sótt um styrk aðeins á þessu ári.

Lækkun á bandarískum markaði gekk til baka

Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum tók dýfu skömmu eftir opnun markaða í dag í kjölfar þess að fjárfestingabankinn Merrill Lynch greindi frá slöku uppgjöri auk þess sem sala á fasteignum dróst saman um átta prósent á milli mánaða í september. Það jafnaði sig eftir því sem á leið daginn, mismikið þó.

Viðskiptaþátturinn Í lok dags í beinni á Vísi

Nýr viðskiptaþáttur, sem fengið hefur nafnið Í lok dags, hefur göngu sína hér á Vísi kl. 16.30. Í þættinum fer Sindri Sindrason yfir viðskipti dagsins og ræðir við sérfræðinga. Þátturinn mun verða í beinni útsendingu kl. 16.30 alla virka daga.

SPRON féll um tæp 13% í dag

Hlutafé í SPRON féll um 12.87% í kauphöllini í dag. Hefur hlutaféið því rýrnað um rúmlega fimmtung, eða 23%, á fyrstu tveimur dögum SPRON í kauphöllinni. Annað sem athygli vakti í dag voru viðskipti með bréf í Landsbankanum upp á 6,5 milljarða kr. þar af tæplega 4 milljarðar í einni færslu.

Mikill samdráttur í fasteignasölu í BNA

Sala á notuðu húsnæði dróst saman um átta prósenta á milli mánaða í Bandaríkjunum í september en samdráttur sem þessi hefur ekki sést vestanhafs í sextán ár. Þá er þetta nokkru meiri samdráttur en reiknað var með.

Global valdi Glitni sem besta bankann

Global Finance, alþjóðlegt tímarit um fjármál, valdi Glitni sem besta banka á Íslandi árið 2007. Verðlaunin voru afhent í tengslum við ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í National Press Club í Washington síðast liðinn mánudag.

Hagnaður Volvo minnkar um 21%

Hagnaður Volvo AB í Svíþjóð minnkaði um 21% á 3ja ársfjórðungi að mestu vegna hærri vaxtagreiðslna og aukins framleiðslukostnaðar. Hagnaður nú féll úr 3,93 milljörðum skr. á sama tímabili í fyrra og niður í 3.12 milljarða skr. nú eða rúmlega 30 milljarða kr.

Merrill Lynch skilar fyrsta tapinu í sex ár

Bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch skilaði 2,3 milljarða dala, tæplega 140 milljarða króna, tapi á þriðja ársfjórðungi. Tapið er að mestu tilkomið vegna tapaðra fasteignaútlána en bankinn varð vegna þessa að afskrifa 7,9 milljarða dala. Á sama tíma í fyrra hagnaðist bankinn um þrjá milljarða dala.

Nýr samningur við Bandaríkin gegn tvísköttun

Árni Mathiesen fjármálaráðherra undirritaði í gær ásam Robert Kimmit, varafjármálaráðherra Bandaríkjanna, nýjan samning milli þjóðanna sem kom á í veg fyrir tvísköttun.

Skuldir heimila í erlendri mynt nú 14% af heildinni

Gengisbundnar skuldir heimilanna halda áfram að vaxa og nema þær nú ríflega 14% af heildarskuldum þeirra við innlánsstofnanir. Heildarútlán innlánsstofnana til heimila námu tæplega 804 milljörðum kr. í septemberlok samkvæmt nýbirtum tölum frá Seðlabankanum.

LÍ spáir hærri verðbólgu í nóvember

Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverð hækki töluvert, eða um 0,3 prósent á milli mánaða í nóvember. Gangi þetta eftir hækkar verðbólgan úr 4,5 prósent í október í 4,8 prósent í næsta mánuði.

Dapurt uppgjör hjá Stork

Hollenska iðnsamstæðan Stork NV skilaði heldur dræmara uppgjöri en reiknað var með fyrir afkomuna á þriðja ársfjórðungi. Rekstrarhagnaður nam 20 milljónum evra, jafnvirði rúmra 1,7 milljarða króna, á fjórðungnum, sem er talsvert undir væntingum markaðsaðila sem höfðu reikna með tíu milljónum evrum meira.

Norðmenn að ná milljón tonna markinu í eldisfiski

Helsti sérfræðingur Norðmanna í markaðsmálum fiskeldis, Lars Liabö hjá greiningarfyrirtækinu Kontali Analyse, telur að framleiðsla norskra fyrirtækja í Noregi á eldislaxi og -urriða geti náð milljón tonna markinu innan þriggja ára. Mat Liabö er að framleiðslan á árinu 2010 verði á bilinu 900 til 1100 þúsund tonn.

Fleiri beinagrindur í skápnum hjá Merrill Lynch

Bandaríska blaðið The New York Times greinir frá því í dag að fjármálafyrirtækið Merill Lynch muni þurfa að afskrifa töluvert meira en 5 milljarða dollara vegna svokallaðra undirmálslána á fasteignamarkaðinum vestan hafs.

Sjá næstu 50 fréttir