Viðskipti innlent

Gengi SPRON talið of hátt þrátt fyrir 25% lækkun

Gengi SPRON er enn talið of hátt þrátt fyrir að það hafi lækkað um nær fjórðung eða 24,44% frá upphafi viðskipta í kauphöllinni fyrr í vikunni. Hæst fór gengið í 18,9 í fyrstu viðskiptum en stendur nú á hádegi í 14,4.

Greining Glitnis fjallar um gengi á hlutum í SPRON og telur þá enn vera ofdýran fjárfestingarkost. "Við teljum að verð hlutabréfa SPRON sé enn hátt þrátt fyrir lækkanir síðustu daga," segir í Morgunkorni.

Gengi á bréfum í SPRON lækkaði um 23% frá hæsta gildi sínu á skráningardegi og til loka dags í gær. Hæst fór gengi SPRON í 18,9 kr. á hlut í fyrstu viðskiptum með hlutabréf félagsins á þriðjudag. Lokagengi þann dag var 16,70 krónur á hlut en var komið niður í 14,55 krónur á hlut við lokun markaðar í gær.

Verð hlutabréf SPRON hefur haldið áfram að lækka í morgun, verð þeirra stendur nú í 14,27 kr. á hlut og hafa lækkað um 1,72% fyrir hádegið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×