Viðskipti erlent

Norska ríkið selur hlutabréf í Storebrand

Folketrygdfondet, opinber lífeyrissjóður í Noregi, hefur verið að minnka eignarhlut sinn í norska tryggingafélaginu Storebrand. Sjóðurinn átti 6,7 prósent þann 9. febrúar sem var hálfu prósentustigi minna en í byrjun mánaðarins.

Í nóvember átti lífeyrissjóðurinn um tíu prósent hlutafjár í Storebrand og var þá stærsti hluthafinn í norska fjármálafyrirtækinu.

Vangaveltur hafa verið uppi um hvort Kaupþing ráðist í yfirtöku á Storebrand, hugsanlega í slagtogi við Existu. Eftir því sem næst verður komist á Kaupþing níu prósenta hlut sem metinn er á yfir tuttugu milljarða króna.

Hlutabréf í Storebrand hafa hækkað um tæp tíu prósent frá byrjun ársins. Ætla má að gengishagnaður Kaupþings á þessum tíma sé um 1,8-1,9 milljarðar króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×