Tilbúinn fyrir geimferð 21. febrúar 2007 05:30 Charles Simonyi í fullum skrúða. Fimmti ferðamaðurinn til að greiða fyrir ferð og tíu daga dvöl í Alþjóðlegu geimstöðinni býr sig nú undir flugið í Rússlandi. MYND/AFP Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Ungverski milljónamæringurinn Charles Simonyi kom til Moskvuborgar á sunnudag til að búa sig undir ferð ásamt tveimur rússneskum geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í byrjun apríl og mun dvelja þar í tíu daga. Simonyi verður fimmti ferðalangurinn sem greiðir fyrir ferð til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þjálfun fyrir ferðina hófst í september í fyrra en áfanginn nú er síðasta skrefið áður en hann fer í loftið. Simonyi, sem fæddur er í Ungverjalandi árið 1948, hefur verið búsettur í Banda-ríkjunum frá því seint á sjöunda áratug síðustu aldar en hann er einn af fyrstu starfsmönnum bandaríska hugbúnaðarrisans Microsoft og leiddi hann meðal annars þróunardeildina sem bjó til ritvinnsluhugbúnaðinn Word og töflureikninn Excel í Office-hugbúnaðarvöndlinum. Simonyi sagði skilið við risann árið 2002 eftir 21 árs dvöl og leiðir nú eigið fyrirtæki, Intentional Software, sem sérhæfir sig í nýrri gerð forritunarmáls, sem kalla má sjálfráða forritunarmál sem auðvelda á alla hugbúnaðargerð. Simonyi er virkur í mennta- og menningarlífi Bandaríkjanna og er meðal annars í forsvari fyrir sjóði í eigin nafni sem veitir styrki til málaflokkanna. Þá hefur hann sömuleiðis verið orðaður við Mörthu Stewart, einn af frægustu sjónvarpskokkum í heimi. Það er langt í frá að Simonyi ætli að liggja með tærnar upp í loft í Alþjóðlegu geimstöðinni því hann mun þurfa að inna af hendi nokkur skylduverkefni fyrir Evrópsku geimvísindastofnunina í geimstöðinni auk þess sem hann ætlar að gera nokkrar læknisfræðilegar tilraunir á eigin vegum. Meðal annars ætlar hann að kanna áhrif geislavirkni á menn. Nokkur ásókn hefur verið á meðal milljónamæringa í ferð til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir að ferðir sem þessar buðust fyrst fyrir sex árum. Fram til þessa hafa fjórir efnaðir karlar og ein kona farið út í geim og dvalið þar í tíu daga. Ekki liggur fyrir hvað Simonyi greiðir fyrir ferðina en miðað við útlagðan kostnað við fyrri ferðir má gera ráð fyrir að hann þurfi að reiða fram ríflega 1,2 milljarða króna fyrir farið. Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Ungverski milljónamæringurinn Charles Simonyi kom til Moskvuborgar á sunnudag til að búa sig undir ferð ásamt tveimur rússneskum geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í byrjun apríl og mun dvelja þar í tíu daga. Simonyi verður fimmti ferðalangurinn sem greiðir fyrir ferð til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þjálfun fyrir ferðina hófst í september í fyrra en áfanginn nú er síðasta skrefið áður en hann fer í loftið. Simonyi, sem fæddur er í Ungverjalandi árið 1948, hefur verið búsettur í Banda-ríkjunum frá því seint á sjöunda áratug síðustu aldar en hann er einn af fyrstu starfsmönnum bandaríska hugbúnaðarrisans Microsoft og leiddi hann meðal annars þróunardeildina sem bjó til ritvinnsluhugbúnaðinn Word og töflureikninn Excel í Office-hugbúnaðarvöndlinum. Simonyi sagði skilið við risann árið 2002 eftir 21 árs dvöl og leiðir nú eigið fyrirtæki, Intentional Software, sem sérhæfir sig í nýrri gerð forritunarmáls, sem kalla má sjálfráða forritunarmál sem auðvelda á alla hugbúnaðargerð. Simonyi er virkur í mennta- og menningarlífi Bandaríkjanna og er meðal annars í forsvari fyrir sjóði í eigin nafni sem veitir styrki til málaflokkanna. Þá hefur hann sömuleiðis verið orðaður við Mörthu Stewart, einn af frægustu sjónvarpskokkum í heimi. Það er langt í frá að Simonyi ætli að liggja með tærnar upp í loft í Alþjóðlegu geimstöðinni því hann mun þurfa að inna af hendi nokkur skylduverkefni fyrir Evrópsku geimvísindastofnunina í geimstöðinni auk þess sem hann ætlar að gera nokkrar læknisfræðilegar tilraunir á eigin vegum. Meðal annars ætlar hann að kanna áhrif geislavirkni á menn. Nokkur ásókn hefur verið á meðal milljónamæringa í ferð til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir að ferðir sem þessar buðust fyrst fyrir sex árum. Fram til þessa hafa fjórir efnaðir karlar og ein kona farið út í geim og dvalið þar í tíu daga. Ekki liggur fyrir hvað Simonyi greiðir fyrir ferðina en miðað við útlagðan kostnað við fyrri ferðir má gera ráð fyrir að hann þurfi að reiða fram ríflega 1,2 milljarða króna fyrir farið.
Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira