Viðskipti erlent

Stöðug notkun eykur endingu

Verkfræðingar hjá Google hafa komist að raun um að harðir diskar bila frekar ef þeir eru í lítilli notkun.
Verkfræðingar hjá Google hafa komist að raun um að harðir diskar bila frekar ef þeir eru í lítilli notkun.

Harðir diskar í tölvum eyðileggjast ekki þótt þeir séu mikið notaðir. Þvert á móti eru meiri líkur á því að harðir diskar í lítilli notkun eyðileggist. Þetta eru niðurstöður prófana þriggja verkfræðinga hjá bandaríska netleitarfyrirtækinu Google á hörðum diskum.

Verkfræðingarnir prófuðu 100.000 harða diska af öllum stærðum og gerðum. Minnstu diskarnir voru 80 GB en þeir stærstu 400 GB og hafa verið í notkun hjá Google frá því árið 2001. Diskarnir voru frá ýmsum framleiðendum án þess að þeir hafi verið sérstaklega tilgreindir.

Í skýrslu verkfræðinganna um málið segir að lítið samhengi virðist vera á milli notkunar á diskum og bilanatíðni þeirra líkt og margir telji. Þá vísa verkfræðingarnir því á bug að harðir diskar endist betur í köldu rými en heitu, ólíkt því sem margir haldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×