Fleiri fréttir Krónan fellur á orðrómi Tæplega tveggja prósenta lækkun krónunar í gær er rakin til umræðu um yfirfærslu á eigin fé bankanna. Sérfræðingar telja líklegt að áfram verði flökt á krónunni, sem þó komi til með að styrkjast þegar frá líði. Fleiri hávaxtamyntir hafa veikst síðustu daga. 11.1.2007 06:45 Moss sendir frá sér afkomuviðvörun Moss Bros hefur gefið út afkomuviðvörun þar sem segir að hagnaður félagsins á rekstrarárinu sem er að ljúka muni dragast töluvert saman á milli ára, jafnvel þótt afkoma af óreglulegum liðum aukist. 11.1.2007 06:30 Peningaskápurinn... Umræðan um evruna er á fleygiferð og kannski meiri ferð en henni er hollt á köflum. Þannig var umræðan búin að flytja uppgjör Kaupþings í evrur, en ekki verður af því á árinu. Vilji er örugglega til þess í fjármálastöfnunum að fara slíka leið þegar fram líða stundir. 11.1.2007 06:15 Greiðslur hækka um sjö prósent Stefnt er að því að hækka lífeyrisréttindi sjóðfélaga Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um sjö prósent eða sem nemur 11,8 milljörðum króna. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að gera töllugum um hækkunina til aðildarsamtaka sjóðsins. 11.1.2007 06:00 Fyrsti lækkunardagur ársins Úrvalsvísitalan lækkaði í gær í fyrsta skipti á árinu eftir töluverða hækkun það sem af er ári. Lækkun gærdagsins, sem rakin er til snöggrar lækkunar á krónunni, nam 0,7 prósentum og endaði vísitalan í 6.730 stigum. Veltan nam 8,4 milljörðum króna í töluverðum fjölda viðskipta eða 611. 11.1.2007 06:00 Krónan veiktist um tæp 2 prósent Hollenski bankinn ABN Amro gaf í dag út þriggja milljarða króna krónubréf til eins árs. Þrátt fyrir það veiktist krónan um tæp 2 prósent en heildarveiking hennar síðustu fimm viðskiptadaga nemur 3,2 prósentum. Greiningardeild Kaupþings telur líkur á að evruumræðan eigi hlut að máli en leggur áherslu á að aðrar hávaxtamyntir hafi sömuleiðis veikst á sama tíma. 10.1.2007 16:48 Olíuverð ekki lægra síðan árið 2005 Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði enn frekar í dag vegna góðs veðurfars á norðausturströnd Bandaríkjanna sem hefur orðið til þess að eftirspurn eftir olíu hefur minnkað og olíubirgðir í landinu aukist. Verð á Norðursjávarolíu hefur ekki verið lægra síðan um mitt ár 2005. 10.1.2007 14:37 Óbreyttum stýrivöxtum spáð í Bretlandi Líkur eru taldar á því að peningamálanefnd Englandsbanka ákveði að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum að loknum fundi sínum á morgun. Breska dagblaðið Evening Standard spáir því hins vegar að vextirnir hækki um 25 punkta í næsta mánuði og fari þeir þá í 5,25 prósent. 10.1.2007 11:39 Moss Bross sendir frá sér afkomuviðvörun Verslanakeðjan Moss Bros, sem selur föt fyrir karlmenn, hefur sent frá sér afkomuviðvörun þar sem fram kemur að líkur séu á nokkuð minni hagnaði á síðasta ári en vænst var vegna erfiðra aðstæðna. Baugur, sem er einn af stærstu hluthöfum Moss Bros í gegnum fjárfestingafélagið Unity, hefur verið orðaður við frekari kaup í verslanakeðjunni, að sögn BBC. 10.1.2007 10:04 NYSE kaupir í indversku kauphöllinni Stjórn kauphallarinnar í New York í Bandaríkjunum (NYSE) greindi frá því í dag að markaðurinn hefði keypt 5 prósenta hlut í indversku kauphöllinni í Mumbai. Kaupverð nemur 115 milljónum bandaríkjadala eða rúmum 8,2 milljörðum íslenskra króna og er það greitt í reiðufé. 