Fleiri fréttir

Þorskur enn í toppsætinu

Framboð var ágætt á fismörkuðum landsins í síðustu viku. Seld voru 2.570 tonn af fiski samanborið við 3.164 tonn í vikunni á undan. Meðalverðið stóð í 164,96 krónum á kíló af fiski, sem er 5,27 króna lækkun á milli vikna. Þetta jafngildir því að fiskur hafi selst fyrir 424 milljónir króna í vikunni, að sögn skipa.is, vefs Fiskifrétta.

Mæla með Straumi

Greiningardeild Landsbankans hefur gefið út uppfært verðmat fyrir Straum-Burðarás. Deildin segir Straum-Burðarás hafa náð öllum markmiðum sínum á síðasta ári og mælir með því að fjárfestar kaupi bréf í bankanum.

Fjárfestingar lífeyrissjóða

Á morgun býður Lífeyrissjóður verkfræðinga til hádegisverðar á Grand Hótel Reykjavík milli klukkan tólf og eitt. Þar verður fjárfestingastefna lífeyrissjóða og hlutverk þeirra í efnahagslífinu rædd í þaula. Ræðumenn á fundinum verða þau Helga Jónsdóttir, framkvæmdastjóri BSRB, Skarphéðinn Berg Steinarsson hjá Baugi og Tryggvi Þór Herbertsson, forstjóri nýja fjárfestingabankans Aska Capital.

LOGOS kostar stöðu lektors í HÍ

LOGOS lögmannsþjónusta kostar stöðu lektors við lagadeild Háskóla Íslands næstu þrjú árin. Kristín Ingólfsdóttir rektor, Páll Hreinsson, forseti lagadeildar, og Gunnar Sturluson, framkvæmdastjóri LOGOS, undirrituðu samning þessa efnis í gær.

Hagnaður Wal-Mart upp eftir verðlækkanir

Hagnaður Wal-Mart verslunarkeðjunnar jókst um 9,8 prósent frá nóvember til loka janúar þegar fyrirtækið lækkaði vöruverð til að laða að viðskiptavini. Hækkun á fjórða ársfjórðungi síðasta árs er 340 milljónum bandaríkjadollara hærri en frá fyrra ári. Hagnaður á síðasta ársfjórðungi var 3,94 milljarðar dollara.

Besta afkoman í sögu Icelandair Group

Icelandic Group skilaði ríflega 2,6 milljarða króna hagnaði á síðasta ári. Félagið skilaði hins vegar 555 milljóna króna tapi á fjórða og síðasta rekstrarfjórðungi síðasta árs. Þetta er besta afkoman í sögu félagsins, sem var skráð í Kauphöll Íslands undir lok síðasta árs.

Yfir 100 sýnendur á Tækni og vit 2007

Yfir 100 sýnendur hafa skráð sig til þátttöku á stórsýningunni Tækni og vit 2007 verður haldin í Fífunni í Kópavogi dagana 8.-11. mars næstkomandi. Mikil gróska er í tækni- og þekkingariðnaði og verður sýningin stærsti viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi á þessu sviði.

Icelandic Glacial með víðtæka dreifingu í N-Ameríku

Íslenska fyrirtækið Icelandic Water Holdings, sem framleiðir átappað vatn á flöskum undir vörumerkinu Icelandic Glacial í Þorlákshöfn, hefur gert samning við kanadíska fyrirtækið Leading Brands um dreifingu á vatninu í Kanada og í Bandaríkjunum. Fyrirtækið mun meðal annars selja vatnið í verslanakeðjunum Shoppers Drug Mart, Whole Foods Markets og í Wal-Mart auk annarra verslana.

Leiðtogar ræða um uppsagnir Airbus

Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, funduðu í dag vegna yfirvofandi uppsagna hjá evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus. Airbus hefur festað að greina frá hagræðingu í rekstri félagsins en óttast er að tugþúsundir starfsmanna fyrirtækisins verði sagt upp á næstu þremur árum.

Friðrik Már Baldursson prófessor með fulltingi Kaupþings

Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands hefur ákveðið að dr. Friðrik Már Baldursson, gegni stöðu prófessors með fulltingi Kaupþings. Þetta er í samræmi við sambning sem HÍ og Kaupþing gerðu undir lok síðasta árs um ótímabundna kostun á stöðu prófessors í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.

Óvissa í Japan

Seðlabanki Japans ákveður á morgun hvort breytingar verði gerðar á stýrivöxtum landsins. Greiningardeild Glitnis segir mikla óvissu ríkja um ákvörðun bankans og bendir á að jafnar líkur séu á því hvort vextirnir verði óbreyttir eða hækki um fjórðung úr prósenti. Vextirnir hafa ekki verið hækkaðir síðan um mitt síðasta ár eftir nokkurra ára núllvaxtastig.

Warner býður í EMI

Bandaríski útgáfurisinn Warner Music hefur gert tilboð í útgáfufélagið EMI. Ekki er um yfirtökutilboð en ekki er ólíklegt að út í það verði farið, að sögn forsvarsmanna EMI. Tilboð sem þetta er enginn nýlunda því bæði fyrirtækin hafa ítrekað reynt að kaupa hvort annað á síðastliðnum sjö árum.

Alfesca kaupir franskan skelfiskframleiðanda

Matvælaframleiðandinn Alfesca hefur keypt franska skelfiskframleiðandann Adrimex fyrir um 1,9 milljarða krónur. Adrimex er leiðandi í framleiðslu og sölu úrvalsskelfisks.

Airbus frestar tilkynningu um hagræðingu

Evrópsku flugvélasmiðirnir hjá Airbus hafa ákveðið að fresta því að tilkynna um fyrirhuguð hagræðingaráform hjá fyrirtækinu. Ástæðan er sú að ekki hafa náðst sættir við dótturfélög Airbus víðs vegar í Evrópu. Óttast er að tugþúsund starfsmenn fyrirtækisins missi vinnuna hjá Airbus.

Hagnaður Stoða rúmlega fimmfaldast

Fasteignafélagið Stoðir hf. skilaði tæplega 11,4 milljarða króna hagnaði á síðasta ári samanborið við tæplega 2,1 milljarðs króna hagnaðar ári fyrr.

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkar

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði að meðaltali um 30 sent á markaði og fór í rétt tæpa 59 dali á tunnu í dag eftir að mannræningjar slepptu úr haldi bandarískum olíuverkamönnum hjá þarlendum olíufyrirtækjum í Nígeríu. Þá ákvaðu Samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, sömuleiðis að mæla ekki með því á næsta fundi sínum að draga úr olíuframleiðslu.

Sími fyrir heyrnarlausa

SMS-smáskilaboð voru bylting fyrir samfélag heyrnarlausra en nú er von á nýrri byltingu. Verkefnið MobileASL sem nú er langt komið við Washington-háskóla í Bandaríkjunum er að ná að fullkomna tækni sem gerir fólki kleyft að tala táknmál í gegnum myndsíma sem auðvelt er að stinga í vasa. Símarnir eru með stóran skjá og innbygða upptökuvél. Vandamálið sem enn blasir við er að flutningsgeta GSM-kerfa dugir illa fyrir rauntíma video-samskipti. Til að ná þeirri skerpu sem þarf á skjáina til að táknmálið skiljist hefur hópurinn hannað nýjan video-staðal byggðan á H.264 staðli Apple, x264, en þessi staðall gefur mjög skýra mynd þó hún sé lítil. Það má búast við að á næstu árum geti heyrnarlausir hérlendis farið að nýta sér þessa tækni.

Minna tap hjá Kögun

Kögun hf skilaði 983 milljóna króna tapi á síðasta ári samanborið við tæplega 636 milljóna króna tap árið á undan. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu 3.632 milljónum króna á árinu sem er 99 prósenta hækkun frá 2005 auk þess sem rekstrarhagnaður (EBITDA) nam 1.542 milljónum á árinu sem er liðleg tvöföldun á milli ára.

Kaupþing spáir 5,5% verðbólgu í mars

Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverð lækki um 0,7 prósentustig í næsta mánuði. Gangi það eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 5,5 prósent miðað við 7,4 prósent í febrúar. Deildin segir lækkun matarskatts hafa veruleg áhrif á verðbólgumælinguna en að hækkun á verði fasteigna, fatnaði og skóm muni vega á móti.

Landsbanki og Landsvirkjun í endurnýjanlegri orkuvinnslu

Landsbankinn og Landsvirkjun hafa stofnað sameiginlegt fjárfestingafélag um endurnýjanlega orkuvinnslu erlendis. Félagið heitir HydroKraft Invest en því er ætlað að fjárfesta í verkefnum á erlendis sem tengjast endurnýjanlegri orkuvinnslu, með áherslu á vatnsafl.

ESB spáir minni verðbólgu í ár

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur uppfært hagvaxtarspá fyrir evrusvæðið á þessu ári. Þá eru horfur á minni verðbólgu en reiknað var með. Joaquín Almunia , sem fer með efnahagsmál innan framkvæmdastjórnar ESB, segir að gert sé ráð fyrir 2,4 prósenta hagvexti á evrusvæðinu. Það er 0,3 prósentustigum meira en fyrri spá hljóðaði upp á.

BA og Goldman Sachs ekki í yfirtökuhugleiðingum

Breska flugfélagið British Airways og bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs hafa ekki í hyggju að gera yfirtökutilboð í bandaríska flugrekstrarfélagið AMR Corporation, móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines. Gengi bréfa í FL Group, sem keypti tæpan 6 prósenta hlut í AMR undir lok síðasta árs, hækkaði mest um rúm 5 prósent í Kauphöll Íslands vegna frétta um hugsanlegt yfirtökutilboð í AMR.

Afkoma TM undir spám

Tryggingamiðstöðin (TM) skilaði 696 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samanborið við tæpa 7,2 milljarða krónur árið 2005. Hagnaður tryggingafélagsins nam 231,6 milljónum króna á fjórða ársfjórðungi 2006 sem er undir meðaltalsspá greiningardeilda viðskiptabankanna.

Forstjórinn hættir í sumar

Pelle Törnberg, forstjóri sænsku fríblaðaútgáfunnar Metro International, hefur ákveðið að láta af störfum í lok sumars. Törnberg er frumkvöðull á sviði dagblaðaútgáfu en hann, ásamt öðrum, ýtti fríblaðinu Metro úr vör á götum Stokkhólms árið 1995.

Gengistap tæpur milljarður: Teymi birti uppgjör fjórða ársfjórðungs í gær.

Tap fjarskipta- og upplýsingatæknifyrirtækisins Teymis nam 1.253 milljónum króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Félagið birti uppgjör í gær. Tapið er langt yfir spá Landsbankans upp á 93 milljóna króna tap. Teymi segir að gengistap vegna langtímaskulda skýri 927 milljónir króna af tapinu og bendir á að miðað við núverandi gengi krónunnar séu þau áhrif gengin til baka.

Eimskip upp um sjö prósent

Bréf í Eimskipafélaginu hækkuðu um sjö prósent á markaði í dag, og bréf Össurar um þrjú prósent. Ástæða hækkunarinnar hjá Eimskip er greining frá greiningardeild Landsbankans sem kemur út á morgun. Millifærsla var með eigin bréf félagsins vegna kaupa á Daalimpex.

FME segir lífeyrissjóðum skylt að tilkynna um samruna

Fjármálaeftirlitið segir að lífeyrissjóðum beri að tilkynna um fyrirhugaða sameiningu lífeyrissjóða til Fjármálaeftirlits um leið og ákvörðun um slíkt hefur verið tekin. Túlkun eftirlitsins er birt í kjölfar sameininga lífeyrissjóða þar sem reynt hefur á tilkynningaskylduákvæði laga um lífeyrissjóði.

Moody's staðfestir lánshæfismat ríkissjóðs

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's staðfesti lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands í reglubundnu mati sínu (e. credit opinion) í gær. Staðfestar voru einkunnirnar Aaa fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum og P-1 fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum. Horfur eru stöðugar, að mati Moody's.

Dow Jones í methæðum

Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones fór í methæðir í gær eftir að Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði verðbólgu vera vera að hjaðna. Fjárfestar, sem greina af orðum bankastjórans að litlar líkur séu á hækkun stýrivaxta í bráðu, urðu hæstánægðir enda hækkaði vísitalan um 0,69 prósentustig og endaði í 12.741,86 stigum.

Bjórsala dróst saman í Evrópu

Áfengisframleiðinn Diageo skilaði 1,3 milljarða punda hagnaði á síðasta ári. Það svarar til rúmlega 172 milljarða íslenskra króna. Þetta er sjö prósenta samdráttur á milli ára og betri niðurstaða en ráð hafði verið gert í neikvæðri afkomuviðvörun sem fyrirtækið sendi frá sér fyrir skömmu. Fyrirtæki framleiðir drykki á borð við Smirnoff-vodka, Johnnie Walker-viskí, Gordon's Gin og Guinnes-bjór.

13 þúsund sagt upp hjá Chrysler

Bandaríski bílaframleiðandinn Chrysler tilkynnti í gær að fyrirhugað væri að segja upp 13 þúsund starfsmönnum í verksmiðjum í Bandaríkjunum. Þeir segja ástæðuna vera hversu erfitt Chrysler eigi orðið með samkeppni frá öðrum löndum.

Evruhlutabréf fyrir aðalfund

Stjórn Marels leggur fyrir aðalfund félagsins í mars tillögu um að færa hlutafé fyrirtækisins úr krónum í evrur.

Samkeppnishæfnin skoðuð

Iðntæknistofnun kannar samkeppnishæfni Íslands í samvinnu við Alþjóða efnahagsstofnunina, World Economic Forum (WEF) og sendir á næstu vikum út spurningalista. Velt er upp spurningunni hvers vegna hagkerfi sumra þjóða vaxi hraðar en annarra.

Storebrand fór fram úr spám

Hagnaður norska fjármálafyrirtækisins Storebrand Group nam 1.469 milljónum norskra króna eftir skatta í fyrra sem eru um 17,4 milljarðar króna. Þar af var hagnaður félagsins, sem er að níu prósentum hluta í eigu Kaupþings, rúmir 5,8 milljarðar á fjórða ársfjórðungi.

LÍ spáir hálfum milljarði í hagnað

Atorka Group birtir uppgjör sitt fyrir síðasta ár á morgun. Greiningardeild Landsbankans segir síðasta fjórðung félagsins hafa verið viðburðaríkan en Promens, dótturfélag Atorku, lauk kaupum á norska plastvöruframleiðandanum Polimoon á tímabilinu.

Chrysler segir upp starfsfólki vegna samdráttar

Bílaframleiðendurnir DaimlerChrysler hefur ákveðið að segja upp 13.000 manns í Bandaríkjunum og í Kanada og loka einni verksmiðju fyrirtækisins í Delawer. Helsta ástæðan er samdráttur í rekstri fyrirtækisins en sala á nýjum bílum undir merkjum Chrysler dróst saman um 7 prósent vestanhafs.

Afrita auðveldlega af Blue Ray og HD-DVD

Það er orðið alþekkt að eftir því sem framleiðendur DVD og geisladiska búa til betri afritunarvarnir finna tölvuþrjótar leiðir til að komast í kringum þær. Nú er þegar kominn í umferð lykill sem fer framhjá afritunarvörnum á bæði Blue-Ray og HD-DVD diskum, öllum. Áður þurfti sérstakan lykil fyrir hvern einstakan Blue-Ray eða HD-DVD disk.

Thai Airways fær afslátt hjá Airbus

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus hefur ákveðið að veita taílenska flugfélaginu Thai Airways afslátt á átta A330 farþegaþotum frá Airbus. Ástæðan eru tafir á afhendingu A380 risaþotanna, sem er tveimur árum á eftir áætlun. Thai Airways hafði pantað sex risaþotur frá Airbus en hótaði að draga kaupin til baka ef flugvélaframleiðandinn veitti flugfélaginu ekki afslátt.

Aflaverðmæti skipa jókst um 10 prósent

Heildarafli íslenskra skipa í janúar nam 80.657 tonnum sem er tæp tvöföldun á milli ára. Aflaverðmætið, metið á föstu verðlagi, jókst um 10 prósent frá janúar á síðasta ári, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar.

Google dæmdir fyrir höfundarréttarbrot

Google-fyrirtækið hefur verið dæmt fyrir brot á höfundarréttarlögum fyrir að hafa birt greinar og fyrirsagnir belgískra dagblaða án leyfis. Dómurinn gæti orðið til fordæmis um hvernig leitarvélar tengja á höfundarréttarvarið efni og fréttir á vefnum. Google ætla að áfrýja og segja þjónustu sína Google News algjörlega löglega. Belgíski dómarinn var þeim ekki sammála og sagði fyrirtækið endurvinna og birta efni án leyfis og slíkt væri höfundarréttarbrot.

Minnstu olíufélögin sjá um skip ríkisins

Tvö minnstu olíufélögin Atlantsolía í Hafnarfirði og Íslensk olíumiðlun í Neskaupstað voru hlutskörpust í útboði ríkisins á olíu til varðskipa og hafrannsóknaskipa og hefur ríkið samið við þau.

Þjóðverjar kaupa hlut í indverskri kauphöll

Þýska kauphöllin í Franfurt, Deutsche Börse, hefur keypt fimm prósenta hlut í kauphöllinni í Mumbai á Indlandi. Erlendum aðilum leyfist ekki að kaupa stærri hlut í indversku fjármálafyrirtæki. Ekki liggur fyrir hvað Deutsche Börse greiddi fyrir hlutinn.

Námarisar vilja kaupa álrisa

Álverð fer hækkandi og hlutabréf í Alcoa, stærsta álframleiðanda heims hækkuðu um rúm sex prósent í kauphöllinni í New York í gær. Vangaveltur eru um að fyrirtækið verði selt.

Sjá næstu 50 fréttir