Rætur samkeppnishæfninnar 21. febrúar 2007 05:00 Dr. Christian Ketels. Fyrirtæki sem vilja vaxa verða að horfa út fyrir innanlandsmarkaðinn, ekki síst þau fyrirtæki sem eru í litlum löndum á borð við Ísland, að sögn Ketels. MYND/GVA Íslensk útrásarfyrirtæki eru drifin áfram af krafti og sameiginlegu markmiði. Þau kunna að nýta sér áður ónýttar glufur á erlendum mörkuðum en þar liggur vöxtur þeirra. Þetta var á meðal þess sem kom fram á ráðstefnunni Rætur samkeppnishæfninnar (e. Roots of Competitiveness) sem tók á samkeppnishæfni í alþjóðlegum viðskiptum og Félag viðskiptafræðinga MBA og MBA-nám við Háskóla Íslands stóð fyrir á Nordica Hotel á föstudag í liðinni viku. Á ráðstefnunni var leitað svara við þeirri spurningu hvað ráði mestu um samkeppnishæfni fyrirtækja í alþjóðaviðskiptum, hvaða máli skipti að fyrirtæki séu íslensk og hvað þurfi að gera til að efla samkeppnishæfni Íslands. Ráðstefnan var vel sótt. Ríflega 105 gestir á öllum aldri sátu hana, hlýddu á fyrirlesara og tóku þátt í vinnuhópum ásamt fulltrúum fjögurra útrásarfyrirtækja sem héldu sitt erindið hver um fyrirtækin, stefnu þeirra, auk þess sem þeir sögðu frá reynslu sinni og lærdómi. Það voru þeir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, Jónas Tryggvason, framkvæmdastjóri hjá Actavis, Hilmar Bragi Janusson, framkvæmdastjóri Össurar, og Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista, sem meðal annars lýsti nýlegum kaupum félagsins á norska tryggingafélaginu Sampo. Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni var dr. Christian Ketels, en hann kemur frá stofnun bandaríska hagfræðingsins Michaels E. Porter, Institute for Strategy and Competitiveness, við Harvard Business School í Bandaríkjunum. Ketels mun vera eiga þátt í því að Að sögn dr. Runólfs Smára Steinþórssonar, prófessors við viðskipta- og hagfræðideild HÍ, forstöðumanns MBA-námsins við HÍ og annars tveggja ráðstefnustjóra, var það að nokkru leyti fyrir tilstuðlans Ketels að Porter, sem sagður er einn virtasti viðskiptahugsuður samtímans, kom hingað til lands síðastliðið haust í boði ráðgjafar- og rannsóknafyrirtækisins IMG, nú Capacent. Porter hélt tvo fyrirlestra er hann dvaldi hér. Einn fjallaði um niðurstöður þá nýlegrar rannsóknar á samkeppnishæfni Íslands en hinn fjallaði um stefnumótun í rekstri fyrirtækja og stofnana.Aðstæðurnar skipta máliKetels sagði opinbera stefnumótun skipta miklu fyrir samkeppnishæfni fyrirtækja. Átti hann þar meðal annars við lög í hverju landi, menntamál og þjónustu svo eitthvað sé nefnt.Mikilvægi staðsetningar bar á góma í erindi Ketels. Hann sagði velgengni skipta talsverðu máli. Samkeppnishæfni fyrirtækja ykist alla jafna í fyrirtækjaþyrpingu, klasa þar sem mörg fyrir-tæki af svipuðum toga kæmu saman. Benti hann á Silicon Valley í Bandaríkjunum máli sínu til stuðnings. Þar berðust mörg hátæknifyrirtæki um sneiðar af sömu köku. Þau nytu vissulega góðs af samkeppninni þar sem ákvarðanataka væri auðveldari auk þess sem samstarf við önnur fyrirtæki væri auðveldara vegna nálægðar.Horfðu út fyrir heimahagaDr. Ketels lagði áherslu á að ætli fyrirtæki sér að vaxa yrði það að horfa út fyrir heimahagana Þetta væri mikilvægt fyrir fyrirtæki í litlu landi, ekki síst á tímum alþjóðavæðingar. Hann tók sögu farsímafyrirtækjanna Nokia og Motorola sem dæmi. Motorola er bandarískt fyrirtæki sem nær eingöngu horfði til þess að sinna geysistórum innanlandsmarkaði. Farsímamarkaður-inn í Finnlandi var hins vegar fremur smár í samanburði við Bandaríkin og því horfði Nokia út fyrir landsteinana frá upphafi. Niðurstöðuna þekkja flestir enda er Nokia eitt stærsta farsíma-fyrirtæki í heimi í dag.