10.1.2007 09:10 Glitnir spáir lækkun bensínverðs Olíuverð lækkaði nokkuð stöðugt undir lok síðasta árs. Verð á Brent Norðursjávarolíu stóð í 55 dölum á tunnu í gær og þykir ljóst að verðið er komið talsvert úr þeim methæðum sem það fór í um mitt síðasta ár. Greiningardeild Glitnis segir íslensku olíufyrirtækin ekki hafa lækkað eldsneytisverð síðan 22. nóvember í fyrra en telur líkur á lækkun á næstunni. 10.1.2007 08:00 Frásagnir af andláti krónunnar eru ýktar Miðlun peningastefnu Seðlabankans kynni að verða skilvirkari ef bankar færðu eigið fé yfir í erlenda mynt. Hluta-bréfamarkaður færist hins vegar undan áhrifasviði bankans. 10.1.2007 07:45 Slóvenar ánægðir með nýjar evrur Slóvenar tóku upp evruna um áramótin. Þeir eru fjarri því að vera óvanir nýjum gjaldmiðlum. 10.1.2007 07:45 Næstmest verðbólga hér Verðbólga mældist 2,1 prósent á ársgrundvelli innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í nóvember á síðasta ári. Þetta er 0,4 prósentustiga hækkun frá sama tímabili árið áður. 10.1.2007 07:45 Sýr kaupir fasteignir Teymis Lýsing hf. og Sýr ehf. hafa undirritað samning um fjármögnun á kaupum Sýr ehf., sem er í eigu þeirra Gunnars Hjaltalín og Þórarins Ragnarssonar, á eignum Teymis hf. Kaupverð nemur 2,3 milljörðum króna. Teymi mun eftirleiðis leigja húsnæðið til næstu tíu ára, að því er fram kemur í tilkynningu frá Lýsingu. 10.1.2007 07:30 Nýtt lággjaldafélag í Asíu tekur á loft Asíska lággjaldaflugfélagið Air Asia greindi frá því á blaðamannafundi á föstudag að félagið ætli að setja á laggirnar nýtt lággjaldaflugfélag í samstarfi við flugfélagið Fly Asian Express. Nýja félagið mun heita Air Asian X og sinnir millilandaflugi á milli Kína, Indlands og Evrópu frá og með júlí í sumar. 10.1.2007 07:30 Mestur seljanleiki bréfa í Straumi Fjögur félög í Kauphöll Íslands voru með veltuhraða yfir einum á nýliðnu ári sem merkir að allt útgefið hlutafé félaganna hafi skipt um hendur á tímabilinu. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans. 10.1.2007 07:30 Gott framboð á ýsu og þorski Meira framboð var á ýsu og þorski á fiskmörkuðum landsins í síðustu viku miðað við aðrar tegundir. Meðalverðið var í hærri kantinum eða 177,28 krónur fyrir kílóið sem er 38,15 krónum yfir meðalverði síðasta árs, sem hækkaði um 24 prósent á milli ára, að því er fram kemur á vef Fiskifrétta. Líkt og fyrri vikur seldist mest af ýsu í vikunni, eða 714 tonn, en 164,04 krónur fengust fyrir kílóið af slægðri ýsu. 10.1.2007 07:30 Vill víkjandi lán Stjórn Icelandic Group leggur fyrir hluthafafund, síðar í mánuðinum, að hún fái heimild til að taka víkjandi lán með sérstökum skilyrðum er veiti lánardrottni rétt til að breyta skuldinni í hlutafé. 10.1.2007 07:30 Einstakt sjónvarp Hollenski viðtækja- og tækniframleiðandinn Philips kynnti sérstaka viðhafnarútgáfu af Philips Ambilight flatsjónvarpinu á árlegu tæknisýningunni í Las Vegas í Bandaríkjunum á sunnudag um síðustu helgi. 10.1.2007 07:15 Kaupþing aldrei verðmætara Kaupþing, verðmætasta fyrirtæki landsins og eitt fjölmennasta hlutafélagið, hefur aldrei verið metið hærra á hlutabréfamarkaði. Bankinn stóð í 905 krónum á hlut á mánudaginn og var því metinn á 670 milljarða króna, eða sem svarar vel til hálfrar árlegrar landsframleiðslu Íslands og hálfrar heildareignar lífeyrissjóðakerfisins. Frá áramótum hafa bréf Kaupþings hækkað um 7,61 prósent. 10.1.2007 07:15 Fjármálafyrirtæki áfram í sviðsljósinu Gangi spá Greiningar Glitnis eftir um 21 prósenta hækkun Úrvalsvísitölunnar á árinu 2007 fer vísitalan yfir 7.750 stig. Samanlagður hagnaður þeirra félaga sem Glitnir spáir fyrir um verður um 250 milljarðar króna á árinu sem var að líða, þar af nam hagnaður á fjórða ársfjórðungi 88 milljörðum króna. 