Fleiri fréttir

Skuldir heimilanna jukust um 2,6 milljarða

Skuldir heimilanna við innlánsstofnanir, viðskiptabanka og sparisjóði, námu 716 milljörðum króna í lok janúar. Mestur hluti skuldanna eru íbúðalán sem byrjað var að veita í lok ágúst árið 2004 en þau námu 389 milljörðum króna og jukust um 2,6 milljarða krónur á milli mánaða. Þá hafa yfirdráttarlán heimilanna aukist nokkuð en þau hafa ekki verið hærri síðan í febrúar í fyrra, að sögn greiningardeildar Glitnis.

Metár hjá Nestlé

Hagnaður svissneska matvælarisans Nestlé nam 9,2 svissneskum frönkum, jafnvirði 492,5 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er 13,8 prósenta aukning frá síðasta ári og methagnaður í sögu fyrirtækisins.

Ekki einhugur innan Englandsbanka

Einhugur virðist ekki hafa verið í peningamálanefnd Englandsbanka á síðasta vaxtaákvörðunarfundi hennar en bankinn ákvað fyrir hálfum mánuði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Í gær var greint frá því að tveir af níu nefndarmönnum hafi verið fylgjandi 25 punkta hækkun.

EMI opnar dyrnar fyrir Warner

Breski tónlistarrisinn EMI ákvað í gærkvöldi að gera bandaríska útgáfufyrirtækinu Warner Music kleift að leggja fram yfirtökutilboð í samsteypuna. EMI, sem er með stórstjörnur á borð við Íslandsvinina í Coldplay og Robbie Williams á sínum snærum, mun hafa sagt forsvarrsmönnum Warner að tilboðið verði að vera ásættanlegt auk þess sem yfirvöld verði að samþykkja það áður en gengið verði frá kaupum.

Peningaskápurinn...

Ríkisstjórn hægrimanna í Svíðþjóð hyggst selja hluti ríkisins í fyrirtækjum á næstunni. Meðal þess sem er til sölu er fasteignalánabankinn SBAB sem virðist vekja áhuga margra. Þanning hefur Danske Bank undir forystu Peter Straarup sýnt áhuga á að kaupa bankann.

Risarnir saman á sviði

Steve Jobs forstjóri Apple og Bill Gates forstjóri Microsoft munu stíga saman á svið í vor á tækniráðstefnu sem haldin verður á vegum Wall Street Journal í Kaliforníu. Jobs og Gates hafa verið aðalleikarar á tölvuöld í meira en þrjátíu ár. Þeir munu saman fjalla um stafræna byltingu undanfarinna ára og framtíð tækninnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jobs og Gates stíga saman á svið en það gerðu þeir síðast á samskonar ráðstefnu fyrir tveimur árum.

Hagnaður SPRON níu milljarðar

SPRON hagnaðist um níu milljarða króna á síðast ári. Hagnaðurinn er sá langmesti frá upphafi og tvöfaldaðist frá árinu 2005. Rekstur síðasta árs var árangursríkur og góð afkoma einkenndi alla starfsemi fyrirtækisins. Arðsemi eiginfjár var tæplega 60 prósent og er langt yfir 15 prósent arðsemismarkmiði sparisjóðsins.

Hagnaður Lego þrefaldast

Danski leikfangaframleiðandinn Lego skilaði hagnaði upp á 1,4 milljarða danskra króna fyrir skatt í fyrra. Þetta svarar til ríflega 16 milljarða íslenskra króna, sem er þrisvar sinnum betri afkoma en árið 2005. Forstjóri Lego segir árið verða erfitt fyrir fyrirtækið og gerir ráð fyrir minni hagnaði á þessu ári.

Stýrivextir hækka í Japan

Seðlabanki Japans hækkaði stýrivexti um fjórðung úr prósenti í dag og standa stýrivextir landsins nú í 0,50 prósentum. Þetta er önnur stýrivaxtahækkun seðlabankans á sex árum. Vextirnir voru núllstilltir fram á síðasta ár en þá hækkaði bankinn þá um fjórðung úr prósenti.

Vöruskipti óhagstæð um 148,6 milljarða í fyrra

Vöruskipti Íslands voru neikvæð upp á 148,6 milljarða krónur í fyrra en vöruskiptin voru óhagstæð um 105,7 milljarða krónur árið 2005, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands.Þetta jafngildir því að vöruskiptahallinn hafi aukist um 42,9 milljarða krónur á milli ára. Vöruskiptin í desember í fyrra voru óhagstæð um 13,1 milljarð króna en það er 1,9 milljarða aukning á milli ára.

Stöðug notkun eykur endingu

Harðir diskar í tölvum eyðileggjast ekki þótt þeir séu mikið notaðir. Þvert á móti eru meiri líkur á því að harðir diskar í lítilli notkun eyðileggist. Þetta eru niðurstöður prófana þriggja verkfræðinga hjá bandaríska netleitarfyrirtækinu Google á hörðum diskum.

Langtímaútrás með eignarhaldi í orkuiðnaði

Horft er áratugi fram í tímann í verkefnum sem Geysir Green Energy, nýtt fjárfestingarfélag í sjálfbærum orkuiðnaði, tekur sér fyrir hendur. Fyrirtækið var stofnað í byrjun árs af FL Group, Glitni og verkfræðistofunni VGK-Hönnun.

Rós í hnappagatið

Tom Hunter og Baugur eignast brátt Blooms og eru nú með 123 garðvöruverslanir á sínum snærum.

Fleiri horfa til fjárfestinga í orkugeira

Í lok síðustu viku tilkynntu Landsbankinn og Landsvirkjun á sameiginlegum blaðamannafundi um stofnun alþjóðlega fjárfestingarfélagsins HydroKraft Invest sem ætlað er að fjárfesta á erlendri grundu í verkefnum sem tengjast endurnýjanlegri orkuvinnslu. HydroKraft Invest er ætlað að leiða umbótaverkefni á sviði orkumála erlendis, einkum í Evrópu.

Gott að vera stór

Stundum er gott að vera stór. Samt ekki of stór. Ég naut þess í síðustu viku að vera einn af þeim kúnnum greiningardeildar Landsbankans sem fékk senda nýja greiningu á Eimskipafélaginu. Greiningin hljóðaði upp á mun hærra gengi en markaðsgengið.

Marel vill borga, Stork ekki

Stjórnarformaður Marels segir fyrirtækið tilbúið að borga töluvert yfirverð fyrir Stork Food Systems í Hollandi. Móðurfélagið, Stork N.V., vill á móti kaupa Marel.

Rothschild-veldið verður til

Á föstudag verða liðin 263 ár frá fæðingu Mayers Amschel Rothschild, stofnanda banka, sem heitir í höfuðið á honum. Bankinn lagði grunninn að veldi Rothschild-fjöldskyldunnar sem allt fram til dagsins í dag er á meðal auðugustu fjölskyldna í heimi.

Eignir heimila jukust í janúar

Eignir heimilanna jukust um 2,3 prósent að raunvirði í janúar miðað við eignaverðsvísitölu Greiningardeildar Kaupþings.

Örmynt sem ekki fótar sig í sviptibyljum alþjóðlegs markaðar

Spurningunni um hvort evruvæðing hér væri hagkvæm efnahagslífinu var velt upp á málþingi í Háskólanum í Reykjavík fyrir skömmu. Óli Kristján Ármannsson sat þingið, sem haldið var af Viðskiptaráði, nemendafélagi viðskiptafræðinema við skólann.

Tilbúinn fyrir geimferð

Ásókn hefur verið meðal efnaðra í ferð til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Fimmti ferðalangurinn er nú í startholunum.

Norska ríkið selur hlutabréf í Storebrand

Folketrygdfondet, opinber lífeyrissjóður í Noregi, hefur verið að minnka eignarhlut sinn í norska tryggingafélaginu Storebrand. Sjóðurinn átti 6,7 prósent þann 9. febrúar sem var hálfu prósentustigi minna en í byrjun mánaðarins.

Rætur samkeppnishæfninnar

Íslensk útrásarfyrirtæki eru drifin áfram af krafti og sameiginlegu markmiði. Þau kunna að nýta sér áður ónýttar glufur á erlendum mörkuðum en þar liggur vöxtur þeirra.

Nýmæli í kostun prófessors við HÍ

Friðrik Már Baldursson mun framvegis gegna stöðu prófessors við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands með fulltingi Kaupþings. Í lok síðasta árs gerðu Háskóli Íslands og Kaupþing með sér samning um ótímabundna kostun á stöðu prófessors við deildina. Það er nýmæli hér á landi. Fyrirtæki hafa áður kostað stöður við háskólann en stuðningurinn hefur hingað til alltaf verið tímabundinn.

Bankar með brúðarslör

Umræðan um sameiningu banka á Norðurlöndum er ekki bara á fleygiferð á Íslandi, en margir sjá tækifæri liggja í kaupum Exista á hlut í Sampo. Ekonomienyheterna í Svíaríki fjalla um bankamarkaðinn undir fyrirsögninni „Allir undirbúa brúðkaup.“ Þar er fjallað um mögulegan samruna Nordea og SEB.

Gleði, metnaður og vöxtur hjá A. Karlssyni

Linda Björk Gunnlaugsdóttir tók við starfi forstjóra A. Karlssonar á síðasta ári. Hún segir að eftir stefnumótun og endurskipulagningu sé þetta rótgróna fyrirtæki vel í stakk búið fyrir mikinn vöxt. Eggert Þór Aðalsteinsson hitti Lindu Björk að máli.

Eldpipar í fornum réttum frumbyggja

Fimmtán fornleifafræðingar frá Bandaríkjunum og Kanada, sem rannsakað hafa íverustaði frumbyggja í Mið-Ameríku á vegum bandarísku Smithsonian-stofnunarinnar, segja margt benda til að fornar menningarþjóðir syðra hafi ræktað chili, eða eldpipar, sem þeir skáru niður og krydduðu mat sinn með fyrir allt að 6.100 árum.

Hægt að lengja lífið með líffærum

Hópi vísindamanna við Tókýó-háskóla í Japan hefur tekist að rækta agnarsmáar tennur á rannsóknarstofu og græða þær í tilraunamýs. Fyrstu niðurstöður benda til að tilraunin hafi tekist vel enda hafi tennurnar gróið fastar í músunum og haldið áfram að vaxa líkt og þær væru þeirra eigin. Þetta afrek er talið auka líkurnar á því að hægt verði að rækta heilbrigð líffæri á rannsóknarstofum og græða þau í fólk sem þurfi á slíku að halda.

Gengið skrefi lengra í að verðleggja áhættu

Basel II reglurnar nýju sem ná til fjármálafyrirtækja og snúa að eiginfjárkröfu og áhættugrunni þeirra geta haft í för með sér breytingu á álagningu ofan á grunnkjör viðskiptamanna bankanna. Fjármálaeftirlitið vinnur að innleiðingu reglnanna og undirbýr breytingu á lögum.

Hart barist í Bretlandi

Breska verslanakeðjan Sainsbury er eitt heitasta umfjöll-unarefni fjölmiðla í Bretlandi vegna orðróms um yfirtöku.

Hugtak vikunnar

Með flöggun eða flöggunarskyldu er átt við þegar atkvæðisréttur eða eignarhlutur í félagi sem skráð er í Kauphöll Íslands fer undir eða yfir ákveðin mörk og skylt að tilkynna það Kauphöllinni og viðkomandi hlutafélagi. Kveðið er á um flöggunarskylduna í lögum um verðbréfaviðskipti frá árinu 2003 og hún sögð eiga við um verulegan hlut. „Með verulegum hlut í lögum þessum er átt við 5 prósent atkvæðisréttar eða nafnverðs hlutafjár, og margfeldi þar af, allt að 90 prósentum,“ segir í lögunum.

Bakarar laskaðir eftir bolludaginn

„Menn eru aðeins laskaðir. Við erum búnir að vaka mikið og sofa lítið,“ segir Óttar Bjarki Sveinsson bakarameistari um félaga sína í Bakarameistaranum í Suðurveri að loknum bolludegi á mánudag. Bakararnir unnu sleitulítið að framleiðslunni og bjuggu til um 50.000 bollur. Enginn leið er að reikna út hversu mörgum bollum landinn torgaði en Óttar segist hafa heyrt að um milljón bollur hafi horfið ofan í maga fólks.

Skoða skráningu Glitnis í erlenda kauphöll

Stjórnendur Glitnis hafa haft það til skoðunar að skrá bankann í erlenda kauphöll. „Slík skráning hefur marga kosti í för með sér fyrir félagið og munu stjórnendur bankans vega þá og meta vandlega á komandi mánuðum,“ sagði Einar Sveinsson, formaður stjórnar Glitnis, í ræðu sinni á aðalfundi bankans í gær.

Ísland fylgir munstri Evrópu

Ísland hefur á undanförnum árum fylgt sama munstri og Evrópa þegar kemur að yfirtökum og samrunum. Þetta er mat Dr. Ralph A. Walkling, prófessors við Drexel-háskóla í Fíladelfíu. Walkling hefur rannsakað yfirtökur og samruna undanfarin þrjátíu ár og er talinn meðal fremstu fræðimanna heims á því sviði.

Útilokar tryggingakaup

Björn Wahlroos, forstjóri Sampo Group, telur ólíklegt að fyrirtækið ráðist í kaup á öðru fjármálaþjónustufyrirtæki sem er með puttana í tryggingageiranum, svo sem skaða- og líftryggingum, og fjárfestingabankastarfsemi á borð við eignastýringu, verðbréfaviðskipti og eigna- og sjóða­stýringu. Þetta segir hann í viðtali við alþjóðaútgáfu Helsingin Sanomat.

Simbabve slær verðbólgumet

Verðbólgan í Afríkuríkinu Simbabve rauk í methæðir í síðasta mánuði þegar hún mældist 1.593,6 prósent á ársgrundvelli. Sé litið til hækkunar á milli mánaða jókst verðbólgan um 45,4 prósentustig frá því í desember. Að sögn hagstofu Simbabve munar mestu um hækkun á rafmagns-, gas- og öðru orkuverði milli mánaða.

Tækifæri þrátt fyrir hindranir

Miomir Boljanovic hefur verið búsettur á Íslandi í sex ár. Hann kom hingað árið 2001 ásamt eiginkonu sinni. Þá var uppgangur í tölvuiðnaði á heimsvísu og mikill skortur á hugbúnaðarsérfræðingum. Miomir fékk því fljótt vinnu hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Landmati sem er sérhæft í þróun upplýsingakerfa og var þar í þrjú ár.

Verða að vera í sambandi

Þegar upp var staðið í fyrirlestri Finns Mortensen var fátt eftir af gagnrýni hans á íslenska útrás í Danaveldi, annað en það að hann taldi að íslensku fyrirtækin þyrftu að vera duglegri við að svara dönskum blaðamönnum. Hann benti á að Peter Straarup, bankastjóri Danske Bank, væri skjótur til svars þegar eftir því væri leitað.

Færri tóku tappann úr flöskunni

Áfengisdrykkjaframleiðandinn Diageo skilaði 1,3 milljarða punda hagnaði á síðasta ári. Það svarar til 172 milljarða íslenskra króna, sem er öllu betri niðurstaða en stjórnendur fyrirtækisins höfðu gert ráð fyrir. Svo svartsýnir voru þeir að tilefni þótti til að senda neikvæða afkomuviðvörun frá fyrirtækinu vegna hugsanlegs samdráttar í sölu á áfengum drykkjum í fyrra.

Draumóralandið

Ísland á um þessar mundir í mikilli kreppu. Hún endurspeglast í því brenglaða gildis- og verðmætamati sem unga fólkið okkar hefur tileinkað sér, ekki hvað síst hinir villuráfandi sauðir sem gert hafa bókina Draumalandið að eins konar testamenti nýrra trúarbragða.

Hlúa ber vel að auðæfum þjóðarinnar

Lífeyrisbókin – handbók fyrir stjórnendur lífeyrissjóða – hefur verið endurútgefin af eignastýringu Kaupþings í samstarfi við lífeyrissjóðina. Útgefandinn vill með fræðsluritinu minna á þann mikla auð sem hefur safnast hjá lífeyrissjóðunum og koma á framf

Airbus veitir afslátt

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus hefur ákveðið að veita taílenska flugfélaginu Thai Airways afslátt af átta A330 farþegaþotum frá Airbus. Ástæðan er tafir á afhendingu A380 risaþotnanna, sem er tveimur árum á eftir áætlun. Thai Airways hafði pantað sex risaþotur frá Airbus en hótaði að draga kaupin til baka ef flugvélaframleiðandinn veitti flugfélaginu ekki afslátt.

Vísbendingar um vatn á Mars

Miklar líkur eru á að vatn hafi eitt sinn flætt um sprungur undir yfirborði rauðu plánetunnar Mars. Þetta segir hópur vísindamanna við nokkra af helstu háskólum Bandaríkjanna í grein sem þeir birtu undir lok síðustu viku í vísindatímaritinu Science.

Þrír keppa um uppgjör evruhlutabréfa

Deutsche Bank, eða annar erlendur banki, kann að keppa við Seðlabankann þegar kemur að uppgjöri í dagslok á hlutabréfum sem hér verða skráð í evrum.

Hafði fregnir af sköpunargleði og náttúrufegurð

Lisa Johnsons, frumkvöðull í markaðsrannsóknum með sérstakri áherslu á kauphegðun kvenna, hélt fyrirlestur á vegum Samtaka verslunar og þjónustu og Félags kvenna í atvinnurekstri í Salnum í Kópavogi í gær. Óli Kristján Ármannsson hafði samband við Lisu fy

Sjá næstu 50 fréttir