Þá sagði Ketels sagði mikilvægt væri fyrir íslensk fyrirtæki að þau átti sig á stöðunni sem þau væru í. Fyrirtækin byggju við kjöraðstæður. Lagaramminn væri lítil hindrun til vaxtar auk þess sem eftirspurn væri geysimikil og innanlandsmarkaðurinn lítill. Aðstæður væru svipaðar fyrir íslensk fyrirtæki í dag og hjá Nokia á sínum tíma. Ketels benti enn fremur á að hér jafnt sem utan Íslands væri hörð samkeppni. Í ofanálag væri áhætta nokkuð sem Íslendingar settu ekki fyrir sig, að hans mati.Samkeppnishæfni í útrásAð loknu aðalerindi ráðstefnunnar settust vinnuhóparnir til fundar ásamt stjórnanda frá einu af fyrirtækjunum fjórum þar sem kastljósinu var beint að hverju fyrirtæki fyrir sig. Þar var farið yfir erindi stjórnenda og gáfu þeir þátttakendum færi á að spyrja spurninga. Þegar vinnuhóparnir höfðu lokið störfum völdu þeir fulltrúa fyrir hópinn og fékk sá fimm mínútur til að kynna fyrirtækið með hliðsjón af erindi dr. Ketels. Í kynningunum kom fram að íslensk fyrirtæki horfi ekki aðeins til innanlandsmarkaðar heldur til annarra landa, ekki síst nýmarkaða. Þá hjálpi það fyrirtækjum að vera frá Íslandi enda opni það fremur dyr en hitt. samkeppnishæfnin flutt innÞað er langt í frá að með ráðstefnunni á Nordica hafi botn verið sleginn í umræðuna um samkeppnishæfni á Íslandi. Þvert á móti því Háskóli Íslands er rétt að byrja og mun bjóða upp á námskeið í samkeppnishæfni í MBA-námi á næsta haustmisseri. Námið er í samstarfi við stofnun Michaels E. Porter við Harvardháskóla og gott betur því það er flutt í heild sinni yfir Atlantsála. Bæði námsbækur og önnur gögn eru komin frá stofnun Michaels E. Porter auk þess sem stefnt er að því að fá gestakennara frá Harvard til kennslu.Dr. Runólfur Smári Steinþórsson, annar umsjónarkennara námskeiðsins ásamt dr. Gylfa Magnússyni, dósent við hagfræði- og viðskiptadeild, segir að horft sé til þess að námskeiðið verði sem líkast því sem það er vestur í Bandaríkjunum að því eina leyti undanskildu að hluti þess er staðfærður fyrir íslenskar aðstæður, að sögn Runólfs. Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Sjá meira
Íslensk útrásarfyrirtæki eru drifin áfram af krafti og sameiginlegu markmiði. Þau kunna að nýta sér áður ónýttar glufur á erlendum mörkuðum en þar liggur vöxtur þeirra. Þetta var á meðal þess sem kom fram á ráðstefnunni Rætur samkeppnishæfninnar (e. Roots of Competitiveness) sem tók á samkeppnishæfni í alþjóðlegum viðskiptum og Félag viðskiptafræðinga MBA og MBA-nám við Háskóla Íslands stóð fyrir á Nordica Hotel á föstudag í liðinni viku. Á ráðstefnunni var leitað svara við þeirri spurningu hvað ráði mestu um samkeppnishæfni fyrirtækja í alþjóðaviðskiptum, hvaða máli skipti að fyrirtæki séu íslensk og hvað þurfi að gera til að efla samkeppnishæfni Íslands. Ráðstefnan var vel sótt. Ríflega 105 gestir á öllum aldri sátu hana, hlýddu á fyrirlesara og tóku þátt í vinnuhópum ásamt fulltrúum fjögurra útrásarfyrirtækja sem héldu sitt erindið hver um fyrirtækin, stefnu þeirra, auk þess sem þeir sögðu frá reynslu sinni og lærdómi. Það voru þeir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, Jónas Tryggvason, framkvæmdastjóri hjá Actavis, Hilmar Bragi Janusson, framkvæmdastjóri Össurar, og Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista, sem meðal annars lýsti nýlegum kaupum félagsins á norska tryggingafélaginu Sampo. Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni var dr. Christian Ketels, en hann kemur frá stofnun bandaríska hagfræðingsins Michaels E. Porter, Institute for Strategy and Competitiveness, við Harvard Business School í Bandaríkjunum. Ketels mun vera eiga þátt í því að Að sögn dr. Runólfs Smára Steinþórssonar, prófessors við viðskipta- og hagfræðideild HÍ, forstöðumanns MBA-námsins við HÍ og annars tveggja ráðstefnustjóra, var það að nokkru leyti fyrir tilstuðlans Ketels að Porter, sem sagður er einn virtasti viðskiptahugsuður samtímans, kom hingað til lands síðastliðið haust í boði ráðgjafar- og rannsóknafyrirtækisins IMG, nú Capacent. Porter hélt tvo fyrirlestra er hann dvaldi hér. Einn fjallaði um niðurstöður þá nýlegrar rannsóknar á samkeppnishæfni Íslands en hinn fjallaði um stefnumótun í rekstri fyrirtækja og stofnana.Aðstæðurnar skipta máliKetels sagði opinbera stefnumótun skipta miklu fyrir samkeppnishæfni fyrirtækja. Átti hann þar meðal annars við lög í hverju landi, menntamál og þjónustu svo eitthvað sé nefnt.Mikilvægi staðsetningar bar á góma í erindi Ketels. Hann sagði velgengni skipta talsverðu máli. Samkeppnishæfni fyrirtækja ykist alla jafna í fyrirtækjaþyrpingu, klasa þar sem mörg fyrir-tæki af svipuðum toga kæmu saman. Benti hann á Silicon Valley í Bandaríkjunum máli sínu til stuðnings. Þar berðust mörg hátæknifyrirtæki um sneiðar af sömu köku. Þau nytu vissulega góðs af samkeppninni þar sem ákvarðanataka væri auðveldari auk þess sem samstarf við önnur fyrirtæki væri auðveldara vegna nálægðar.Horfðu út fyrir heimahagaDr. Ketels lagði áherslu á að ætli fyrirtæki sér að vaxa yrði það að horfa út fyrir heimahagana Þetta væri mikilvægt fyrir fyrirtæki í litlu landi, ekki síst á tímum alþjóðavæðingar. Hann tók sögu farsímafyrirtækjanna Nokia og Motorola sem dæmi. Motorola er bandarískt fyrirtæki sem nær eingöngu horfði til þess að sinna geysistórum innanlandsmarkaði. Farsímamarkaður-inn í Finnlandi var hins vegar fremur smár í samanburði við Bandaríkin og því horfði Nokia út fyrir landsteinana frá upphafi. Niðurstöðuna þekkja flestir enda er Nokia eitt stærsta farsíma-fyrirtæki í heimi í dag.Þá sagði Ketels sagði mikilvægt væri fyrir íslensk fyrirtæki að þau átti sig á stöðunni sem þau væru í. Fyrirtækin byggju við kjöraðstæður. Lagaramminn væri lítil hindrun til vaxtar auk þess sem eftirspurn væri geysimikil og innanlandsmarkaðurinn lítill. Aðstæður væru svipaðar fyrir íslensk fyrirtæki í dag og hjá Nokia á sínum tíma. Ketels benti enn fremur á að hér jafnt sem utan Íslands væri hörð samkeppni. Í ofanálag væri áhætta nokkuð sem Íslendingar settu ekki fyrir sig, að hans mati.Samkeppnishæfni í útrásAð loknu aðalerindi ráðstefnunnar settust vinnuhóparnir til fundar ásamt stjórnanda frá einu af fyrirtækjunum fjórum þar sem kastljósinu var beint að hverju fyrirtæki fyrir sig. Þar var farið yfir erindi stjórnenda og gáfu þeir þátttakendum færi á að spyrja spurninga. Þegar vinnuhóparnir höfðu lokið störfum völdu þeir fulltrúa fyrir hópinn og fékk sá fimm mínútur til að kynna fyrirtækið með hliðsjón af erindi dr. Ketels. Í kynningunum kom fram að íslensk fyrirtæki horfi ekki aðeins til innanlandsmarkaðar heldur til annarra landa, ekki síst nýmarkaða. Þá hjálpi það fyrirtækjum að vera frá Íslandi enda opni það fremur dyr en hitt. samkeppnishæfnin flutt innÞað er langt í frá að með ráðstefnunni á Nordica hafi botn verið sleginn í umræðuna um samkeppnishæfni á Íslandi. Þvert á móti því Háskóli Íslands er rétt að byrja og mun bjóða upp á námskeið í samkeppnishæfni í MBA-námi á næsta haustmisseri. Námið er í samstarfi við stofnun Michaels E. Porter við Harvardháskóla og gott betur því það er flutt í heild sinni yfir Atlantsála. Bæði námsbækur og önnur gögn eru komin frá stofnun Michaels E. Porter auk þess sem stefnt er að því að fá gestakennara frá Harvard til kennslu.Dr. Runólfur Smári Steinþórsson, annar umsjónarkennara námskeiðsins ásamt dr. Gylfa Magnússyni, dósent við hagfræði- og viðskiptadeild, segir að horft sé til þess að námskeiðið verði sem líkast því sem það er vestur í Bandaríkjunum að því eina leyti undanskildu að hluti þess er staðfærður fyrir íslenskar aðstæður, að sögn Runólfs.
Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun