Gott að vera stór 21. febrúar 2007 06:00 Stundum er gott að vera stór. Samt ekki of stór. Ég naut þess í síðustu viku að vera einn af þeim kúnnum greiningardeildar Landsbankans sem fékk senda nýja greiningu á Eimskipafélaginu. Greiningin hljóðaði upp á mun hærra gengi en markaðsgengið. Ég stökk upp úr sófanum þannig að kaffið skvettist úr bollanum. Las greininguna með hraði. Fór einu sinni á hraðlestrarnámskeið og er snöggur að þessu. Mér sýndist vit í greiningunni og áður en tíu mínútur voru liðnar hafði ég tekið stöðu í félaginu. Hækkunin lét ekki á sér standa og ég seldi í lok dags, ánægður með dagsverkið. Þessi snúningur borgaði að minnsta kosti hreinsunina á skyrtunni sem kaffið helltist yfir, Annars er ég meira með hugann við stóru myndina þessa dagana. Markaðurinn hefur verið á fleygiferð og skýringar á þeirri hækkun liggja í væntingum um frekari útrás. Eins og ég sagði síðast, þá er margt í pípunum. Einhverjir voru að saka mig um að fara fram úr mér í spám um sameiningar á bankamarkaði. Ég hef ekki skipt um skoðun og veðja ennþá á að fjármálageirinn eigi helling inni. Ég sé ekki betur en að fleiri og fleiri séu að verða sammála mér. Ef maður horfir á hluthafahóp Kaupþings og Glitnis, þá held ég að þar séu menn sem hugsa að mestu leyti eins og ég sjálfur. Gamla pólitíkin er farin út í veður og vind og menn hugsa bara um bisness. Alla vega í vinnunni. Þannig held ég að engar sérstakar hindranir séu í hluthafahópunum að slá öllu saman sjái menn í því tækifæri að ráða yfir stórum norrænum banka. Á Norðurlöndunum horfa menn til þess að norrænir bankar þurfa að keppa við stóra evrópska banka um viðskiptavini framtíðarinnar. Stærðin mun því skipta verulegu máli, sérstaklega þegar harðnar á dalnum og samkeppnin verður grimmari. Það eru margir sem spá því að Kínverjar kaupi evrópskan banka innan örfárra ára. Trendið er það sama alls staðar. Menn verða að stækka og vera leiðandi á sínu sviði. Þetta er grimmur heimur og það verður valtað yfir þá sem eru veikburða. Ef Darwin gamli á einhvers staðar heima, þá er það í bisness. Ég held að það séu ennþá ótrúlega mörg tækifæri eftir á innlenda markaðnum. Seinnipartur ársins gæti falið í sér smá bakslag, þegar krónan gefur eftir. Þá er náttúrulega bara málið að vera með góðar undirstöður og hafa sterkar taugar. Ég bý yfir hvoru tveggja og lít björtum augum fram á veginn. Reyndar líka aftur á bak, en það er önnur saga. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Stundum er gott að vera stór. Samt ekki of stór. Ég naut þess í síðustu viku að vera einn af þeim kúnnum greiningardeildar Landsbankans sem fékk senda nýja greiningu á Eimskipafélaginu. Greiningin hljóðaði upp á mun hærra gengi en markaðsgengið. Ég stökk upp úr sófanum þannig að kaffið skvettist úr bollanum. Las greininguna með hraði. Fór einu sinni á hraðlestrarnámskeið og er snöggur að þessu. Mér sýndist vit í greiningunni og áður en tíu mínútur voru liðnar hafði ég tekið stöðu í félaginu. Hækkunin lét ekki á sér standa og ég seldi í lok dags, ánægður með dagsverkið. Þessi snúningur borgaði að minnsta kosti hreinsunina á skyrtunni sem kaffið helltist yfir, Annars er ég meira með hugann við stóru myndina þessa dagana. Markaðurinn hefur verið á fleygiferð og skýringar á þeirri hækkun liggja í væntingum um frekari útrás. Eins og ég sagði síðast, þá er margt í pípunum. Einhverjir voru að saka mig um að fara fram úr mér í spám um sameiningar á bankamarkaði. Ég hef ekki skipt um skoðun og veðja ennþá á að fjármálageirinn eigi helling inni. Ég sé ekki betur en að fleiri og fleiri séu að verða sammála mér. Ef maður horfir á hluthafahóp Kaupþings og Glitnis, þá held ég að þar séu menn sem hugsa að mestu leyti eins og ég sjálfur. Gamla pólitíkin er farin út í veður og vind og menn hugsa bara um bisness. Alla vega í vinnunni. Þannig held ég að engar sérstakar hindranir séu í hluthafahópunum að slá öllu saman sjái menn í því tækifæri að ráða yfir stórum norrænum banka. Á Norðurlöndunum horfa menn til þess að norrænir bankar þurfa að keppa við stóra evrópska banka um viðskiptavini framtíðarinnar. Stærðin mun því skipta verulegu máli, sérstaklega þegar harðnar á dalnum og samkeppnin verður grimmari. Það eru margir sem spá því að Kínverjar kaupi evrópskan banka innan örfárra ára. Trendið er það sama alls staðar. Menn verða að stækka og vera leiðandi á sínu sviði. Þetta er grimmur heimur og það verður valtað yfir þá sem eru veikburða. Ef Darwin gamli á einhvers staðar heima, þá er það í bisness. Ég held að það séu ennþá ótrúlega mörg tækifæri eftir á innlenda markaðnum. Seinnipartur ársins gæti falið í sér smá bakslag, þegar krónan gefur eftir. Þá er náttúrulega bara málið að vera með góðar undirstöður og hafa sterkar taugar. Ég bý yfir hvoru tveggja og lít björtum augum fram á veginn. Reyndar líka aftur á bak, en það er önnur saga. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira