Viðskipti innlent

Bankar með brúðarslör

Umræðan um sameiningu banka á Norðurlöndum er ekki bara á fleygiferð á Íslandi, en margir sjá tækifæri liggja í kaupum Exista á hlut í Sampo. Ekonomienyheterna í Svíaríki fjalla um bankamarkaðinn undir fyrirsögninni „Allir undirbúa brúðkaup.“ Þar er fjallað um mögulegan samruna Nordea og SEB.

Sala á hlut ríkisins í Nordea til erlends banka er talin pólitískt erfið, þar sem í gegnum bankann fari laun og sparnaður tíu milljóna Norðurlandabúa. Blaðið fjallar ekki um Sampo í þessu samhengi, en þar er norrænn banki á ferðinni sem horfir stíft á hvort ekki sé hægt að komast upp á milli tilvonandi brúðhjóna.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×