Viðskipti erlent

Yfir 100 dollaramilljarðamæringar í Kína

Samhliða örum vexti hagkerfis Kína undanfarin ár hefur að sama skapi fjölgað í hópi ofurauðjöfra landsins. Nú eru í Kína 106 einstaklingar sem hver um sig eiga meir en ein milljarð dollara eða 60 milljarða kr.

Til gamans má geta að þegar menn hófu að setja saman listann yfir efnuðustu menn Kína árið 1999, Hurun-listann, var aðeins einn einstaklingur á honum með auðæfi upp á milljarð dollara eða meir.

Á listanum hefur fjölgað um 14 manns síðan í fyrra. Efst á honum trónir hin 25 ára gamla Yang Huiyan en hún erfði auðinn eftir föður sinn sem átti fasteignafélagið "Country Garden". Auðæfi Yang eru metin á 17,5 milljarða dollara eða yfir 1000 milljarða kr.

Af þeim 800 efstu á Hurun-listanum er þriðjungur meðlimir Kommúnistaflokksins og 38 þeirra eiga sæti á Flokksþingi fólksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×