Viðskipti innlent

SPRON féll um tæp 13% í dag

Hlutafé í SPRON féll um 12.87% í kauphöllini í dag. Hefur hlutaféið því rýrnað um rúmlega fimmtung, eða 23%, á fyrstu tveimur dögum SPRON í kauphöllinni. Annað sem athygli vakti í dag voru viðskipti með bréf í Landsbankanum upp á 6,5 milljarða kr. þar af tæplega 4 milljarðar í einni færslu.

Í Vegvísi Landsbankans var fjallað um gengi SPRON og þar segir m.a. að þetta sé mesta dagslækkun á banka í íslensku kauphöllinni frá því að viðskiptabankarnir voru að fullu einkavæddir árið 2003. Jafnframt bendir Vegvísir á, eins og raunar fleiri hafa gert, að gengi SPRON hafi verið of hátt skráð í upphafi.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,11% og er 8036 stig. Aðeins tvö félög voru í plús, það er Alfesca með hækkun upp á 0.78% og Foroya banki með hækkun upp á 0,46%.

Mesta lækkun, fyrir utan SPRON, varð hjá 365 eða upp á 4,74% og hjá Flögu upp á 4,20%. Krónan veiktist um 1,2% í dag og er vísitala hennar í rúmum 116 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×