Viðskipti erlent

Hagnaður Volvo minnkar um 21%

Hagnaður Volvo AB í Svíþjóð minnkaði um 21% á 3ja ársfjórðungi að mestu vegna hærri vaxtagreiðslna og aukins framleiðslukostnaðar. Hagnaður nú féll úr 3,93 milljörðum skr. á sama tímabili í fyrra og niður í 3.12 milljarða skr. nú eða rúmlega 30 milljarða kr.

 

Leif Johansson forstjóri Volvo segir að eftirspurn eftir bílum þeirra í Evrópu sé enn mikil, raunar svo mikil að hún hefur leitt til þess að framleiðslugetan í mörgum verksmiðjanna sé í toppi. Það hafi svo aftur leitt til skorts á bílahlutum og aukinni yfirvinnu sem hækkað hafi framleiðslukostnaðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×