Gleði, metnaður og vöxtur hjá A. Karlssyni 21. febrúar 2007 04:45 Linda Björk Gunnlaugsdóttir, forstjóri A. Karlsson, ásamt framkvæmdastjórunum Ingólfi Garðarssyni (t.v.) og guðmundi hreiðarssyni (t.h.) „Okkar svið eru á fyrirtækja-, heilbrigðis- og hreinlætismarkaðnum og þar ætlum við að vaxa. Við erum nú tilbúin í mikinn vöxt. Það liggja fyrir metnaðarfullar áætlanir um vöxt á þessu og næstu árum og eins og árið byrjar þá lofar það góðu.“ MYND/GVA A. Karlsson stendur nú á tímamótum en í næsta mánuði flytur fyrirtækið starfsemi úr Brautarholti í nýtt og tvöfalt stærra húsnæði í Víkurhvarfi í Kópavogi. Linda Björk Gunnlaugsdóttir, sem var ráðin forstjóri félagsins í fyrra, segir að stefnt sé að miklum innri vexti félagsins, jafnt innan- sem utanlands. „Okkar lykilbirgjar standa þétt við bakið á okkur og er það sameiginlegt markmið okkar að markaðssetja fyrirtækin betur en gert hefur verið á undanförnum árum,“ segir hún. Gleðin við völdStjórnendur A. Karlssonar eyddu drjúgum tíma á síðasta ári í það að laga til í rekstri félagsins og dótturfélagsins Besta sem sérhæfir sig í sölu á hreinlætisvörum. Endurskipulagning og stefnumótun voru nauðsynleg ef fyrirtækið ætlaði sér að vaxa og auka markaðshlutdeild. „Bæði fyrirtækin voru stofnuð af frumkvöðlum og bar reksturinn þess merki. Í raun voru bæði fyrirtækin stöðnuð.Þau höfðu ekki verið að taka nógu mikinn þátt í þeim gífurlega mikla vexti sem verið hefur á Íslandi undanfarin ár,“ segir Linda og bendir á að velta félagsins hafi nánast ekkert vaxið á mesta uppgangstíma íslenska hagkerfisins. „Okkar svið eru á fyrirtækja-, heilbrigðis- og hreinlætismarkaðnum og þar ætlum við að vaxa. Við erum nú tilbúin í mikinn vöxt. Það liggja fyrir metnaðarfullar áætlanir um vöxt á þessu og næstu árum og eins og árið byrjar þá lofar það góðu,“ segir Linda og bætir við starfsmenn hafi kosið að hafa gleði sem eitt af gildum fyrirtækisins í stefnumótunni. Góð stemmning ríkir því í herbúðum fyrirtækisins fyrir næstu skref.Allt fyrir heilbrigðisgeirannA. Karlsson var stofnað fyrir rúmum þrjátíu árum en Atorka Group eignaðist það árið 2004 þegar félagið yfirtók fjárfestingafélagið Líf. A. Karlssyni er skipt upp í tvö svið og starfar einkum á fyrirtækjamarkaði. Fyrri kjölfestan er heilbrigðissvið þar sem boðið er upp á mjög breitt vöruúrval fyrir heilbrigðisstofnanir og sjúkrahús, allt frá saumum og bjargráðum í fólk upp í stóra sóna og skanna frá General Electric. Linda segir að fyrirtækið geti boðið upp á að innrétta heilu skurðsstofurnar eða heilsugæslustofnanir. Það er þó ekki í lyfjasölu.Að hennar sögn hefur félagið verið að fóta sig áfram á stoðtækjamarkaði með því að bjóða upp á stuðningstæki, hjólastóla og rúm. „Kröfurnar hjá eldra fólki, yfir sextíu ára og eldri, hafa verið að aukast og við höfum verið að bæta við vöruúrval sem hentar þessum hópi sem er alltaf að stækka.“ Linda segir að það séu spennandi tímar fram undan, enda hefur verið mikil uppbygging á öldrunarheimilum og svo er væntanlegt nýtt háskólasjúkrahús. Þá fleygir tækninni fram sem kallar á stöðuga endurnýjun tækjabúnaðar. Vöxtur heilbrigðissviðsins mun þó alltaf vera háður því hversu miklum fjármunum ríkið veiti til heilbrigðismála.Lausnir fyrir veitingahúsHin stoðin hjá A. Karlssyni er svokallað fyrir-tækja- og smásölusvið þar sem viðskipavinirnir koma fremur úr einkageiranum en þeim opinbera. „Þarna hefur verið mikill vöxtur á síðustu árum og við þurfum ekki annað en að horfa á þau hótel, gistihús og veitingastaði sem hafa sprottið upp,“ segir Linda. Þar hefur A. Karlsson til að mynda verið að sækja fram á sviði eldhústækja og getur boðið upp á öll tæki, borðbúnað fyrir mötuneyti, kaffistofur, veitingahús, kaffihús og bari. Linda nefnir sérstaklega að fyrirtækið geti boðið upp á margar lausnir varðandi innréttingar fyrir rekstur af þessum toga og sé duglegt við að koma með nýjungar í þeim efnum í samvinnu við birgja. Þá sérhæfir A. Karlsson sig í því að innrétta hótelherbergi með öllu og hefur fyrirtækið séð um innréttingar á mörgum hótelum landsins, meðal annars Nordica-hótelið, og býður einnig upp á breiða línu fyrir skrifstofur.Eins og áður sagði stendur fyrir dyrum flutningur höfuðstöðva A. Karlssonar í glænýtt húsnæði við Víkurhvarf. „Nýja húsnæðið er um 2.100 fermetrar sem fer að stærstum hluta undir lifandi sýningarsvæði. Þú kemur inn og upplifir það sem við erum að selja. Við ætlum að setja upp eldhús, hótelherbergi, mötuneyti og bar.“ Á heilbrigðissviðinu verður sett upp sjúkrastofa og skurðsstofa til að sýna það sem fyrirtækið hefur upp á bjóða á þeim vettvangi.Besta í vextiDótturfyrirtækið Besta sérhæfir sig í sölu á öllu því sem snýr að hreinlætisvörum, allt frá stórum gólfþvottavélum og til hreinlætis-efna. Aðspurð um kaupin á Besta segir hún að mikil samlegð liggi milli A. Karlssonar og Besta. „Þarna liggja mörg krosssölutækifæri. Þegar við seljum heilu eldhúsin eða hótelinnréttingarnar þá getum við boðið upp á allar hreinlætisvörur með.“Besta starfrækir fjórar verslanir, í Reykjavík í Reykjanesbæ, Grundarfirði og á Egilsstöðum, og horft er til fjölgunar verslana undir merkjum keðjunnar. Stefnt er að flytja Besta úr Sigtúnshúsinu við Suðurlandsbraut í helmingi stærra húsnæði við Ármúla 23 í byrjun mars. Nýja verslunin verður í sama anda og nýju höfuðstöðvarnar, þar fá viðskiptavinir að kynnast þeim hreinsiefnum og öðrum vörum sem verslunin býður upp á. Linda segir að það sé gífurlegur munur að þrífa, hvort sem er heima hjá sér eða í fyrir-tæki, ef réttu efnin eru höfð við höndina, bæði hreinsiefni og tæki og moppur.Að mati Lindu liggur styrkur A. Karlssonar og Besta í breiðri vörulínu og sterkum og góðum vörumerkjum. Fyrirtækið rekur samhliða þessu þjónustudeild til að annast þjónustu tengdum viðgerðum, ábyrgðum og eftirsölu auk þess að annast uppsetningar á tækjum. Galdur fyrirtækisins liggur þó aðallega í breiðum hópi starfsmanna sem búa yfir fjölbreyttri reynslu og þekkja vel til þeirra tækja og tóla sem fyrirtækið selur. Í herbúðunum eru meðal annars innanhúsarkitektar, kokkar, þjónar, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfi, sjúkraþjálfi og líffræðingar og aðrir sölumenn með mikla reynslu að baki. „Þetta er fjölbreyttur hópur fólks sem hefur gífur-lega vöruþekkingu, reynslu og getur veitt ráðgjöf um vöruval og teiknað upp skipulag og innréttingar fyrir t.d. veitingahús, skrifstofur, skurðstofur svo eitthvað sé nefnt.“Líka útrásarfyrirtækiVelta A. Karlssonar og Besta nam 1,7 milljörðum króna á síðasta ári. En þar með er ekki öll sagan sögð. Félögin eru ekki síður útrásarfyrirtæki en sölufyrirtæki á innanlandsmarkaði því í Eystrasaltslöndunum þremur er rekið dótturfélag A. Karlssonar sem er eftirmynd af heilbrigðissviðinu. „Þar notuðum við sambönd sem við höfðum við nokkra stóra birgja til þess að byrja að selja inn á heilbrigðisstofnanir þar. Það fyrirtæki hefur vaxið gífurlega og þarna liggja mikil tækifæri. Veltan þarna er farin að slaga hátt í veltu móðurfélagsins.“Einnig er rekið fyrirtæki í Danmörku undir nafni Besta sem var stofnað í mars í fyrra eftir að A. Karlsson fékk Evrópuumboð fyrir bandaríska hreinsivöruframleiðandann Spartan Chemicals. Stefnt er að velta fyrirtækisins, sem starfar á fyrirtækjamarkaði, fari í eitt hundrað milljónir króna með einum sölumanni. „Þetta er stór og spennandi markaður. Við ætlum að vaxa þarna og ráða inn fleiri starfsmenn. Við byrjuðum í Danmörku og Svíþjóð, fórum svo niður til Þýskalands og höfum nú komið okkur til Rússlands,“ segir Linda að lokum. Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Sjá meira
A. Karlsson stendur nú á tímamótum en í næsta mánuði flytur fyrirtækið starfsemi úr Brautarholti í nýtt og tvöfalt stærra húsnæði í Víkurhvarfi í Kópavogi. Linda Björk Gunnlaugsdóttir, sem var ráðin forstjóri félagsins í fyrra, segir að stefnt sé að miklum innri vexti félagsins, jafnt innan- sem utanlands. „Okkar lykilbirgjar standa þétt við bakið á okkur og er það sameiginlegt markmið okkar að markaðssetja fyrirtækin betur en gert hefur verið á undanförnum árum,“ segir hún. Gleðin við völdStjórnendur A. Karlssonar eyddu drjúgum tíma á síðasta ári í það að laga til í rekstri félagsins og dótturfélagsins Besta sem sérhæfir sig í sölu á hreinlætisvörum. Endurskipulagning og stefnumótun voru nauðsynleg ef fyrirtækið ætlaði sér að vaxa og auka markaðshlutdeild. „Bæði fyrirtækin voru stofnuð af frumkvöðlum og bar reksturinn þess merki. Í raun voru bæði fyrirtækin stöðnuð.Þau höfðu ekki verið að taka nógu mikinn þátt í þeim gífurlega mikla vexti sem verið hefur á Íslandi undanfarin ár,“ segir Linda og bendir á að velta félagsins hafi nánast ekkert vaxið á mesta uppgangstíma íslenska hagkerfisins. „Okkar svið eru á fyrirtækja-, heilbrigðis- og hreinlætismarkaðnum og þar ætlum við að vaxa. Við erum nú tilbúin í mikinn vöxt. Það liggja fyrir metnaðarfullar áætlanir um vöxt á þessu og næstu árum og eins og árið byrjar þá lofar það góðu,“ segir Linda og bætir við starfsmenn hafi kosið að hafa gleði sem eitt af gildum fyrirtækisins í stefnumótunni. Góð stemmning ríkir því í herbúðum fyrirtækisins fyrir næstu skref.Allt fyrir heilbrigðisgeirannA. Karlsson var stofnað fyrir rúmum þrjátíu árum en Atorka Group eignaðist það árið 2004 þegar félagið yfirtók fjárfestingafélagið Líf. A. Karlssyni er skipt upp í tvö svið og starfar einkum á fyrirtækjamarkaði. Fyrri kjölfestan er heilbrigðissvið þar sem boðið er upp á mjög breitt vöruúrval fyrir heilbrigðisstofnanir og sjúkrahús, allt frá saumum og bjargráðum í fólk upp í stóra sóna og skanna frá General Electric. Linda segir að fyrirtækið geti boðið upp á að innrétta heilu skurðsstofurnar eða heilsugæslustofnanir. Það er þó ekki í lyfjasölu.Að hennar sögn hefur félagið verið að fóta sig áfram á stoðtækjamarkaði með því að bjóða upp á stuðningstæki, hjólastóla og rúm. „Kröfurnar hjá eldra fólki, yfir sextíu ára og eldri, hafa verið að aukast og við höfum verið að bæta við vöruúrval sem hentar þessum hópi sem er alltaf að stækka.“ Linda segir að það séu spennandi tímar fram undan, enda hefur verið mikil uppbygging á öldrunarheimilum og svo er væntanlegt nýtt háskólasjúkrahús. Þá fleygir tækninni fram sem kallar á stöðuga endurnýjun tækjabúnaðar. Vöxtur heilbrigðissviðsins mun þó alltaf vera háður því hversu miklum fjármunum ríkið veiti til heilbrigðismála.Lausnir fyrir veitingahúsHin stoðin hjá A. Karlssyni er svokallað fyrir-tækja- og smásölusvið þar sem viðskipavinirnir koma fremur úr einkageiranum en þeim opinbera. „Þarna hefur verið mikill vöxtur á síðustu árum og við þurfum ekki annað en að horfa á þau hótel, gistihús og veitingastaði sem hafa sprottið upp,“ segir Linda. Þar hefur A. Karlsson til að mynda verið að sækja fram á sviði eldhústækja og getur boðið upp á öll tæki, borðbúnað fyrir mötuneyti, kaffistofur, veitingahús, kaffihús og bari. Linda nefnir sérstaklega að fyrirtækið geti boðið upp á margar lausnir varðandi innréttingar fyrir rekstur af þessum toga og sé duglegt við að koma með nýjungar í þeim efnum í samvinnu við birgja. Þá sérhæfir A. Karlsson sig í því að innrétta hótelherbergi með öllu og hefur fyrirtækið séð um innréttingar á mörgum hótelum landsins, meðal annars Nordica-hótelið, og býður einnig upp á breiða línu fyrir skrifstofur.Eins og áður sagði stendur fyrir dyrum flutningur höfuðstöðva A. Karlssonar í glænýtt húsnæði við Víkurhvarf. „Nýja húsnæðið er um 2.100 fermetrar sem fer að stærstum hluta undir lifandi sýningarsvæði. Þú kemur inn og upplifir það sem við erum að selja. Við ætlum að setja upp eldhús, hótelherbergi, mötuneyti og bar.“ Á heilbrigðissviðinu verður sett upp sjúkrastofa og skurðsstofa til að sýna það sem fyrirtækið hefur upp á bjóða á þeim vettvangi.Besta í vextiDótturfyrirtækið Besta sérhæfir sig í sölu á öllu því sem snýr að hreinlætisvörum, allt frá stórum gólfþvottavélum og til hreinlætis-efna. Aðspurð um kaupin á Besta segir hún að mikil samlegð liggi milli A. Karlssonar og Besta. „Þarna liggja mörg krosssölutækifæri. Þegar við seljum heilu eldhúsin eða hótelinnréttingarnar þá getum við boðið upp á allar hreinlætisvörur með.“Besta starfrækir fjórar verslanir, í Reykjavík í Reykjanesbæ, Grundarfirði og á Egilsstöðum, og horft er til fjölgunar verslana undir merkjum keðjunnar. Stefnt er að flytja Besta úr Sigtúnshúsinu við Suðurlandsbraut í helmingi stærra húsnæði við Ármúla 23 í byrjun mars. Nýja verslunin verður í sama anda og nýju höfuðstöðvarnar, þar fá viðskiptavinir að kynnast þeim hreinsiefnum og öðrum vörum sem verslunin býður upp á. Linda segir að það sé gífurlegur munur að þrífa, hvort sem er heima hjá sér eða í fyrir-tæki, ef réttu efnin eru höfð við höndina, bæði hreinsiefni og tæki og moppur.Að mati Lindu liggur styrkur A. Karlssonar og Besta í breiðri vörulínu og sterkum og góðum vörumerkjum. Fyrirtækið rekur samhliða þessu þjónustudeild til að annast þjónustu tengdum viðgerðum, ábyrgðum og eftirsölu auk þess að annast uppsetningar á tækjum. Galdur fyrirtækisins liggur þó aðallega í breiðum hópi starfsmanna sem búa yfir fjölbreyttri reynslu og þekkja vel til þeirra tækja og tóla sem fyrirtækið selur. Í herbúðunum eru meðal annars innanhúsarkitektar, kokkar, þjónar, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfi, sjúkraþjálfi og líffræðingar og aðrir sölumenn með mikla reynslu að baki. „Þetta er fjölbreyttur hópur fólks sem hefur gífur-lega vöruþekkingu, reynslu og getur veitt ráðgjöf um vöruval og teiknað upp skipulag og innréttingar fyrir t.d. veitingahús, skrifstofur, skurðstofur svo eitthvað sé nefnt.“Líka útrásarfyrirtækiVelta A. Karlssonar og Besta nam 1,7 milljörðum króna á síðasta ári. En þar með er ekki öll sagan sögð. Félögin eru ekki síður útrásarfyrirtæki en sölufyrirtæki á innanlandsmarkaði því í Eystrasaltslöndunum þremur er rekið dótturfélag A. Karlssonar sem er eftirmynd af heilbrigðissviðinu. „Þar notuðum við sambönd sem við höfðum við nokkra stóra birgja til þess að byrja að selja inn á heilbrigðisstofnanir þar. Það fyrirtæki hefur vaxið gífurlega og þarna liggja mikil tækifæri. Veltan þarna er farin að slaga hátt í veltu móðurfélagsins.“Einnig er rekið fyrirtæki í Danmörku undir nafni Besta sem var stofnað í mars í fyrra eftir að A. Karlsson fékk Evrópuumboð fyrir bandaríska hreinsivöruframleiðandann Spartan Chemicals. Stefnt er að velta fyrirtækisins, sem starfar á fyrirtækjamarkaði, fari í eitt hundrað milljónir króna með einum sölumanni. „Þetta er stór og spennandi markaður. Við ætlum að vaxa þarna og ráða inn fleiri starfsmenn. Við byrjuðum í Danmörku og Svíþjóð, fórum svo niður til Þýskalands og höfum nú komið okkur til Rússlands,“ segir Linda að lokum.
Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun