Viðskipti innlent

Nýmæli í kostun prófessors við HÍ

Friðrik Már Baldursson. Friðrik mun framvegis gegna stöðu prófessors með fulltingi Kaupþings.
Friðrik Már Baldursson. Friðrik mun framvegis gegna stöðu prófessors með fulltingi Kaupþings.

Friðrik Már Baldursson mun framvegis gegna stöðu prófessors við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands með fulltingi Kaupþings. Í lok síðasta árs gerðu Háskóli Íslands og Kaupþing með sér samning um ótímabundna kostun á stöðu prófessors við deildina. Það er nýmæli hér á landi. Fyrirtæki hafa áður kostað stöður við háskólann en stuðningurinn hefur hingað til alltaf verið tímabundinn.

Í fréttatilkynningu frá viðskipta og hagfræðideild segir að samningurinn sé mikilvægur fyrir Háskóla Íslands. Hann gefi svigrúm til að efla kennslu og rannsóknir í fjármálum og tengdum greinum.

Friðrik Már hefur starfað sem prófessor við viðskipta- og hagfræðideild frá 2003. Hann starfaði áður hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og Þjóðhagsstofnun og kenndi við Columbia-háskólann í New York. Rannsóknir Friðriks Más beinast meðal annars að fjármálahagfræði, atvinnuvegahagfræði og hagfræði orkumarkaða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×