Gott að vera stór 21. febrúar 2007 06:00 Stundum er gott að vera stór. Samt ekki of stór. Ég naut þess í síðustu viku að vera einn af þeim kúnnum greiningardeildar Landsbankans sem fékk senda nýja greiningu á Eimskipafélaginu. Greiningin hljóðaði upp á mun hærra gengi en markaðsgengið. Ég stökk upp úr sófanum þannig að kaffið skvettist úr bollanum. Las greininguna með hraði. Fór einu sinni á hraðlestrarnámskeið og er snöggur að þessu. Mér sýndist vit í greiningunni og áður en tíu mínútur voru liðnar hafði ég tekið stöðu í félaginu. Hækkunin lét ekki á sér standa og ég seldi í lok dags, ánægður með dagsverkið. Þessi snúningur borgaði að minnsta kosti hreinsunina á skyrtunni sem kaffið helltist yfir, Annars er ég meira með hugann við stóru myndina þessa dagana. Markaðurinn hefur verið á fleygiferð og skýringar á þeirri hækkun liggja í væntingum um frekari útrás. Eins og ég sagði síðast, þá er margt í pípunum. Einhverjir voru að saka mig um að fara fram úr mér í spám um sameiningar á bankamarkaði. Ég hef ekki skipt um skoðun og veðja ennþá á að fjármálageirinn eigi helling inni. Ég sé ekki betur en að fleiri og fleiri séu að verða sammála mér. Ef maður horfir á hluthafahóp Kaupþings og Glitnis, þá held ég að þar séu menn sem hugsa að mestu leyti eins og ég sjálfur. Gamla pólitíkin er farin út í veður og vind og menn hugsa bara um bisness. Alla vega í vinnunni. Þannig held ég að engar sérstakar hindranir séu í hluthafahópunum að slá öllu saman sjái menn í því tækifæri að ráða yfir stórum norrænum banka. Á Norðurlöndunum horfa menn til þess að norrænir bankar þurfa að keppa við stóra evrópska banka um viðskiptavini framtíðarinnar. Stærðin mun því skipta verulegu máli, sérstaklega þegar harðnar á dalnum og samkeppnin verður grimmari. Það eru margir sem spá því að Kínverjar kaupi evrópskan banka innan örfárra ára. Trendið er það sama alls staðar. Menn verða að stækka og vera leiðandi á sínu sviði. Þetta er grimmur heimur og það verður valtað yfir þá sem eru veikburða. Ef Darwin gamli á einhvers staðar heima, þá er það í bisness. Ég held að það séu ennþá ótrúlega mörg tækifæri eftir á innlenda markaðnum. Seinnipartur ársins gæti falið í sér smá bakslag, þegar krónan gefur eftir. Þá er náttúrulega bara málið að vera með góðar undirstöður og hafa sterkar taugar. Ég bý yfir hvoru tveggja og lít björtum augum fram á veginn. Reyndar líka aftur á bak, en það er önnur saga. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Stundum er gott að vera stór. Samt ekki of stór. Ég naut þess í síðustu viku að vera einn af þeim kúnnum greiningardeildar Landsbankans sem fékk senda nýja greiningu á Eimskipafélaginu. Greiningin hljóðaði upp á mun hærra gengi en markaðsgengið. Ég stökk upp úr sófanum þannig að kaffið skvettist úr bollanum. Las greininguna með hraði. Fór einu sinni á hraðlestrarnámskeið og er snöggur að þessu. Mér sýndist vit í greiningunni og áður en tíu mínútur voru liðnar hafði ég tekið stöðu í félaginu. Hækkunin lét ekki á sér standa og ég seldi í lok dags, ánægður með dagsverkið. Þessi snúningur borgaði að minnsta kosti hreinsunina á skyrtunni sem kaffið helltist yfir, Annars er ég meira með hugann við stóru myndina þessa dagana. Markaðurinn hefur verið á fleygiferð og skýringar á þeirri hækkun liggja í væntingum um frekari útrás. Eins og ég sagði síðast, þá er margt í pípunum. Einhverjir voru að saka mig um að fara fram úr mér í spám um sameiningar á bankamarkaði. Ég hef ekki skipt um skoðun og veðja ennþá á að fjármálageirinn eigi helling inni. Ég sé ekki betur en að fleiri og fleiri séu að verða sammála mér. Ef maður horfir á hluthafahóp Kaupþings og Glitnis, þá held ég að þar séu menn sem hugsa að mestu leyti eins og ég sjálfur. Gamla pólitíkin er farin út í veður og vind og menn hugsa bara um bisness. Alla vega í vinnunni. Þannig held ég að engar sérstakar hindranir séu í hluthafahópunum að slá öllu saman sjái menn í því tækifæri að ráða yfir stórum norrænum banka. Á Norðurlöndunum horfa menn til þess að norrænir bankar þurfa að keppa við stóra evrópska banka um viðskiptavini framtíðarinnar. Stærðin mun því skipta verulegu máli, sérstaklega þegar harðnar á dalnum og samkeppnin verður grimmari. Það eru margir sem spá því að Kínverjar kaupi evrópskan banka innan örfárra ára. Trendið er það sama alls staðar. Menn verða að stækka og vera leiðandi á sínu sviði. Þetta er grimmur heimur og það verður valtað yfir þá sem eru veikburða. Ef Darwin gamli á einhvers staðar heima, þá er það í bisness. Ég held að það séu ennþá ótrúlega mörg tækifæri eftir á innlenda markaðnum. Seinnipartur ársins gæti falið í sér smá bakslag, þegar krónan gefur eftir. Þá er náttúrulega bara málið að vera með góðar undirstöður og hafa sterkar taugar. Ég bý yfir hvoru tveggja og lít björtum augum fram á veginn. Reyndar líka aftur á bak, en það er önnur saga. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira