Evran er óráð í þensluástandi Óli Kristján Ármannsson skrifar 25. október 2007 03:30 Ásgeir Jónsson Ásgeir, sem er forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segir einhliða upptöku evru hagfræðilega álitlega leið, en trúlega ófæra af pólitískum sökum. Fréttablaðið/GVA „Einhliða upptaka evru er fremur einfalt mál,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings. Hann segir hins vegar að algjört óráð væri að skipta yfir í evru í því þensluástandi sem hér ríkir nú, enda væri það svipað og skvetta olíu á eld. Eins segir Ásgeir að hér þurfi að ríkja sátt um slíka aðgerð, auk þess sem evra verði tæpast tekin upp í andstöðu við Evrópusambandið og Myntbandalag Evrópu. „Einungis þyrfti að taka peningaframboðið, svokallað grunnfé Seðlabankans og skipta yfir í evrur. Svo myndi ríkið verða af tekjum af myntsláttu upp á sex til tíu milljarða á ári,“ segir Ásgeir. „Þá þarf að tryggja að fjármálastofnanir geti sótt sér lausafé á evrópskan millibankamarkað eða til Evrópska seðlabankans,“ segir hann en telur stóru bankana vel færa um að sækja sér rekstrarfé nú þegar, þótt minni bankar gætu lent í erfiðleikum. Ásgeir segir hins vegar erfitt að meta heildarkostnað eða ávinning af breytingunni og vísar þar til þess að enginn hafi til dæmis getað séð fyrir gríðarlegan ávinning af inngöngu í Evrópska efnahagssvæðið. Um leið segir hann ljóst að við einhliða upptöku evru fengist þegar nánast allur ávinningur sem fylgja myndi upptöku með Evrópusambandsaðild. „Þetta er fremur augljós kostur og getur ekki talist álitshnekkir í augum útlendinga, sem alla jafna furða sig á að við höldum hér úti sjálfstæðum gjaldmiðli á einu minnsta myntsvæði í heimi, í útjaðri eins þess stærsta.“ Ásgeir segir kostnaðinn hins vegar aðallega felast í fórn peningalegs sjálfstæðis sem varhugavert geti verið að vanmeta. Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
„Einhliða upptaka evru er fremur einfalt mál,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings. Hann segir hins vegar að algjört óráð væri að skipta yfir í evru í því þensluástandi sem hér ríkir nú, enda væri það svipað og skvetta olíu á eld. Eins segir Ásgeir að hér þurfi að ríkja sátt um slíka aðgerð, auk þess sem evra verði tæpast tekin upp í andstöðu við Evrópusambandið og Myntbandalag Evrópu. „Einungis þyrfti að taka peningaframboðið, svokallað grunnfé Seðlabankans og skipta yfir í evrur. Svo myndi ríkið verða af tekjum af myntsláttu upp á sex til tíu milljarða á ári,“ segir Ásgeir. „Þá þarf að tryggja að fjármálastofnanir geti sótt sér lausafé á evrópskan millibankamarkað eða til Evrópska seðlabankans,“ segir hann en telur stóru bankana vel færa um að sækja sér rekstrarfé nú þegar, þótt minni bankar gætu lent í erfiðleikum. Ásgeir segir hins vegar erfitt að meta heildarkostnað eða ávinning af breytingunni og vísar þar til þess að enginn hafi til dæmis getað séð fyrir gríðarlegan ávinning af inngöngu í Evrópska efnahagssvæðið. Um leið segir hann ljóst að við einhliða upptöku evru fengist þegar nánast allur ávinningur sem fylgja myndi upptöku með Evrópusambandsaðild. „Þetta er fremur augljós kostur og getur ekki talist álitshnekkir í augum útlendinga, sem alla jafna furða sig á að við höldum hér úti sjálfstæðum gjaldmiðli á einu minnsta myntsvæði í heimi, í útjaðri eins þess stærsta.“ Ásgeir segir kostnaðinn hins vegar aðallega felast í fórn peningalegs sjálfstæðis sem varhugavert geti verið að vanmeta.
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur