Viðskipti erlent

Fleiri beinagrindur í skápnum hjá Merrill Lynch

 

Bandaríska blaðið The New York Times greinir frá því í dag að fjármálafyrirtækið Merill Lynch muni þurfa að afskrifa töluvert meira en 5 milljarða dollara vegna svokallaðra undirmálslána á fasteignamarkaðinum vestan hafs.

Merill Lynch mun birta uppgjör sitt fyrir 3ja ársfjórðung í dag og hafði áður gefið út að það myndi afskrifa fyrrgreinda upphæð. Samkvæmt New York Times þarf fyrirtækið að afskrifa 2,5 milljarða dollara í viðbót.

Þetta eru ekki smáupphæðir því samtals nema því afskriftir Merill Lynch vegna þessara lána því um 450 milljörðum kr. Talsmaður fyrirtækisins vildi ekki tjá sig um málið.

Markaðir í Asíu voru í smáuppsveiflu í morgun en þegar fregnin barst um þessa erfiðleika hjá Merill Lynch og olli fréttin því að tölurnar fóru úr grænu og yfir í rautt. Ennfremur styrktist jenið gagnvart dollar við þessa frétt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×