Viðskipti innlent

Hugtak vikunnar

Með flöggun eða flöggunarskyldu er átt við þegar atkvæðisréttur eða eignarhlutur í félagi sem skráð er í Kauphöll Íslands fer undir eða yfir ákveðin mörk og skylt að tilkynna það Kauphöllinni og viðkomandi hlutafélagi. Kveðið er á um flöggunarskylduna í lögum um verðbréfaviðskipti frá árinu 2003 og hún sögð eiga við um verulegan hlut. „Með verulegum hlut í lögum þessum er átt við 5 prósent atkvæðisréttar eða nafnverðs hlutafjár, og margfeldi þar af, allt að 90 prósentum,“ segir í lögunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×