Viðskipti erlent

Gull og olía hækka en dollar lækkar

Heimsmarkaðsverð á gulli hefur hækkað mikið að undanförnu og er nú við að slá fyrra verðmet frá upphafi níunda áratugarins. Olía hefur einnig hækkað og er nú í 92 dollurum tunnan en dollar lækkar áfram og hefur náð fyrri lægð gagnvart evrunni eða 1,439 dollar fyrir evru.

Verð á gulli er nú yfir 780 dollurum á únsuna og hefur gullverðið bætt við sig 100 dollurum síðan í byrjun september s.l. Aðrir góðmálmar hækka einnig töluvert þessa dagana. Þannig fór verð á silfri í 14,28 dollara únsan og hækaði um 37,5 sent fyrir helgina. Verð á kópar hækkaði um 5,15 sent og var rúmlega 3,5 dollara á pundið við lokun markaða í gær.

Jon Nadler greinir hjá Kitco Bullion Dealer segir að gullmarkaðurinn sé rekin áfram á hreinni taugaspennu þessa dagana og mikið sé um spákaupmennsku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×