Viðskipti innlent

Gengið skrefi lengra í að verðleggja áhættu

Krullað í Basel. Breyttar reglur um fjármálafyrirtæki sem verið er að innleiða hér eru kenndar við Basel í Sviss. Þar fór fyrir áramót fram heimsmeistaramótið í krulli.
Krullað í Basel. Breyttar reglur um fjármálafyrirtæki sem verið er að innleiða hér eru kenndar við Basel í Sviss. Þar fór fyrir áramót fram heimsmeistaramótið í krulli. MYND/AFP

Basel II reglurnar nýju sem ná til fjármálafyrirtækja og snúa að eiginfjárkröfu og áhættugrunni þeirra geta haft í för með sér breytingu á álagningu ofan á grunnkjör viðskiptamanna bankanna. Fjármálaeftirlitið vinnur að innleiðingu reglnanna og undirbýr breytingu á lögum.

Í nýjasta tölublaði Fjárstýringar sem IFS Ráðgjöf gefur út kemur fram í viðtali við Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstjóra Fjármálaeftirlitsins, að undirbúningsvinna vegna innleiðingar Basel II reglnanna hafi verið mikil undanfarin tvö ár, en að nú sjái fyrir endann á setningu helstu reglna og leiðbeinandi tilmæla.

Hann segir meginhugmyndina að baki reglunum að lögbinda ákveðið lágmark eiginfjár fjármálafyrirtækja þannig að þau geti þolað talsverð fjárhagsleg áföll án þess að þau lendi í greiðsluþroti.

Nýju reglurnar ganga skrefinu lengra í að verðleggja áhættu rétt og eru í samræmi við áhættu sem viðskiptavinir fjármálafyrirtækja tengjast. Að sögn Ragnars getur það haft í för með sér meiri álagningu ofan á grunnkjör verri viðskiptamanna en verið hefur og minni fyrir þá betri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×