Viðskipti erlent

Þriðjungi minni hagnaður hjá Ericsson

MYND/Pjetur

Hagnaður sænska tæknifyrirtækisins Ericsson dróst saman um 36 prósent á þriðja ársfjórðungi eins og kom fram í afkomuviðvörun, sem fyrirtækið sendi frá sér í síðustu viku.

Ástæðan er einfaldlega minni sala á uppfærslum á fjarskiptakerfum fyrir farsíma. Hagnaður á tímabilinu nam 3,97 milljörðum sænskra króna en var 6,23 milljarðar á sama tímabili í fyrra.

Gengi bréfa Ericsson lækkaði um nærri 30 prósent eftir að fyrirtækið sendi frá sér afkomuviðvörun í síðustu viku og búast sérfræðingar á markaði ekki við að gengið farið upp á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×