Viðskipti innlent

Skoða skráningu Glitnis í erlenda kauphöll

Stjórnendur Glitnis hafa haft það til skoðunar að skrá bankann í erlenda kauphöll. „Slík skráning hefur marga kosti í för með sér fyrir félagið og munu stjórnendur bankans vega þá og meta vandlega á komandi mánuðum,“ sagði Einar Sveinsson, formaður stjórnar Glitnis, í ræðu sinni á aðalfundi bankans í gær.

Hann vék enn fremur að útliti efnahagsmála á tveimur heimamörkuðum bankans, Íslandi og Noregi. „Fyrstu vísbendingar eru þegar fyrir hendi um að nú hægi á hjólum [íslenska] hagkerfisins,“ sagði Einar en bætti við að útlit væri fyrir nokkuð mjúkri lendingu efnahagslífsins á árinu. Um Noreg sagði hann að góðærisskeiðið virtist hafa náð hámarki og þótt útlit sé fyrir að hagvöxtur verði minni í ár en í fyrra verði hann vel viðunandi. Aðstæður á norskum fjármálamarkaði eru ákjósanlegar og ekki útlit fyrir miklar breytingar í þeim efnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×