Viðskipti innlent

Eik banki hagnast um rúma þrjá milljarða

Marner Jacobsen, forstjóri Eikar, Group, er ánægður með vöxt fyrirtækisins.
Marner Jacobsen, forstjóri Eikar, Group, er ánægður með vöxt fyrirtækisins. MYND/GVA

Færeyski bankinn Eik Group skilaði nærri 3,1 milljarðs króna hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins samkvæmt uppgjöri sem birt er á vef Kauphallar Íslands.

Þar kemur enn fremur fram að hagnaðurinn hafi nærri tvöfaldast frá sama tímabili í fyrra en þá nam hann um 1,7 milljörðum króna. Fram kemur í tilkynningunni að ávöxtun eign fjár hafi numið rúmu 31 prósenti á móti 22,6 prósentum á sama tíma í fyrra.

Þá er bent á að Eik Group, sem skráð er í Kauphöll Íslands, sé nú í hópi fimmtán stræstu banka Danmerkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×