Viðskipti erlent

Hækkun á Wall Street

Verð á hlutabréfum á Wall Street hækkaði í dag í kjölfar þess að seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýrivexti sína. Dow Jones vísitalan hafði hækkað um 130 stig við lokun markaða í kvöld.

Hlutabréfin tóku kippi upp og niður í dag eftir ákvörðun seðlabankans en svo virðist sem menn hafi róast að lokum.

Þá náði olíuverð enn meiri hæðum og fór tunnan í 95 dollara í dag sem er nýtt met. Markaðir í Evrópu hækkuðu einnig í dag, FTSE vísitalan fór upp um 0,9 prósent og DAX fór upp um 0,52.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×