Viðskipti erlent

Hráolíuverð hækkar enn

MYND/Reuters

Verð á hráolíu fór upp fyrir 93 Bandaríkjadali tunnan í New York í morgun og hefur þá hækkað um 16 prósent það sem af er þessum mánuði. Á þetta er bent í Morgunkorni Glitnis.

Þar segir að ástæða hækkunarinnar nú sé lokun framleiðslustöðva í Mexíkó vegna veðurs og veik staða Bandaríkjadals, en í morgun féll hann í sitt lægsta gildi gagnvart evrunni frá upphafi vegna væntinga um stýrivaxtalækkun vestra á miðvikudaginn. Verð á hráolíu til afhendingar í desember fór í 93,20 dali tunnan í rafrænum viðskiptum í New York í morgun og í 90 dali í London.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×