10.1.2007 07:15 Frá Vodafone til Matís ohf. Gísli Þorsteinsson hefur verið ráðinn sem markaðs- og kynningarstjóri Matís ohf. Gísli hefur verið upplýsingafulltrúi Vodafone og lýkur þar störfum á næstu dögum. 10.1.2007 07:00 Nýir margmiðlunarsímar Finnski farsímaframleiðandinn Nokia kynnti þrjá nýja og næfurþunna margmiðlunarfarsíma og lófatölvu undir merkjum fyrirtækisins á tæknisýningunni í Las Vegas í Bandaríkjunum um síðustu helgi. 10.1.2007 07:00 100 dala tölvan tilbúin í sumar Vonir standa til að hundrað-dalatölvan svokallaða, sem reyndar heitir XO, verði tilbúin og komin í almenna dreifingu um allan heim í júlí í sumar. Eins og nafnið gefur til kynna mun tölvan kosta 100 Bandaríkjadali eða um 7.000 íslenskar krónur en hún er ætluð fátækum börnum, ekki hvað síst í þróunarlöndunum, sem fram til þessa hafa staðið utan við tæknivæðinguna. 10.1.2007 07:00 Með skógrækt má breyta útblæstri í peninga Forvígismenn skógræktar hér á landi sjá tækifæri í viðskiptum með útblásturskvóta þar sem á hagkvæman hátt megi binda kolefni í skógrækt hér á landi. 10.1.2007 07:00 Bættu við gjaldeyri í lok árs Nettóstaða viðskiptabankanna í erlendum gjaldeyri jókst um rúmlega 80 milljarða króna í desember og var 188,5 milljarðar króna í árslok, að því er fram kemur í morgunkorni Glitnis. 10.1.2007 06:45 Hluthafar gegn yfirtöku Vodafone Hluthafahópurinn State Street, sem fer með 1,7 prósenta hlut í breska farsímarisanum Vodafone, vill að félagið falli frá yfirtökutilraunum í 67 prósenta hlut indverska farsímafélagsins Hutchison Essar. Ástæðan er aðkoma indverska fjárfestahópsins Hinduja Group í yfirtökubaráttu um hlutinn og óttast State Street að baráttan geti orðið Vodafone kostnaðarsöm. 10.1.2007 06:45 Lán Landsbankans meðal þeirra bestu Skuldabréfaútgáfa Landsbankans á Bandaríkjamarkaði upp á jafnvirði 158 milljarða íslenskra króna í ágúst í fyrra er á lista fagtímaritsins Credit Magazine, einu stærsta tímariti heims um fjármála- og skuldabréfamarkaði, yfir bestu lántökur síðasta árs. 10.1.2007 06:45 Frekari uppsagnir í vændum hjá GM Rick Wagoner, forstjóri bandaríska bílaframleiðandans General Motors (GM), greindi frá því á föstudag að fyrirtækið gæti þurft að segja fleiri starfsmönnum upp á þessu ári. GM sagði upp 34.000 manns í fyrra og ákvað að loka tólf verksmiðjum til að draga úr viðvarandi hallarekstri fyrirtækisins. 10.1.2007 06:45 Feitir fastir í metorðastiganum Niðurstöður könnunar sem gerð var í Bretlandi á síðasta ári benda til að þeir sem eru yfir kjörþyngd séu ólíklegri til frama innan veggja fyrirtækja en þeir sem eru um eða undir kjörþyngd. 10.1.2007 06:45 Stöðva umferð á föstudaginn Fjarskiptaumferð um CANTAT-3 sæstrenginn verður stöðvuð næstkomandi föstudag og gert ráð fyrir að hann verði sambandslaus fram undir lok þessa mánaðar. 10.1.2007 06:45 Stefnt að skráningu Promens innan tveggja ára Umsvif Promens hafa margfaldast eftir kaupin á Polimoon. Heildarvelta í lok ársins 2006 nam yfir 700 milljónum evra en var tuttugu milljónir í byrjun árs 2005. 10.1.2007 06:45 Úr Kaupthing í Kaupthing Iceland Review sendir reglulega smáfréttir og pistla á ensku út á öldur netsins. Einn pistill þessa dagana er smá yfirferð á því helsta sem hefur verið að gerast í rólegri tíð hér norður á Fróni. 10.1.2007 06:30 Microsoft og Ford bæta ökumenningu Bandaríski bílaframleiðandinn Ford og hugbúnaðarrisinn Microsoft kynntu í síðustu viku hugbúnað í bíla sem gerir ökumönnum kleift að raddstýra ýmsum rafbúnaði í bílum sínum, svo sem spilurum og farsíma. 10.1.2007 06:30 Ráðstefna um Python-forritun Íslensku tæknifyrirtækin CCP og dohop, sem þróa og reka samnefnda fargjaldaleitarvél halda, í samvinnu við alþjóðlegu samtökin Python Software Foundation, ráðstefnu um Python-forritunarmálið í Salnum í Kópavogi, mánudaginn 15. janúar næstkomandi. Aðgangur er ókeypis en tilgangurinn er að kynna forritunarmálið betur fyrir íslenskum áhugamönnum um forritun. 10.1.2007 06:30 Eimskip kaupir Alla Geira Eimskip hefur keypt alla hluti í flutningafyrirtækinu Alli Geira hf. á Húsavík. Seljendur eru fjölskylda Aðalgeirs Sigurgeirssonar heitins sem stofnaði fyrirtækið fyrir 50 árum og Hannes Höskuldsson. 10.1.2007 06:30 Að evra eða ekki evra Fullyrt er á markaði að fjármálafyrirtækin vilji í stórum stíl færa eigið fé sitt í evrur. Þannig gengur sú saga að Seðlabankinn hafi stöðvað Kaupþing í að ganga þetta skref, en síðan hafi Straumur-Burðarás farið þessa leið. Gjaldeyrisjöfnuður bankanna gefur svo til kynna að ef heldur fram sem horfir verði ekki um stóra breytingu að ræða verði skrefið stigið til fulls. Eigið fé verði mest megnis komið í evrur hvort eð er. 10.1.2007 06:15 Alfesca verðlaunað Dótturfélag Alfesca í Skotlandi, Farne, sópaði til sín verðlaunum þegar matvælaverðlaunin „Food and Britain“ voru afhent á Svaoy-hótelinu í London í desember síðastliðnum. 10.1.2007 06:00 Ný stjórn FME tekin við Viðskiptaráðherra hefur skipað nýja stjórn Fjármálaeftirlitsins til næstu fjögurra ára. Skipunin tók gildi fyrsta þessa mánaðar. 10.1.2007 06:00 Ráðlagt að senda ekki frá sér afkomuviðvörun Greiningardeild Kaupþings taldi að Mosaic hefði átt að senda frá sér afkomuviðvörun eftir að afkoma félagsins var langt frá spám. Ráðgjafar Mosaic úr Kaupþingi voru á öðru máli. 10.1.2007 06:00 Miðstöð Samskipa í Belgíu Samskip hefur tekið upp samstarf við hafnaryfirvöld í í Zeebrugge í Belgíu um uppbyggingu gámamiðstöðvar vegna aukinna umsvifa Evrópuflutninga Samskipa í samstarfi við belgíska gámalöndunarfyrirtækið PSA HNN. 10.1.2007 06:00 Verður allt að vopni Íslands ógæfu verður allt að vopni, var eitt sinn sagt þegar hver óáranin rak aðra. Kaupþingsmenn hafa fengið sinn skerf að undanförnu. Þannig hefur auglýsingum þeirra verið snúið upp á háa vexti og miklar skuldir landsmanna með grátandi fólki. Þar við bætist umræða um flottræfilshátt vegna auglýsinga með John Cleese og svo hefur árlegt partí í London verið milli tanna einhverra. 10.1.2007 06:00 Stjórnendur fá kauprétti Stjórn Icelandair Group Holding hefur veitt sautján stjórnendum félagsins kauprétti að samtals 45,3 milljónir hluta. Samningana, sem eru til þriggja ára, verður hægt að nýta frá og með árinu 2008 og er rétthöfum heimilt að nýta þriðjung kaupréttarins í fjórar vikur frá 3. janúar ár hvert. Samningsgengið er 27,5 krónur á hlut. 10.1.2007 06:00 Fjárfestingarsjóðir kæra stjórn Stork Bandarísku fjárfestingasjóðirnir Centaurus og Paulson hafa fyrir viðskiptaráði áfrýjunardómstóls Amsterdam í Hollandi farið fram á lögbann á aðgerðir sem stjórnfyrirtækjasamstæðunnar Stork hefur gripið til vegna hluthafafundar 18. þessa mánaðar. Þá hafa sjóðirnir farið fram á að rannsakaðir verði stjórnunarhættir innan samstæðunnar. 10.1.2007 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Krónan fellur á orðrómi Tæplega tveggja prósenta lækkun krónunar í gær er rakin til umræðu um yfirfærslu á eigin fé bankanna. Sérfræðingar telja líklegt að áfram verði flökt á krónunni, sem þó komi til með að styrkjast þegar frá líði. Fleiri hávaxtamyntir hafa veikst síðustu daga. 11.1.2007 06:45
Moss sendir frá sér afkomuviðvörun Moss Bros hefur gefið út afkomuviðvörun þar sem segir að hagnaður félagsins á rekstrarárinu sem er að ljúka muni dragast töluvert saman á milli ára, jafnvel þótt afkoma af óreglulegum liðum aukist. 11.1.2007 06:30
Peningaskápurinn... Umræðan um evruna er á fleygiferð og kannski meiri ferð en henni er hollt á köflum. Þannig var umræðan búin að flytja uppgjör Kaupþings í evrur, en ekki verður af því á árinu. Vilji er örugglega til þess í fjármálastöfnunum að fara slíka leið þegar fram líða stundir. 11.1.2007 06:15
Greiðslur hækka um sjö prósent Stefnt er að því að hækka lífeyrisréttindi sjóðfélaga Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um sjö prósent eða sem nemur 11,8 milljörðum króna. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að gera töllugum um hækkunina til aðildarsamtaka sjóðsins. 11.1.2007 06:00
Fyrsti lækkunardagur ársins Úrvalsvísitalan lækkaði í gær í fyrsta skipti á árinu eftir töluverða hækkun það sem af er ári. Lækkun gærdagsins, sem rakin er til snöggrar lækkunar á krónunni, nam 0,7 prósentum og endaði vísitalan í 6.730 stigum. Veltan nam 8,4 milljörðum króna í töluverðum fjölda viðskipta eða 611. 11.1.2007 06:00
Krónan veiktist um tæp 2 prósent Hollenski bankinn ABN Amro gaf í dag út þriggja milljarða króna krónubréf til eins árs. Þrátt fyrir það veiktist krónan um tæp 2 prósent en heildarveiking hennar síðustu fimm viðskiptadaga nemur 3,2 prósentum. Greiningardeild Kaupþings telur líkur á að evruumræðan eigi hlut að máli en leggur áherslu á að aðrar hávaxtamyntir hafi sömuleiðis veikst á sama tíma. 10.1.2007 16:48
Olíuverð ekki lægra síðan árið 2005 Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði enn frekar í dag vegna góðs veðurfars á norðausturströnd Bandaríkjanna sem hefur orðið til þess að eftirspurn eftir olíu hefur minnkað og olíubirgðir í landinu aukist. Verð á Norðursjávarolíu hefur ekki verið lægra síðan um mitt ár 2005. 10.1.2007 14:37
Óbreyttum stýrivöxtum spáð í Bretlandi Líkur eru taldar á því að peningamálanefnd Englandsbanka ákveði að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum að loknum fundi sínum á morgun. Breska dagblaðið Evening Standard spáir því hins vegar að vextirnir hækki um 25 punkta í næsta mánuði og fari þeir þá í 5,25 prósent. 10.1.2007 11:39
Moss Bross sendir frá sér afkomuviðvörun Verslanakeðjan Moss Bros, sem selur föt fyrir karlmenn, hefur sent frá sér afkomuviðvörun þar sem fram kemur að líkur séu á nokkuð minni hagnaði á síðasta ári en vænst var vegna erfiðra aðstæðna. Baugur, sem er einn af stærstu hluthöfum Moss Bros í gegnum fjárfestingafélagið Unity, hefur verið orðaður við frekari kaup í verslanakeðjunni, að sögn BBC. 10.1.2007 10:04
NYSE kaupir í indversku kauphöllinni Stjórn kauphallarinnar í New York í Bandaríkjunum (NYSE) greindi frá því í dag að markaðurinn hefði keypt 5 prósenta hlut í indversku kauphöllinni í Mumbai. Kaupverð nemur 115 milljónum bandaríkjadala eða rúmum 8,2 milljörðum íslenskra króna og er það greitt í reiðufé. 10.1.2007 09:10
Glitnir spáir lækkun bensínverðs Olíuverð lækkaði nokkuð stöðugt undir lok síðasta árs. Verð á Brent Norðursjávarolíu stóð í 55 dölum á tunnu í gær og þykir ljóst að verðið er komið talsvert úr þeim methæðum sem það fór í um mitt síðasta ár. Greiningardeild Glitnis segir íslensku olíufyrirtækin ekki hafa lækkað eldsneytisverð síðan 22. nóvember í fyrra en telur líkur á lækkun á næstunni. 10.1.2007 08:00
Frásagnir af andláti krónunnar eru ýktar Miðlun peningastefnu Seðlabankans kynni að verða skilvirkari ef bankar færðu eigið fé yfir í erlenda mynt. Hluta-bréfamarkaður færist hins vegar undan áhrifasviði bankans. 10.1.2007 07:45
Slóvenar ánægðir með nýjar evrur Slóvenar tóku upp evruna um áramótin. Þeir eru fjarri því að vera óvanir nýjum gjaldmiðlum. 10.1.2007 07:45
Næstmest verðbólga hér Verðbólga mældist 2,1 prósent á ársgrundvelli innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í nóvember á síðasta ári. Þetta er 0,4 prósentustiga hækkun frá sama tímabili árið áður. 10.1.2007 07:45
Sýr kaupir fasteignir Teymis Lýsing hf. og Sýr ehf. hafa undirritað samning um fjármögnun á kaupum Sýr ehf., sem er í eigu þeirra Gunnars Hjaltalín og Þórarins Ragnarssonar, á eignum Teymis hf. Kaupverð nemur 2,3 milljörðum króna. Teymi mun eftirleiðis leigja húsnæðið til næstu tíu ára, að því er fram kemur í tilkynningu frá Lýsingu. 10.1.2007 07:30
Nýtt lággjaldafélag í Asíu tekur á loft Asíska lággjaldaflugfélagið Air Asia greindi frá því á blaðamannafundi á föstudag að félagið ætli að setja á laggirnar nýtt lággjaldaflugfélag í samstarfi við flugfélagið Fly Asian Express. Nýja félagið mun heita Air Asian X og sinnir millilandaflugi á milli Kína, Indlands og Evrópu frá og með júlí í sumar. 10.1.2007 07:30
Mestur seljanleiki bréfa í Straumi Fjögur félög í Kauphöll Íslands voru með veltuhraða yfir einum á nýliðnu ári sem merkir að allt útgefið hlutafé félaganna hafi skipt um hendur á tímabilinu. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans. 10.1.2007 07:30
Gott framboð á ýsu og þorski Meira framboð var á ýsu og þorski á fiskmörkuðum landsins í síðustu viku miðað við aðrar tegundir. Meðalverðið var í hærri kantinum eða 177,28 krónur fyrir kílóið sem er 38,15 krónum yfir meðalverði síðasta árs, sem hækkaði um 24 prósent á milli ára, að því er fram kemur á vef Fiskifrétta. Líkt og fyrri vikur seldist mest af ýsu í vikunni, eða 714 tonn, en 164,04 krónur fengust fyrir kílóið af slægðri ýsu. 10.1.2007 07:30
Vill víkjandi lán Stjórn Icelandic Group leggur fyrir hluthafafund, síðar í mánuðinum, að hún fái heimild til að taka víkjandi lán með sérstökum skilyrðum er veiti lánardrottni rétt til að breyta skuldinni í hlutafé. 10.1.2007 07:30
Einstakt sjónvarp Hollenski viðtækja- og tækniframleiðandinn Philips kynnti sérstaka viðhafnarútgáfu af Philips Ambilight flatsjónvarpinu á árlegu tæknisýningunni í Las Vegas í Bandaríkjunum á sunnudag um síðustu helgi. 10.1.2007 07:15
Kaupþing aldrei verðmætara Kaupþing, verðmætasta fyrirtæki landsins og eitt fjölmennasta hlutafélagið, hefur aldrei verið metið hærra á hlutabréfamarkaði. Bankinn stóð í 905 krónum á hlut á mánudaginn og var því metinn á 670 milljarða króna, eða sem svarar vel til hálfrar árlegrar landsframleiðslu Íslands og hálfrar heildareignar lífeyrissjóðakerfisins. Frá áramótum hafa bréf Kaupþings hækkað um 7,61 prósent. 10.1.2007 07:15
Fjármálafyrirtæki áfram í sviðsljósinu Gangi spá Greiningar Glitnis eftir um 21 prósenta hækkun Úrvalsvísitölunnar á árinu 2007 fer vísitalan yfir 7.750 stig. Samanlagður hagnaður þeirra félaga sem Glitnir spáir fyrir um verður um 250 milljarðar króna á árinu sem var að líða, þar af nam hagnaður á fjórða ársfjórðungi 88 milljörðum króna. 10.1.2007 07:15
Frá Vodafone til Matís ohf. Gísli Þorsteinsson hefur verið ráðinn sem markaðs- og kynningarstjóri Matís ohf. Gísli hefur verið upplýsingafulltrúi Vodafone og lýkur þar störfum á næstu dögum. 10.1.2007 07:00
Nýir margmiðlunarsímar Finnski farsímaframleiðandinn Nokia kynnti þrjá nýja og næfurþunna margmiðlunarfarsíma og lófatölvu undir merkjum fyrirtækisins á tæknisýningunni í Las Vegas í Bandaríkjunum um síðustu helgi. 10.1.2007 07:00
100 dala tölvan tilbúin í sumar Vonir standa til að hundrað-dalatölvan svokallaða, sem reyndar heitir XO, verði tilbúin og komin í almenna dreifingu um allan heim í júlí í sumar. Eins og nafnið gefur til kynna mun tölvan kosta 100 Bandaríkjadali eða um 7.000 íslenskar krónur en hún er ætluð fátækum börnum, ekki hvað síst í þróunarlöndunum, sem fram til þessa hafa staðið utan við tæknivæðinguna. 10.1.2007 07:00
Með skógrækt má breyta útblæstri í peninga Forvígismenn skógræktar hér á landi sjá tækifæri í viðskiptum með útblásturskvóta þar sem á hagkvæman hátt megi binda kolefni í skógrækt hér á landi. 10.1.2007 07:00
Bættu við gjaldeyri í lok árs Nettóstaða viðskiptabankanna í erlendum gjaldeyri jókst um rúmlega 80 milljarða króna í desember og var 188,5 milljarðar króna í árslok, að því er fram kemur í morgunkorni Glitnis. 10.1.2007 06:45
Hluthafar gegn yfirtöku Vodafone Hluthafahópurinn State Street, sem fer með 1,7 prósenta hlut í breska farsímarisanum Vodafone, vill að félagið falli frá yfirtökutilraunum í 67 prósenta hlut indverska farsímafélagsins Hutchison Essar. Ástæðan er aðkoma indverska fjárfestahópsins Hinduja Group í yfirtökubaráttu um hlutinn og óttast State Street að baráttan geti orðið Vodafone kostnaðarsöm. 10.1.2007 06:45
Lán Landsbankans meðal þeirra bestu Skuldabréfaútgáfa Landsbankans á Bandaríkjamarkaði upp á jafnvirði 158 milljarða íslenskra króna í ágúst í fyrra er á lista fagtímaritsins Credit Magazine, einu stærsta tímariti heims um fjármála- og skuldabréfamarkaði, yfir bestu lántökur síðasta árs. 10.1.2007 06:45
Frekari uppsagnir í vændum hjá GM Rick Wagoner, forstjóri bandaríska bílaframleiðandans General Motors (GM), greindi frá því á föstudag að fyrirtækið gæti þurft að segja fleiri starfsmönnum upp á þessu ári. GM sagði upp 34.000 manns í fyrra og ákvað að loka tólf verksmiðjum til að draga úr viðvarandi hallarekstri fyrirtækisins. 10.1.2007 06:45
Feitir fastir í metorðastiganum Niðurstöður könnunar sem gerð var í Bretlandi á síðasta ári benda til að þeir sem eru yfir kjörþyngd séu ólíklegri til frama innan veggja fyrirtækja en þeir sem eru um eða undir kjörþyngd. 10.1.2007 06:45
Stöðva umferð á föstudaginn Fjarskiptaumferð um CANTAT-3 sæstrenginn verður stöðvuð næstkomandi föstudag og gert ráð fyrir að hann verði sambandslaus fram undir lok þessa mánaðar. 10.1.2007 06:45
Stefnt að skráningu Promens innan tveggja ára Umsvif Promens hafa margfaldast eftir kaupin á Polimoon. Heildarvelta í lok ársins 2006 nam yfir 700 milljónum evra en var tuttugu milljónir í byrjun árs 2005. 10.1.2007 06:45
Úr Kaupthing í Kaupthing Iceland Review sendir reglulega smáfréttir og pistla á ensku út á öldur netsins. Einn pistill þessa dagana er smá yfirferð á því helsta sem hefur verið að gerast í rólegri tíð hér norður á Fróni. 10.1.2007 06:30
