Viðskipti innlent

Eignir heimila jukust í janúar

Greiningardeild Kaupþings segir verstu niðursveifluna líklega gengna yfir enda hafi eignir heimilanna aukist að raunvirði um 2,3 prósent í síðasta mánuði miðað við eignaverðsvísitölu bankans.
Greiningardeild Kaupþings segir verstu niðursveifluna líklega gengna yfir enda hafi eignir heimilanna aukist að raunvirði um 2,3 prósent í síðasta mánuði miðað við eignaverðsvísitölu bankans. MYND/Valli

Eignir heimilanna jukust um 2,3 prósent að raunvirði í janúar miðað við eignaverðsvísitölu Greiningardeildar Kaupþings.

Greiningardeildin bendir á það í Hálffimmfréttum sínum að tólf mánaða raunbreyting vísitölunnar nemur nú 1,7 prósentum en hún hafi numið 1,4 prósentum í síðasta mánuði. Er það minnsta raunbreytingin til þessa í yfirstandandi hagsveiflu, að sögn deildarinnar.

Eignaverðsvísitala greiningardeildarinnar samanstendur af fasteigna-, hlutabréfa- og skuldabréfaverði. Mestu munar nú um 2,3 prósenta hækkun íbúðaverðs auk 10 prósenta hækkunar á gengi hlutabréfa í mánuðinum. Hlutabréfaverð er reyndar sá hluti eingaverðsvísitölunnar, sem minnst vægi hefur, að sögn greiningardeildarinnar. Á móti hækkuninni lækkaði verð skuldabréfa en ávöxtunarkrafa verðtryggðra skuldabréfa er í hæstu hæðum um þessar mundir.

Til samanburðar bendir greiningardeildin á að í síðustu niðursveiflu árið 2001 hafi tólf mánaða breyting eignaverðsvísitölunnar farið niður í tæplega 10 prósenta samdrátt. Skrifist það á lækkanir á flestum eignamörkuðum samfara verðbólguskoti. Lægsta gildi vísitölunnar nú er hins vegar einungis 1,4 prósent og mun það versta vera yfirstaðið í þessari niðursveiflu, að mati greiningardeildar Kaupþings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×