Microsoft og Ford bæta ökumenningu Bandaríski bílaframleiðandinn Ford og hugbúnaðarrisinn Microsoft kynntu í síðustu viku hugbúnað í bíla sem gerir ökumönnum kleift að raddstýra ýmsum rafbúnaði í bílum sínum, svo sem spilurum og farsíma. 10.1.2007 06:30
Ráðstefna um Python-forritun Íslensku tæknifyrirtækin CCP og dohop, sem þróa og reka samnefnda fargjaldaleitarvél halda, í samvinnu við alþjóðlegu samtökin Python Software Foundation, ráðstefnu um Python-forritunarmálið í Salnum í Kópavogi, mánudaginn 15. janúar næstkomandi. Aðgangur er ókeypis en tilgangurinn er að kynna forritunarmálið betur fyrir íslenskum áhugamönnum um forritun. 10.1.2007 06:30
Eimskip kaupir Alla Geira Eimskip hefur keypt alla hluti í flutningafyrirtækinu Alli Geira hf. á Húsavík. Seljendur eru fjölskylda Aðalgeirs Sigurgeirssonar heitins sem stofnaði fyrirtækið fyrir 50 árum og Hannes Höskuldsson. 10.1.2007 06:30
Að evra eða ekki evra Fullyrt er á markaði að fjármálafyrirtækin vilji í stórum stíl færa eigið fé sitt í evrur. Þannig gengur sú saga að Seðlabankinn hafi stöðvað Kaupþing í að ganga þetta skref, en síðan hafi Straumur-Burðarás farið þessa leið. Gjaldeyrisjöfnuður bankanna gefur svo til kynna að ef heldur fram sem horfir verði ekki um stóra breytingu að ræða verði skrefið stigið til fulls. Eigið fé verði mest megnis komið í evrur hvort eð er. 10.1.2007 06:15
Alfesca verðlaunað Dótturfélag Alfesca í Skotlandi, Farne, sópaði til sín verðlaunum þegar matvælaverðlaunin „Food and Britain“ voru afhent á Svaoy-hótelinu í London í desember síðastliðnum. 10.1.2007 06:00
Ný stjórn FME tekin við Viðskiptaráðherra hefur skipað nýja stjórn Fjármálaeftirlitsins til næstu fjögurra ára. Skipunin tók gildi fyrsta þessa mánaðar. 10.1.2007 06:00
Ráðlagt að senda ekki frá sér afkomuviðvörun Greiningardeild Kaupþings taldi að Mosaic hefði átt að senda frá sér afkomuviðvörun eftir að afkoma félagsins var langt frá spám. Ráðgjafar Mosaic úr Kaupþingi voru á öðru máli. 10.1.2007 06:00
Miðstöð Samskipa í Belgíu Samskip hefur tekið upp samstarf við hafnaryfirvöld í í Zeebrugge í Belgíu um uppbyggingu gámamiðstöðvar vegna aukinna umsvifa Evrópuflutninga Samskipa í samstarfi við belgíska gámalöndunarfyrirtækið PSA HNN. 10.1.2007 06:00
Verður allt að vopni Íslands ógæfu verður allt að vopni, var eitt sinn sagt þegar hver óáranin rak aðra. Kaupþingsmenn hafa fengið sinn skerf að undanförnu. Þannig hefur auglýsingum þeirra verið snúið upp á háa vexti og miklar skuldir landsmanna með grátandi fólki. Þar við bætist umræða um flottræfilshátt vegna auglýsinga með John Cleese og svo hefur árlegt partí í London verið milli tanna einhverra. 10.1.2007 06:00
Stjórnendur fá kauprétti Stjórn Icelandair Group Holding hefur veitt sautján stjórnendum félagsins kauprétti að samtals 45,3 milljónir hluta. Samningana, sem eru til þriggja ára, verður hægt að nýta frá og með árinu 2008 og er rétthöfum heimilt að nýta þriðjung kaupréttarins í fjórar vikur frá 3. janúar ár hvert. Samningsgengið er 27,5 krónur á hlut. 10.1.2007 06:00
Fjárfestingarsjóðir kæra stjórn Stork Bandarísku fjárfestingasjóðirnir Centaurus og Paulson hafa fyrir viðskiptaráði áfrýjunardómstóls Amsterdam í Hollandi farið fram á lögbann á aðgerðir sem stjórnfyrirtækjasamstæðunnar Stork hefur gripið til vegna hluthafafundar 18. þessa mánaðar. Þá hafa sjóðirnir farið fram á að rannsakaðir verði stjórnunarhættir innan samstæðunnar. 10.1.2007 06:00